Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1963, Qupperneq 10
8*
Verzlunarskýrslur 1961
deildar viðskiptamálaráðuneytisins. Er farið þannig að, þegar látið er uppi af hálfu
útflytjanda, að varan sé flutt út óseld. Eru ekki tök á að lagfæra þetta síðar, og er
hér um að ræða ónákvæmni, sem getur munað miklu.
Það segir sig sjálft, að í verzlunarskýrslurnar koma aðeins vörur, sem afgreiddar
eru af tollyfirvöldunum á venjulegan hátt. Kaup íslenzkra skipa og flugvéla erlendis
á vörum til eigin nota koma að sjálfsögðu ekki í verzlunarskýrslum, og ef slíkar
vörur eru fluttar inn í landið, koma þær ekki á skýrslu, nema að svo miklu leyti
sem þær kunna að vera teknar til tollmeðferðar.
Fram að 1951 er þyngd vöru í verzlunarskýrslum nettóþyngd, bæði
í útflutningi og innflutningi, og svo er einnig í Verzlimarskýrslum 1951 og síðar
að því er snertir útfluttar vörin:. Innfluttar vörur eru hins vegar frá
og með árinu 1951 taldar með hrúttóþyngd, þ. e. með ytri umbúðum.
Mælir margt með því að miða við brúttóþyngd í stað nettóþyngdar að því er snertir
innfluttar vörur. I fyrsta lagi er yfirleitt brúttóþyngdin einvörðungu gefin upp í
skýrslum innflytjenda eins og Hagstofan fær þær frá tollyfirvöldum, þar eð vöru-
magnstollur er í flestum tilfellum miðaður við brúttóþyngd. Séu innfluttar vörur
gefnar upp með nettóþyngd í verzlunarskýrslum, er það því ávallt samkvæmt útreikn-
ingi eftir ákveðnum umreikningshlutföllum, sem hljóta að verameiraeðaminnaóáreið-
anleg. í öðru lagi er fullt eins heppilegt fyrir innflytjendur og aðra notendur skýrsln-
anna, að þyngd sé gefin upp brúttó, vegna þess að þeir eru kunnugri þeirri tölu en
nettótölunni. í þriðja lagi gefur brúttóþyngd betri hugmynd um flutningaþörfina
til landsins, og enn fremur eru flutningsgjöld að sjálfsögðu miðuð við hana. Loks
felst í því mikill vinnusparnaður fyrir Hagstofuna, við samningu verzlunarskýrsln-
anna, að miðað sé við brúttó- en ekki nettóþyngd. Af öllum þessum ástæðum var
ákveðið að taka upp brúttóþyngd í stað nettóþyngdar í verzlunar-
skýrslum, enda var áður búið að ganga úr skugga um, að það færi ekki í bág
við alþjóðasamþykktir um fyrirkomulag verzlunarskýrslna. Að vísu mun í verzlunar-
skýrslum annarra landa yfirleitt vera notuð nettóþyngd, en þar er ekki um að ræða
neina skuldbindingu eða kvöð, beldur getur bvert land liagað þessu eins og því
hentar bezt. — í töflu IV A er, í sérstökum dálki, sýnt, hve miklum hundraðs-
hluta nettóþyngd er talin nema af brúttóþyngd fyrir hverja einstaka
vörutegund. Hlutföll þessi Voru notuð við umreikning brúttóþyngdar í nettóþyngd
í verzlunarskýrslum 1950. Var gerð sérstök athugun á innflutningnum 1950 í því
skyni að finna sem réttust hlutfoll milli brúttó og nettóþyngdar, og fengust um
þetta tiltölulega öruggar niðurstöður að því er snertir flestar vörur. í sumum til-
fellum var þó haldið áfram að nota hlutföll, sem Hagstofan hafði áður notað við
útreikning á nettóþyngd viðkomandi vörutegunda.
Gengisbreyting 1961. Með bráðabirgðalögum nr. 79 1. ágúst 1961 var ákveðið,
að Seðlabankinn skyldi framvegis, að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar, ákveða
stofngengi (parí) íslenzku krónunnar gagnvart erlendum gjaldeyri. Þegar eftir út-
gáfu bráðabirgðalaga þessara ákvað Seðlabankinn nýtt gengi íslenzkrar krónu,
kr. 43,00 á hvern bandarískan dollar, í stað kr. 38,00, cr ákveðið hafði verið með
efnahagsmálalögum, nr. 4 20. febrúar 1960. Miðað við miðgengi dollars fyrir og
eftir þessa breytingu, kr. 38,05 og kr. 43,005, var hér um að ræða 13,0% hækkun
á erlendu gjaldeyrisgengi, þ. e. 11,5% lækkun á gengi íslenzku krónunnar. Opin-
bert sölugengi dollars hækkaði úr kr. 38,10 í kr. 43,06, en kaupgengið úr kr. 38,00
í kr. 42,95. Samhliða þessu voru gefin út bráðabirgðalög, nr. 80 3. ágúst 1961, um
ráðstafanir vegna ákvörðunar Seðlabanka íslands um nýtt gengi íslenzkrar krónu.
Voru þar ákvæði um ráðstöfun gengismunar, breytingar gjalda á útflutningi og