Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1968, Síða 11
V erzlunarskýrslur 1967
9*
ákvað Seðlabankinn, með samþykki ríkisstjórnarinnar (sbr. 1. gr. laga
nr. 20/1962), nýtt stofngengi íslenzkrar krónu, er fól í sér 32,56% hækk-
un dollargengis, þ. e. 24,56% lækkun íslenzkrar krónu. Þetta nýja gengi
var ákveðið 24. nóv. 1967 og það kom til framkvæmda í bönkum mánu-
daginn 27. nóv. 1967. Fyrra stofngengið var 43 kr. hver bandarískur
dollar, og hafði það tekið gildi 4. ágúst 1961. — Við þetta hækkaði gengi
sterlingspunds um 15,2% og danskrar krónu — sem fylgdi gengislækkun
pundsins að hluta — um 22,9%. Gengi á gjaldeyri flestra annarra landa,
sem ísland á skipti við, hækkaði sama og dollargengið.
Hér á eftir er gerð grein fyrir, hvernig gengisbreytingin í nóvember
1967 verkar á tölur verzlunarskýrslna, eins og þær eru birtar í þessu
riti.
Innflutningur. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 69/1967, um ráðstafanir
vegna ákvörðunar Seðlabanka íslands um nýtt gengi íslenzkrar krónu,
skyldi, frá gildistöku þeirra 25. nóv. 1967, miða toll og önnur gjöld á inn-
fluttum vörum við verð þeirra reiknað á nýju gengi. Þó skyldi miða við
eldra gengi, ef fullnægjandi innflutningsskjöl hefðu verið afhent tollyfir-
valdi fyrir 19. nóv. 1967, enda færi tollafgreiðsla fram fyrir 1. des. 1967.
Hefði vara verið afhent innflytjanda með leyfi tollyfirvalds gegn trygg-
ingu fyrir greiðslu aðflutningsgjalda (,,deponering“), mátti þó tollaf-
greiða vöruna miðað við eldra gengi, ef fullnaðartollafgreiðsla ætti sér
stað innan tveggja mánaða frá gildistöku laganna. 1 samræmi við þetta
er allur innflutningur tollafgreiddur fyrir í. des. á eldra gengi reiknaður
á því í verzlunarskýrslum, en innflutningur tollafgreiddur í nóvember á
nýju gengi er talinn með innflutningi desembermánaðar og á nýju gengi.
Allur innflutningur frá og með desemberbgrjun 1967 er reiknaður á
mjju gengi i verzlunarskijrslum — einnig sá innflutningur, sem tollaf-
greiddur er á eldra gengi vegna fyrr greinds ákvæðis um tveggja mánaða
frest. — Það segir sig sjálft, að lengi eftir gengisbreytinguna í nóvember
1967 eru að koma til landsins vörur, sem greiddar hafa verið á eldra
gengi, en við samningu verzlunarskýrslna er ekki tekið tillit til þess,
heldur er allur innflutningur frá og með desembermánuði 1967 reiknaður
á nýju gengi. — Innflutningur skipa og flugvéla hefur að jafnaði verið
tekinn á skýrslu tvisvar á ári, innflutningur fyrri helmings árs með
júlítölum og innflutningur síðari helmings með desembertölum, en
vegna gengisbreytingar 24. nóv. 1967 eru skip og flugvélar innfluttar á
tímabilinu júlí—nóvember 1967 taldar með innflutningi nóvembermán-
aðar, svo að eigi blandist saman innflutningur á eldra og nýju gengi.
IJtflutningur. Samkvæmt 4. gr. laga nr. 69/1967 skyldi gjaldeyrir
fyrir útfluttar afurðir, framleiddar fyrir árslok 1967, keyptur á því gengi,
sem gilti fyrir 19. nóvember 1967. Þó gæti ríkisstjórnin ákveðið, að
þetta skyldi ekki taka til sumra afurða, og var svo um ýmsar vörur aðrar
en helztu sjávarvörur og landbúnaðarvörur. Til þess að innflutningur
og útflutningur fengi hliðstæða meðferð í verzlunarskýrslum, voru allar
vörur útfluttar til nóvemberloka 1967 teknar á skýrslu á eldra gengi, en
b