Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1968, Side 12
10*
Verzlunarskýrslur 1967
frá og með desemberbyrjun voru allar útfluttar vörur reiknaðar á nýju
gengi i verzlunarskýrslum.
Við gengislækkanir 1960 og 1961 var innflutningur og útflutningur
fyrir breytinguna færður til nýs gengis í Verzlunarskýrslum þessara ára,
svo að fram fengist rétt meðalverð á innfluttum og útfluttum vörum
miðað við verðlag eftir gengisbreytingu. Vandkvæði voru á að hafa þenn-
an hátt á við samningu Verzlunarskýrslna 1967, aðallega vegna þess að
gengislækkun sterlingspunds var önnur en flests annars erlends gjald-
eyris og ekki lá fyrir vitneskja um skiptingu innflutnings eftir gjald-
eyri, sem verð er skráð í. Þó að notagildi verðmætistalna innflutnings og
útflutnings 1967 rýrni nokkuð við það, að þær eru ekki reiknaðar á sama
gengi allt árið, er hér um að ræða tiltölulega lítinn ágalla, þar eð nýja
gengið tekur aðeins til eins af 12 mánuðum ársins. — í 7. yfirliti á bls.
30* í inngangi, i dálki lengst til hægri á opnunni, er sýndur útflutningur
desembermánaðar 1967 á eldra gengi eftir vörutegunudum, og í 2. kafla
þessa inngangs er i suinum tölum desbermánuður reiknaður á eldra
gengi samkvæmt áætlun. Annars staðar í þessu riti er útflutningur í
desember 1967 reiknaður á nýju gengi. Innflutningur í desember 1967 er
alls staðar í Verzlunarskýrslum 1967 á nýju gengi, nema í nokkrum töl-
um í 2. kafla þessa inngangs.
I árslok 1967 var skráð gengi Seðlabankans á erlendum gjaldeyri
sem hér segir (í kr. á tiltekna einingu):
Eining Kaup Sala
Sterlingspund 1 137,04 137,38
Bandarikjadollar 1 56,93 57,07
Kanadadollar 1 52,65 52,79
Dönsk króna 100 763,40 765,26
Norsk króna 100 796,92 798,88
Sœnsk króna 100 1103,15 1 105,85
Finnskt mark 100 1 356,14 1 359,48
Franskur nýfranki 100 1160,12 1 162,96
Belgiskur franki 100 114,72 115,00
Svissneskur franki 100 1 316,16 1 319,40
Gyllini 100 1 583,60 1 587,48
Tékknesk króna 100 790,70 792,64
Vestur-þýzkt niark 100 1 427,60 1 431,10
100 9,12 9,14
Austurriskur schillingur 100 220,60 221,14
Peseti 100 81,80 82,00
Á árinu 1967 voru svo sem venja er tíðar smábreytingar á gengi
sumra gjaldeyristegunda annars en bandarikjadollars, en þær verða ekki
raktar hér, þar sem það yrði of langt mál.
Innflutningstölur verzlunarskýrslna eru afleiðing umreiknings í ís-
lenzka mynt á sölugengi, en útflutningstölur eru aftur á móti miðaðar
við kaupgengi.