Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1968, Side 7
Inngangur.
Introduction.
1. Greinargerð um tilhögun verzlunarskýrslnanna.
General statement.
Flokkun vörutegunda í verzlunarskýrslum. 1. maí 1963 varð hin
svo nefnda Briissel-skrá (Briissel-nomenclature) grundvöllur tollunar
innfluttra vara, samkvæmt lögum nr. 7/1963, um tollskrá o. fl. Briissel-
skráin er alþjóðlegur tollskrárrammi, sem samþykkt var gerð um á al-
þjóðlegri ráðstefnu í Briissel í desember 1950. Var með henni stefnt að
samræmingu á tollskrám þeirra landa, sem að samþykktinni stóðu.
Þeirra á meðal var ísland, en aðild þess var háð fullgildingu, sem ekki
hefur enn farið fram. Um 1960 var svo komið, að öll lönd Vestur-Evr-
ópu, önnur en ísland, höfðu lögleitt Briissel-skrána, og alls höfðu þá urn
50 riki tekið hana upp.
í Brussel-skránni er 21 flokkur vörutegunda, sem er aftur skipt í 99
kafla með alls 1095 vörunúmerum, auk rúmlega 200 númera, sem nýlega
hefur verið bætt við af ástæðum, sem síðar verður gerð grein fyrir. Þau
ríki, sem fullgilda Brussel-skrána, slculu lögfesta vöruflokkun hennar
ásamt þeim athugasemdum, sem fylgja hverjum flokki og kafla, og sama
gildir um almenn inngangsáltvæði um notkun skrárinnar. Eru aðildar-
ríkin bundin af skilgreiningu Brússel-skrárinnar á öllum vörunúmerum
hennar, en hins vegar getur hver aðili skipt hverju númeri i eins marga
undirliði og henta þykir, ef aðeins mörkin milli Brússel-númera raskast
ekki. Við samningu islenzku tollskrárinnar var farið skammt í þessu efni
og Brússel-númerum yfirleitt aðeins skipt þar, sem ákveðnir voru mis-
munandi tollar á vörum í sama Brússel-númeri eða talin var þörf á
skiptingu til upplýsingar í verzlunarskýrslum, enda getur sundurgreining
Hagstofunnar á vöruinnflutningi ekki orðið meiri en tollskrárinnar.
I Brússel-skránni eru vörur flokkaðar eftir efninu í þeim eins og
venja er í tollskrám. Hin tölufrædilega vöruskrá hagstofu Sameinuðu
þjóðanna (Standard International Trade Classification, skammstafað
SITC) er hins vegar miðuð við þarfir hagskýrslugerðar og hagrannsókna,
og því öðru vísi uppbyggð. Röð vörutegunda er þar önnur, því að flokkun
hennar er meira miðuð við notkun vara og vinnslustig en efni. Þessi töl-
fræðilega vöruskrá var gefin út á árinu 1950 og hefur hún verið notuð
síðan af flestum löndum, fyrst og fremst við skýrslugerð í þágu alþjóða-
stofnana og við samanburð hagtalna utanríkisverzlunar milli landa. Til
skamms tíma var ekki um að ræða fullt samræmi milli Brússel-skrárinnar