Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1934, Page 23
Verslunarskýrslur 1932
19
Fryst og Saltaðar
Saltkjöt kælt kjöt UU sauðargærur
1901—05 meðaltal 1 380 þús. kg » þús. kg 724 þús. kg 89 þús. tals
1906-10 — 1 571 — — )) — — 817 — — 179 — —
1911-15 — 2 793 — — » — — 926 - — 302 — —
1916—20 — 3 023 — — » — — 744 — — 407 — —
1921-25 — 2 775 — — » — — 778 — — 419 — —
1926—30 — 2 345 — — 498 — — 682 — — 392 — —
1928 ......... 2 251 — — 349 — — 699 — — 436 — —
1929 ......... 2 347 — — 694 — — 786 — — 414 — —
1930 ......... 2 288 — — 875 — — 306 — — 406 — —
1931 ......... 1 523 — — 1 129 — — 949 — — 494 — —
1932 ......... 1 488 — — 1 658 — — 548 — — 373 — —
Sauðargærur hafa stundum verið gefnar upp í þyngd en ekki tölu.
Hér er þyngdinni breytt í tölu þannig, að gert er ráð fyrir, að hver
gæra söltuð vegi að meðaltali 2 kg.
Aður var mikill útflutningur af lifandi hrossum, en sá útflutningur
hefur mikið minkað. 1906—10 voru flutt út 3 876 hross árlega að
meðaltali, en 1926—30 ekki nema 876. Árið 1931 voru flutt út 1 184
hross, en 783 árið 1932.
Iðnaðarvörur útfluttar eru aðallega prjónles (einkum sokkar og
vetlingar) og kveður sáralítið að þeim útflutningi.
Undir flokkinn „Ymislegt“ falla þær vörur, sem ekki eiga heima
annarsstaðar, svo sem útlendar vörur, skip, bækur, frímerki o. fl.
4. Viðskifti við einstök lönd.
L’échange avec les pays étrangers.
5. yfirlit (bls. 20*) sýnir, hvernig verðupphæð innfluttu og útfluttu
varanna hefur skifst 4 síðustu árin eftir löndunum, þar sem vörurnar
hafa verið keyptar eða seldar. Síðari hluti töflunnar sýnir, hvern þátt
löndin hafa tekið hlutfallslega í versluninni við Island samkvæmt íslensku
verslunarskýrslunum.
Langmestur hluti innfluttu vörunnar kemur frá Danmörku og Bret-
landi, eða meir en helmingur alls innflutningsins. Venjulega hefur Dan-
mörk verið heldur hærri en Bretland, en á síðari árum hefur Bretland
þó stundum verið hærra, svo sem 1928 og 1932. Næst þessum löndum
gengur Þýskaland með 14 °/o af öllum innflutningnum 1932. Því næst
kemur Noregur með 12 °/o, Spánn með 6 °/o, Svíþjóð með 3 °/o og
Hplland með 2 °/o.