Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1968, Qupperneq 8
6*
V erzlunarskýrslur 1967
og vöruskrár hagstofu Sanieinuðu þjóðanna, þannig að hvert vörunúmer
í annarri skránni ætti sér „mótnúmer" með nákvæmlega sama innihaldi
í hinni. Dró þetta út notagildi skrárinnar og hagskýrslugerð á þessu sviði
torveldaðist, en þetta var lagfært, með því að bætt var áður nefndum
rúmlega 200 undirliðum við Brussel-skrána, jafnframt þvi sem ýmsar
breytingar voru gerðar á tölfræðilegu vöruskránni. Komust þessar tvær
skrár þar með i fullt samræmi hvor við aðra.
í Brussel-skránni eru 1319 vörunúmer að meðtöldum hinum rúmlega
200 nýtilkomnu undirliðum. í hinni endurskoðuðu tölfræðilegu skrá
(Standard International Trade Classification, Revised, sjá bókina Stati-
stical Papers, series M. No. 34, sem gefin er út af Sameinuðu þjóðunum,
New York 1961) eru 1312 vörunúmer, eða 7 færri en í Brússel-skránni.
Þessi munur stafar af því, að númer með gulli á mismunandi vinnslu-
stigum eru ekki í tölfræðilegu vöruskránni, þar sem gull er ekki talið
eiga heima i henni. í íslenzku tollskránni eru nú um 2000 vörunúmer,
eða tæplega 800 fleiri en í Brússel-skránni. Þessi viðbót stafar af skipt-
ingu á sumum númerum alþjóðlegu skrárinnar.
Hin endurskoðaða vöruskrá hagstofu Sameinuðu þjóðanna er þannig
uppbyggð: í 625 undirflokkum („subgroups“, táknaðir xxx.x) á hver vara
í milliríkjaviðskiptum sinn stað. Af þessum undirflokkum eru 278 skiptir
þannig að 944 númer („subsidiary headings“, táknuð xxx.xx) bætast við
625-f-278 númer, og verður heildartala vörunúmera þá 1312, eins og
áður segir. Hinir 625 undirflokkar skiptast á 177 vöruflokka („groups“,
táknaðir xxx), og þeir ganga upp í 56 vörudeildir („divisions", táknaðar
xx), sem að lokum mynda vörubálka („sections“, táknaðir x).
Verzlunarskýrslum fyrir árið 1967 er hagað á sömu lund og Verzl-
unarskýrslum 1966.
Aðaltafla innflutnings, tafla IV, er í tollskrárröð, en aðaltafla út-
flutnings, tafla V, í númeraröð hinnar endurskoðuðu vöruskrár hag-
stofu Sameinuðu þjóðanna, með ýtarlegri sundurgreiningu einstakra
liða miðað við islenzkar aðstæður. En fyrir hvert sundurliðað vöru-
númer í töflum þessum er innflutningi og útflutningi skipt á lönd. —
Töflur I—-II og yfirlit nr. 2 og 4 hér i inngangi eru samdráttartöflur og
fylgja þar af leiðandi flokkun hinnar tölfræðilegu vöruskrár hagstofu
Sameinuðu þjóðanna, sem er miðuð við þarfir hagskýrslugerðar.
Varðandi form og uppsetningu á aðaltöflum innflutnings (IV) og
útflutnings (V) visast að öðru leyti til skýringa í upphafi hvorrar töflu.
Einkum er vísað til liða 3—5 i skýringum við töflu IV.
Cif-verð, fob-verð o. fl. Fram að 1951 var innflutningurinn í Verzl-
unarskýrslum eingöngu talinn á cif-verði, þ. e. á verði vöru í útflutnings-
landinu (fob-verð), að viðbættum kostnaði, sem á fellur, þar til hún er
affermd á ákvörðunarstað. Er hér aðallega um að ræða flutningsgjald og
vátryggingu. Síðan í Verzlunarskýrslum 1951 hefur innflutningurinn
einnig verið gefinn upp á fob-verði í nokkrum töflum. Svo er nú í töfl-
um I og IV og í 2. yfirliti i inngangi. — í þeim kafla inngangsins, sem