Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1957, Blaðsíða 10
8*
Verzlunarskýrslur 1956
Frá 1. júlí 1949 hefur, auk ofangreinds, verið tekið %% hlutatryggingasjóðs-
gjald (shr. lög nr. 48/1949) af öllum útfluttum sjávarafurðum, öðrum en þeim, sem
koma frá togurum, hvalveiðum og selveiðum. — Af útfluttri beitusíld var á árinu
1956 innlieimt 8% framleiðslugjald, miðað við fob-verð, en ekki var um að ræða
framleiðslugjald af öðrum sjávarvörum, sbr. Verzlimarskýrslur 1950, bls. 6*. Af
saltsíld, öllum tegundum, var reiknað matsgjald 1956, 1 kr. á tunnu, ef síldin
var metin.
Almenna útflutningsgjaldið rennur að °/7 hlutum (þ. e. 1 %%) til Fiskveiða-
sjóðs, en J/7 hluti þess (þ. e. %%) rennur til Landssambands ísl. útvegsmanna og
til byggingar fiskirannsóknarstöðvar, að hálfu til hvors. Almenna útflutnings-
gjaldið á saltfíski (%%) rennur á sama hátt til þessara tveggja síðastnefndu aðila.
— Vísast hér til laga nr. 81/1947, sem breytt var með lögum nr. 38/1948. Gjöldin
eru miðuð við fob-verð, eða, ef svo ber undir, við cif-verð að frádregnu flutnings-
og ábyrgðargjaldi til útlanda og umboðslaunum til erlendra aðila.
í ársbyrjun 1951 gengu í gildi ákvæði um innflutningsfríðindi bátaút-
vegsmanna, og voru þau framlengd lítið breytt 1952, 1953 og 1954. Samkv. þeim
fengu bátaútvegsmenn og vinnslustöðvar bátafísks umráð yfir lielmingi af söluand-
virði útfluttra bátaafurða, annarra en þorskalýsis, síldar og síldarafurða. Má ráðstafa
þessum gjaldeyri til kaupa erlendis frá á vörum, sem eru á sérstökum „skilorðs-
bundnum frílista“. Dollarar og E.P.U.-gjaldeyrir, sem útflytjendur hafa þannig
fengið til ráðstöfunar, hefur vcrið seldur mcð 61% álagi, en vöruskiptagjaldeyrir
með 26% álagi, þar af leyfisgjald 1% fyrir skrifstofukostnaði og öðrum útgjöldum
vegna framkvæmdar þessara mála. í ársbyrjun 1955 voru þessi ákvæði enn fram-
lengd lítið breytt að öðru leyti en því, að innflutningsréttindi vegna afurða á vetrar-
vertíð skyldu nú aðeins ná til 45% af útflutningsverðmætinu, í stað helmings áður.
í nóvember 1955 var álagið á dollara og EPU-gjaldeyri hækkað úr 61% I 71% og
á vöruskiptagjaldeyri úr 26% í 36%. Þetta álag hélzt óbreytt allt árið 1956, og
sömuleiðis framkvæmd innflutningsréttindakeifisins að öðru leyti. Innflutnings-
réttindi vegna afurða á vetrarvertíð 1956 tóku þannig til 45% af útflutningsverð-
mætinu eins og 1955. Með lögum nr. 4/1956, um framleiðslusjóð, voru ákveðnar
auknar uppbætur á útfluttar sjávarafurðir, og jafnframt kveðið á um uppbætur
á útfluttar landbúnaðarafurðir af framleiðslu ársins 1955, en lög þessi snertu ekki
innflutningsréttindakerfið að öðru leyti en því, að heimilað var að verja 26 millj.
kr. úr framleiðslusjóði á árinu 1956 til kaupa á svo nefndum B-skírteinum. —
Álag það á sumar innfluttar vörur, sem hér um ræðir, og samsvarandi uppbætur
á útfluttar afurðir, er ekki talið í verðmæti innflutnings og útflutnings eins og það
er birt í Verzlunarskýrslum.
Við ákvörðun á útflutningsverðmæti ísfisks í verzlunarskýrslum gilda
sérstakar reglur, sem gerð er grein fyrir í kaflanum um útfluttar vörur síðar í inn-
gangi þessum.
Nokkuð kveður að þvi, að útflutningsverðmæti sé áætlað í skýrslunum,
þ. e. að reiknað sé með því verðmæti, sem tilgreint er í útflutningsleyfi viðskipta-
deildar utanríkisráðuneytisins. Er farið þannig að, þegar látið er uppi af liálfu
útflytjanda, að varan sé flutt út óseld. Eru ekki tök á að lagfæra þetta síðar, og er
hér um að ræða ónákvæmni, sem getur munað allmiklu.
Það segir sig sjálft, að í verzlunarskýrslurnar koma aðeins vörur, sem afgreiddar
eru af tollyfirvöldunum á venjulegan hátt. Kaup íslenzkra skipa og flugvéla erlendis
á vörum til eigin nota koma að sjálfsögðu ekki í verzlunarskýrslum, og ef slíkar