Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1934, Blaðsíða 25
Verslunarskýrslur 1932
21
Af verðmagni utflulníngsins árið 1932 hefur rúmlega Vi komið á
Spán og er hann langhæstur af útflutningslöndunum. Fyrir stríðið var
útflutningur langmestur til Danmerkur (um 2/s af öllum útfiutningnum),
en á stríðsárunum síðari tók að mestu fyrir allan útflutning þangað og
síðan hefur hann ekki náð sér aftur í hið fyrra horf. Síðustu árin hefur
hann jafnvel farið minkandi og árið 1930 fóru aðeins 4 °/o af útflutn-
ingnum til Danmerkur. 1932 var þó hlutdeild Danmerkur nokkru meiri,
en þó lítil í samanburði við mörg önnur lönd. Þá tók Italía við 14 °/o
af útflutningnum, Brefland við 13 °/o og Portúgal og Þýskaland við 11 °/o,
þar næst koma Noregur, Danmörk og Svíþjóð með 5—6°/o og Banda-
ríkin með 3 °/o af útflutningnum.
Á 5. yfirliti sést, að miklu meira er flutt út frá Islandi til Spánar,
Ítalíu og Portúgals heldur en innflutt er frá þessum löndum, en aftur á
móti er miklu meira innfluft frá Danmörku og Bretlandi heldur en út-
flutt er þangað. Venjulega er meira flutt inn frá Noregi heldur en út
þangað, og meira flutt út til Svíþjóðar heldur en inn þaðan, en munur-
inn er þar minni.
Árið 1932 lækkaði innflutningur töluvert frá flesfum löndum. Þó
hélst hann jafnhár frá Bretlandi og lækkaði mjög lífið frá Noregi og
jókst nokkuð frá Spáni og Ítalíu. Einnig kemur þá fram nokkur inn-
flutningur frá Rússlandi, sem ekki hefur verið neinn áður.
Árið 1932 hefur útflutningsupphæðin til Bretlands, Noregs og Sví-
þjóðar lækkað. Til Ítalíu, Danmerkur og Bandaríkjanna hefur hún verið
svipuð eins og árið áður, en til Spánar, Portúgals og Þýskalands hefur
hún hækkað, og ennfremur til Qrikklands, Hollands og Danzig, sem
áður hafa tekið við litlu af útflutningnum.
í töflu IV A og B (bls. 41—82) eru taldar upp allar helstu inn-
fluttar og útfluttar vörutegundir og sýnt hvernig inn- og úfflufningsmagn
hverrar vöru skiftist eftir löndum. í töflu III (bls. 36—40) er verðmæti
innflufningsins frá hverju landi og útflutningsins til þess skift eftir vöru-
flokkum. Og loks er í töflu V (bls. 83 — 98) faldar upp með magni og
verði helstu vörutegundirnar í innflutningnum frá hverju landi og í út-
flutningnum til þess.