Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1968, Side 36
34*
Verilunarskýrslur 1967
árs. Reiknað flutningsgjald fyrir isfisk til Vestur-Þýzkalands var 930 kr. á
tonn. í Vestur-Þýzkalandi er leiga á löndunartækjum og annar beinn lönd-
unarkostnaður lægri en í Bretlandi, svo að ekki þykir ástæða til að gera
sérstakan frádrátt fyrir honum. — ísfiskur útfluttur í desember 1967 er
reiknaður á nýju gengi, en þó er frádráttur vegna flutningskostnaðar og
50 au. á kg landaðs fisks í Bretlandi látinn haldast óbreyttur. — Hér fer
á eftir sundurgreining á verðmæti isfisksútflutningsins 1967 (í þús. kr.):
Bretland V-Þýzkaland Samtals
FOB-verð skv. verzlunarskýrslum ....................... 83 011 57 777 140 788
Reiknaður flutningskostnaður........................... 10 012 8 424 18 436
Áœtlaður sölukostnaður og tollur ...................... 22 512 18 554 41 066
Brúttðsðlur ........................................... 115 535 84 755 200 290
ísvarin síld flutt út með isfiskskipum (2,1 millj. kr. fob) er meðtalin
i þessum tölum, en ekki sú, sem flutt var út með íslenzkum eða erlendum
vöruflutningaskipum eða flugvélum (0,4 millj. kr. fob). Ekki var á árinu
fluttur út isfiskur með öðrum flutningatækjum en fiskiskipum þeim,
sem hans höfðu aflað. Frystur fiskur fluttur til útlanda með ísfiskskip-
um (0,5 millj. kr. fob) er eklci meðtalinn í ofan greindum tölum, heldur
ekki ný síld til bræðslu flutt út af miðum með veiðiskipum (12,2 millj.
kr. fob), enda er hún ekki isuð.
Það skal tekið fram, að togarar, sem selja isfisk erlendis, nota stóran
hluta af andvirðinu til kaupa á rekstrarvörum, vistum o. fl., svo og
til greiðslu á skipshafnarpeningum, en slíkt er ekki innifalið i áður nefnd-
um hundraðshluta, sem dreginn er frá brúttósölum, þegar fob-verðið er
reiknað út. Skortir því mjög mikið á, að gjaldeyri svarandi til fob-verðs
sé skilað til bankanna.
Á árinu 1967 voru 4 skip seld úr landi fyrir samtals 63,2 millj. kr.:
Vöruflutningaskipin Drangajökull og Langjökull til Norður-Kóreu fyrir
samtals 60,0 millj. kr., og togararnir Haukur til Noregs og Skúli Magnús-
son (til niðurrifs) til Belgíu fyrir samtals 3,2 millj. kr. Vöruflutninga-
skipin voru 6 og 8 ára gömul, en togararnir 16 og 19 ára gamlir.
6. yfirlit sýnir, hve mikilli verðupphæð útflutta varan hefur numið
síðan um aldamót. Eru vörurnar þar flokkaðar eftir þvi, frá hvaða at-
vinnuvegi þær stafa. Enn fremur er sýnt með hlutfallstölum, hve mikill
hluti verðmætisins stafar árlega frá hverjum atvinnuvegi.
1 7. yfirliti er sýnt, hvernig magn og verðmæti útflutningsins 1967
skiptist á mánuði. I dálki lengst til hægri á siðari opnu yfirlitsins er
sýnt verðmæti útflutnings í desember 1967, reiknað á eldra gengi.