Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1966, Blaðsíða 38
•36
Verzlunarskýrslur 1965
7. Tollarnir.
Customs duties.
Hér skal gerð grein fyrir þeim gjöldum, sem voru á innfluttum
vörum á árinu 1965.
Benzíngjald og gúmmígjald voru óbreytt frá því, sem verið hafði
frá ársbyrjun 1964: kr. 2,77 á lítra af benzíni og kr. 9 á kg af hjólbörðum
og gúmmíslöngum. Frá ársbyrjun 1966 hækkaði benzíngjaldið í kr. 3,67
á lítra, með lögum nr. 101 22. desember 1965, um breyting á vegalögum
nr. 71/1963.
Gjald á fob-uerði bifreiða, sem ríkisstjórninni er heimilt að inn-
heimta samkvæmt 16. gr. efnahagsmálalaga, nr. 4/1960, var hækkað
frá 5. janúar 1965 úr 100% í 125%, samkvæmt reglugerð nr. 280/1964,
um gjald af fob-verði bifreiða. Þó voru jeppar, sjúkra-, snjó- og slökkvi-
liðsbifreiðar undanþegnar gjaldinu, svo og bifreiðar, sem eru hvort
tveggja lögreglu- og sjúkrabifreiðar. 30% fob-gjald var sett á jeppa með
reglugerð nr. 4 18. janúar 1966. Sérreglur hafa gilt og gilda enn um
fob-gjald á leigubifreiðum til mannflutninga og á atvinnusendiferða-
bifreiðum. Fob-gjald á þeim hefur verið 30% síðan í ársbyrjun 1963, en
þó 65%, ef akstur þeirra er aukastarf viðkomandi eiganda.
Á árinu 1965 voru þrisvar gerðar breytingar á lögum nr. 7/1963
um tollskrá o. fl.: lög nr. 5 25. febr. 1965, lög nr. 11 24. apríl 1965 og
lög nr. 102 22. des. 1965. Siðast nefndu lögin snerta þó ekki tolltaxta
innflutnings, heldur tollmeðferð á varningi, sem farmenn og ferða-
menn hafa meðferðis frá útlöndum. Breytingar á tolltöxtum voru til
lækkunar, og kvað þar mest að tolltaxtalækkunum á ýmsum vélum og
tækjum i 84. kafla tollskrár.
Samkvæmt upplýsingum Ríkisbókhaldsins voru tekjur af innflutt-
um vörum sem hér segir, i millj. kr.: 1964 1965
Aðtlutningsgjöld samkvæmt tollskrá1) ....................... 1 511,6 1 722,3
Benzingjald2) ............................................... 146,9 166,1
Gúmmigjald2) .................................................. 7,8 10,3
Fob-gjaid af bifreiðum og bifhjólum ......................... 119,5 123,3
Alls 1 785,8 2 022,0
Söluskattur af vörum til eigin nota eða neyzlu innflytjanda — en
ekki lil endursölu — er ekki meðtalinn í ofan greindum fjárhæðum.
Hinn almenni söluskattur á innlendum viðskiptum hækkaði frá 1.
janúar 1965 úr 5,5% í 7,5% (samkvæmt lögum nr. 61 24. desember 1964,
1) Aðflutningsgjöld eru að meðtöldum 5% hluta til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga (74,8
millj. kr. 1964 og 84,6 millj. kr. 1965). Enn frcmur cru innifalin toilstöðvagjald og bygg-
ingarsjóðsgjald, sem hvort um sig reiknast %% af aðflutningsgjöldum (reyndust 1964 14,9
millj. kr., en 1965 1 7,5 millj. kr.). Fyrir árið 1965 cr og meðtalinn sjónvarpstollur (að upp-
hæð 11,9 millj. kr.), en honum ákvað fjármálaráðuneytið með bréfi frá 24. september 1965
að verja U1 stofnkostnaðar sjónvarps (sbr. hcimild í 39. lið 3. gr. toilskrárlaganna).
2) Rennur beint til vegamála.