Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1934, Síða 17
Verslunarskýrslur 1932
13
Kolainnflutningurinn 1932 var svipaður eins og næsta ár á undan,
en töluvert minni heldur en árin þar á undan. Innflutningur á hreins-
aðri steinolíu var minni heldur en 1931, en miklu meiri á sólarolíu
og bensíni. Hefur innflutningur á þeim vörum farið mjög vaxandi á
undanförnum árum. Innflutningur á bensíni 1932 var meir en sexfaldur
á móts við það sem hann var 1925.
Af byggingarefnum var 1932 flutt inn fyrir rúml. 3.2 milj. króna og
er það 8.6% af verðmagni innflutningsins. Er það miklu minna að verð-
magni og heldur minna hlutfallslega heldur en árið á undan. I þessum
flokki kveður langmest að trjáviðnum. Aðaltrjáviðarinnflutningurinn, fura
og greniviður, hefur verið síðustu árin:
1928 28 177 rúmmefrar, 2 734 þús. kr.
1929 39 193 — 3 589 — —
1930 32 934 — 3 097 — —
1931 20 139 — 1 669 — —
1932 17 532 — 1 203 — —
Trjáviðarinnfluíningurinn hefur verið minni var hann miklu minni en næstu ár á undan. heldur en 1931, en þá
Af öðrum vörum, sem (taldar í þús. kg): falla undir þennan flokk, eru þessar helstar
1928 1929 1930 1931 1932
Sement ,... 17 526 19 995 20 273 11 445 11 923
Steypustyrktarjárn1) 353 — 895 465 462
Þakjárn 1 333 1 831 1 886 1 130 703
Þakpappi .... 319 380 286 248 161
Naglar, saumur og skrúfur 443 506 502 347 258
Lásar, skrár, lamir, krókar o. fl. 32 55 54 29 25
Rúöugler 233 308 289 243 188
Ofnar og eldavélar 256 360 305 205 126
Miðstöðvarofnar 862 1 211 786 689 465
Gólfdúkar (linoleum) 235 295 420 241 157
Til sjávarútvegs aðallega hafa árið 1932 verið fluttar inn vörur fyrir
5.9 milj. kr. eða nærri 16% af öllu innflutningsverðmagninu og eru þó
kol og steinolía ekki talin hér með, því að þau eru talin í V. flokki. Er
þetta töluvert meira að verðmagni og miklu meira hlutfallslega heldur
en 1931. Einna stærsti liðurinn í þessum innflutningi er saltið. Saltinn-
flutningurinn hefur verið þessi síðustu árin:
1928 ............. 96 926 lestir 2 991 þús. kr.
1929 ............. 97 836 — 3 077 — —
1930 ............. 87 062 — 2 540 - —
1931 ............. 65 375 — 1 794 — —
1932 ............. 87 607 — 2 287 — —
J) Hefur ekki verið talið sérstaklega árið 1929 heldur talið með stangajárni.