Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1934, Blaðsíða 20
16
Verslunarskyrslur 1932
3. Útfluttar vörutegundir.
Exportation des marchandises.
í töflu II D (bls. 30—35) er skýrt frá útflutningi á hverri einstakri
vörutegund frá landinu í heild sinni. Eru vörurnar þar flokkaðar eftir
skyldleika þeirra á sama hátt sem innfluttu vörurnar, og er yfirlit yfir
þá flokkaskiftingu í töflu I (bls. 1).
3. yfirlit (bls. 17*) sýnir, hve mikilli verðupphæð útflutta varan
hefur numið árlega síðan um aldamót. Eru vörurnar þar flokkaðar eftir
því, frá hvaða atvinnuvegi þær stafa. Ennfremur er sýnt með hlutfalls-
tölum, hve mikill hluti verðmagnsins stafar árlega frá hverjum atvinnu-
vegi. Hefur hlutdeild sjávarafurða vaxið, en landbúnaðarafurða minkað.
Fram að 1920 námu landbúnaðarvörurnar að meðaltali rúml. Vs af út-
flutningsverðmagninu, en 1921—30 námu þær ekki nerna 12 o/o að með-
altali, en fiskiafurðirnar aftur á móti 86—87 °/o. Árið 1932 námu fiski-
afurðirnar jafnvel 92 °/o, en landbúnaðarafurðirnar ekki nema 7 °/o.
Fiskiafurðirnar eru þannig yfirgnæfandi í útflutningnum. Hafa þær
að verðmagni verið 44 milj. kr. árið 1932. 4. yfirlit (bls. 17*) sýnir, hve
mikill fiskútflutningurinn, að undanskilinni síld, hefur verið árlega síðan
um aldamót. Hefur hann alls 6—7 faldast á þessu tímabili. Þó hefur
útflutningur á fullverkuðum saltfiski ekki vaxið nærri eins mikið, en
aukningin verður þeim mun meiri á óverkuðum saltfiski og ísfiski.
Síldarútflutningur hefur verið þessi síðan um aldamót:
1901-05 ...... 5 504 þús. kg 1916—20 ...... 14 472 þús. kg
1906—10 ...... 16 720 — — 1921—25 ...... 17 055 — —
1911-15 ...... 19896 — — 1926-30 ...... 17963 — —
Eftir 1920 er kryddsíld talin sérstaklega. Hefur útflutningurinn síðan
verið þessi árlega að meðaltali:
SöltuÐ síld Kryddsíld Samtals
1000 kg 1000 kg 1000 kg
1921—25 ............ 15 021 2 034 17 055
1926-30 ............ 14 335 3 628 17 963
1928 ............... 14 374 3 706 18 080
1929 ............... 11 858 2 015 13 873
1930 ............... 14 348 3 675 18 023
1931 ............... 12 490 4 012 16 502
1932 ............... 22 757 2 516 25 273