Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1963, Síða 11
Verzlunarskýrslur 1961
9*
nokkur atriði varðandi framkvæmd gengisbreytingarinnar.Hið nýja gengi skyldi
ekki gilda fyrir útflutningsvörur framleiddar fyrir 1. ágúst 1961. Gjaldeyrir fyrir
þær skyldi keyptur af útflytjendum á eldra gengi, og mismunur sá, er þar mynd-
aðist, skyldi ganga til greiðslu gengistaps o. fl., er leiddi af gengisbreytingunni,
auk þess sem liann skyldi notaður til að létta byrðar ríkissjóðs vegna áfallinna
ríkisábyrgða í þágu atvinnuveganna. Um önnur atriði bráðabirgðalaga nr. 80/1961
vísast til þeirra sjálfra og til greinar í ágústblaði Hagtíðinda 1961.
Gengisbreytingin í ágúst 1961 hafði það í för með sér, að flutningsgjöld á
vörum, sem koma til landsins í heilum förmum (kol, salt, bensín og brennsluolíur,
almennt timbur, tilbúinn áburður) hækkuðu um sama liundraðshluta og erlenda
gjaldeyrisgengið hækkaði. Hins vegar var hækkun á flutningsgjöldum stykkja-
vöru ákveðin 10%.
í Verzlunarskýrslum 1961 eru tölur alls ársins miðaðar við það gengi,
sem tók gildi 4. ágúst 1961. Þótti rétt að umreikna tölur 7 fyrstu mánaða
ársins til samræmis við hið nýja gengi, til þess að fá fram rétt meðalverð á inn-
fluttum og útfluttum vörum miðað við verðlag eftir gengisbreytingu. Að því er
snertir áhrif gengisbreytingar 1961 á mánaðarlegar innflutningstölur eins og þær
bafa verið birtar í Hagtíðindum vísast til greinar, er birtist í septemberblaði þess rits.
í Verzlunarskýrslum 1960, bls. 9*—10* er gerð grein fyrir breytingum gjalda
á innfluttum vörum, sem urðu á því ári, og vísast til þess. Urðu ekki breyt-
ingar á gjöldum á innfluttum vörum fyrr en með lögum nr. 90 20. nóvember 1961
var ákveðin lækkun aðflutningsgjalda á ýmsum vörum, sem mjög há gjöld
höfðu verið á. I stað verðtolls og vörumagnstolls ásamt viðaukum og innflutnings-
gjaldi kom einn verðtollur, en iunflutningssöluskattur (7+8%) hélzt á vörunum.
Hér var um að ræða ýmiss konar fatnað og vefnaðarvöru, kvenskófatnað, snyrti-
vörur, niðursoðna ávexti, hreinlætistæki, lampa og ljósakrónur, ljósmyndavélar,
kvikmyndatökuvélar og kvikmyndasýningartæki, hljóðfæri, grammófónplötur,
íþróttatæki o. fl. Heildargjöld á innfluttum snyrtivörum voru fyrir breytingu rúm-
lega 300% af cif-verði, og á mörgum öðrum vörum 150—200% og jafnvel þar yfir.
— Við breytinguna varð hæsti tollur að meðtöldum innflutningssöluskatti 125%
af cif, en á mörgum vörum urðu heildargjöld 90% eða 100% og á t. d. kvensokkum
og ljósmyndavélum urðu heildargjöld 52%. Ekki var gert ráð fyrir, að ríkissjóður
yrði fyrir tekjutapi vegna þessarar ráðstöfunar, þar sem gert var ráð fyrir, að meira
kæmi til landsins á löglegan hátt af viðkomandi vörum, þannig að vegin yrði upp
lækkun gjaldtaxtanna.
Gjaldeyrisgengi. í árslok 1961 var skráð gengi Landsbankans á erlendum gjald-
eyri sem hér segir (í kr. á tiltekna einingu):
Eining Kaup Sala
Sterhngspund 1 120,65 120,95
Bandaríkjadollar 1 42,95 43,06
Kanadadollar 1 41,18 41,29
Dönsk króna 100 624,60 626,20
Norsk króna 100 602,87 604,41
Sænsk króna 100 829,00 831,15
Finnskt mark 100 13,37 13,40
Franskur nýfranki 100 876,40 878,64
Belgískur franki 100 86,28 86,50
Svissneskur franki 100 994,91 997,46
Gyllini 100 1 193,05 1 196,11
b