Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1968, Blaðsíða 23
Verzlunarskýrslur 1967
21*
Hluti kaffibætis af kaffineyzlunni samkvæmt yfirlitinu var sem hér
segir síðustu 5 árin (100 kg): 1963: 938, 1964: 896, 1965: 664, 1966:
614, 1967: 384.
4. yfirlit sýnir verðmæti innfluttrar vöru eftir mánuðum og vöru-
deildum. Skip og flugvélar er tekið á skýrslu hálfsárslega með innflutn-
ingi júni og desember. Fyrr í þessum kafla var gerð grein fyrir, hvernig
innflutningur skipa og flugvéla 1967 skiptist á árið.
Fyrir árin 1935—50, hvert um sig, var í inngangi Verzlunarskýrslna
tafla, er sýndi skiptingu innflutnings eftir notkun og vinnslustigi. Var
vörunum þar skipt í 2 aðalflokka, framleiðsluvörur og neyzluvörur, og
innan hvers flokks var annars vegar frekari sundurgreining eftir notkun
vara og hins vegar eftir vinnslustigi. Tafla þessi, sem var gerð eftir fyrir-
mynd hagstofu Þjóðabandalagsins gamla, var felld úr Verzlunarskýrslum
frá og með árinu 1951, þar eð hún taldist gagnslítil og jafnvel villandi.
Síðan var ekki birt nein slík skipting innflutnings eftir notkun vara fyrr en
í Verzlunarskýrslum 1959. í 5. yfirliti er sýnd skipting innflutnings 1967
eftir notkun vara og auk þess eftir innkaupasvæðum. — Flokkun inn-
flutningsins eftir notkun er miklum vandkvæðum bundin, fyrst og fremst
vegna þess að sumar vörutegundir falla á fleiri en einn hinna þriggja aðal-
flokka, auk þess sem þær geta talizt til tveggja eða fleiri undirflokka hvers
aðalflokks. í stað þess að skipta innflutningi hverrar slíkrar vörutegundar
eftir notkun hennar — en það er óframkvæmanlegt — hefur hér verið
farin sú leið að skipa slíkum vörum þar í flokk, sem notkun þeirra er
talin mest. Eldsneytisvörur (olíur, benzín og kol) hafa hér sérstöðu, bæði
vegna þýðingar þeirra og margbreytni í notkun, og var sú leið farin að
setja þær í sérstakan lið í rekstrarvöruflokknum. í þvi sambandi verður
að hafa í huga, að heildarverðmæti neyzluvöruflokksins er í yfirlitinu
talið of lágt svarandi til þess hluta eldsneytisinnflutningsins, sem fer til
neyzlu (t. d. benzín á fólksbíla, olía til húsakyndingar). Sömuleiðis má
halda því fram, að t. d. fólksbílar, sem taldir eru með fjárfestingarvörum,
ættu frekar að vera i neyzluvöruflokknum, ekki síður en aðrar varanlegar
neyzluvörur þar, svo sem rafmagnsheimilistæki. Þessi dæmi eru tekin hér
aðeins til þess að skýra yfirlitið um flokkun innflutningsins og stuðla
að þvi, að menn noti niðurstöður þess með varfærni. — Rétt er að geta
þess sérstaklega, að allar hrávörur og efnivörur til innlendrar neyzluvöru-
framleiðslu eru í 5. yfirliti taldar neyzluvörur, en ekki rekstrarvörur.
Innflutningur vegna Búrfellsvirkjunar og til byggingar álbræðslu
í Straumsvík. Innflutningur 1967 vegna Búrfellsvirkjunar nam alls 166,5
millj. kr. að cif-verðmæti og er hann innifalinn í innflutningstölum
ársins 1967, eins og var 1966. Meðtalinn i þessari fjárhæð er innflutningur
vegna stækkunar á gufuaflsstöðinni við Elliðaár, sein er þáttur í fram-
kvæmdum samkvæmt lögum nr. 59/1965, um Landsvirkjun, og mun
hann hafa numið um 1,5 millj. kr. 1967. Samkvæmt 13. gr. þessara laga
slcal fella niður aðflutningsgjöld og söluskatt af efni, tækjum og vélum