Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1963, Blaðsíða 9
Verzlunarskýralur 1962
7*
stofan fœr samrit af. Skýrslutöku skipaog flugvéla, sem fluttar eru til landsins,
er þó öðruvísi háttað. Skýrslu um slíkan innflutning fær Hagstofan yfirleitt ekki
frá tollyfirvöldimum, heldur beint frá hlutaðeigandi innflytjendum. Upplýsa þeir,
hver sé byggingarkostnaður eða kaupverð hvers skips eða flugvélar. Þar við leggst
áætlaður heimflutningskostnaður og kemur þá fram verðmætið, sem reiknað er
með í verzlunarskýrslum. Skipainnflutningurinn hefur frá og með árinu 1949 verið
tekinn á skýrslu hálfsárslega, þ. e. a. s. með innflutningi júnímánaðar og desember-
mánaðar, og sömu reglu hefur verið fylgt um flugvélainnflutninginn. Þó var skipa-
innflutningurinn í janúar og febrúar 1960 talinn með innflutningi febrúarmánaðar,
þar sem rétt þótti að reikna hann á því gengi, sem gilti fyrir 22. febrúar 1960, enda
voru allar tölur verzlunarskýrslna frá 1. marz 1960 miðaðar við það gengi, sem
kom til framkvæmda 22. febr. — í kaflanum um innfluttar vörur síðar í inngang-
inum er gerð nánari grein fyrir skipainnflutningnum á árinu 1962. — Útflutt skip
hafa að jafnaði verið tekin á skýrslu hálfsárslega. Á árinu 1962 var ekki um að
ræða neina sölu skipa úr landi.
Útflutningurinn er í verzlunarskýrslum talinn á söluverði afurða með
umbúðum, fluttra um borð í skip (fob) á þeirri höfn, er þær fyrst fara frá. Er hér
yfirleitt miðað við verðið samkvæmt sölureikningi útflytjanda. Sé um að ræða
greiðslu umboðslauna til erlends aðila og það heimilað í útflutningsleyfinu, er upp-
hæð þeirra dregin frá, til þess að hreint fob-verð komi fram. — Fob-verð vöru,
sem seld er úr landi með cif-skilmálum, er fundið með því að draga frá cif-verð-
mætinu flutningskostnað og tryggingu, ásamt umboðslaunum, ef nokkur eru. —
Nettóverðið til útflytjandans er fob-verðið samkvæmt verzlunarskýrslum að frá-
dregnum gjöldum á útflutningi. Útflutningsgjald á sjávarafurðum var, sam-
kvæmt 10. gr. laga nr. 33/1958, um útflutningssjóð o. fl., innheimt með 65% álagi
frá 1. júní 1958. Við gengisbreytinguna í febrúar 1960 hækkaði gjaldstofn gjaldsins
um 133% og Var því álagið fellt niður að því er 6ncrtir sjávarvörur framleiddar
eftir 15. febrúar 1960, sbr. e-lið bráðabirgðaákvæða í efnahagsmálalögunum, nr.
4/1960. Með ákvæðum 18. gr. sömu laga var gerð breyting á skiptingu tekna af út-
flutningsgjaldinu milli lilutaðeigandi aðila. í 7. gr. bráðabirgðalaga nr. 80/1961,
um ráðstafanir vegna ákvörðunar Seðlabanka íslauds um nýtt gengi íslenzkrar
krónu, var ákveðin hækkun á útflutningsgjaldi af sjávarafurðuin, úr 2%% í 6%
af fob-verði afurða. Þó skyldi útflutningsgjald af niðursoðnum sjávarvörum og af
afurðum af selveiðum vera 2% af fob-verði. Þessar breytingar komu til fram-
kvæmda 4. ágúst 1961. Ákvæði um skiptingu tekna af þessu gjaldi mifli hlutað-
eigandi aðila eru í 4. málsgr. 7. gr. nefndra laga, sem eftir að Alþingi hafði sam-
þykkt þau voru gefin út sem lög nr. 28/1962. — í 8. gr. áður nefndra bráðabirgða-
laga nr. 80/1961 var ákveðið, að gjald til hlutatryggingasjóðs skyldi nema 1 %.%
af fob-verði sjávarafurða frá bæði togurum og bátum, cn áður nam það %% af
fob-verði síldarafurða og %% af fob-verði annarra gjaldskyldra sjávarafurða. Af-
urðir frá togurum voru áður undanþegnar lilutatryggingasjóðsgjaldi. Afurðir af
hvalveiðum og selveiðum eru eftir sem áður undanþegnar þessu gjaldi. — Af fob-
verði saltsíldar er tekið 2% gjald, sem rennur til Síldarútvegsnefndar, og af salt-
síld er auk þess reiknað matsgjald, 50 au. á tunnu, ef síldin er metin. — Mcð lög-
um nr. 42 9. júní 1960 var ákveðið sérstakt gjald til ferskfiskmats, er skyldi nema
0,15% af fob-verði allra sjávarafurða.
Við ákvörðun á útflutningsverðmæti ísfisks í verzlunarskýrslum gilda
sérstakar reglur, sem gerð er grein fyrir í kaflanum um útfluttar vörur síðar í inn-
gangi þessum.