Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1970, Side 9
Verzlunarskýrslur 1969
7
lenzka mj'nt á sölugengi, en útflutningstölur eru aftur á móti miðaðar
við kaupgengi.
Innflutningsskýrslurnar eru gerðar eftir tollskýrslum innflytjenda,
sem Hagstofan fær samrit af. Skýrslutöku skipa og flugvéla, sem fluttar
eru til landsins, er þó öðru vísi háttað. Slcýrslu um slíkan innflutning fær
Hagstofan yfirleitt ekki frá tollyfirvöldunum, heldur beint frá hlutað-
eigandi innflytjendum. Upplýsa þeir, hver sé byggingarkostnaður eða
kaupverð hvers skips eða flugvélar. Þar við leggst áætlaður heiml'lutn-
ingskostnaður og kemur þá fram verðmætið, sem tekið er i verzlunar-
skýrslur. Skipainnflutningurinn liefur frá og með árinu 1949 verið tek-
inn á skýrslu hálfsárslega, þ. e. með innflutningi júnímánaðar og des-
embermánaðar, nema þegar sérstök ástæða hefur verið til annars, í sam-
handi við gengisbreytingar. Sömu reglu hefur verið fylgt um flugvélainn-
flutninginn. — I kaflanum um innfluttar vörur síðar í innganginum er
gerð nánari grein fyrir innflutningi flugvéla og skipa 1969. — Útflutt
skip hafa að jafnaði verið tekin á skýrslu hálfsárslega. í kaflanum um
útfluttar vörur síðar í innganginum er gerð grein fyrir sölu skipa úr
landi 1969.
Útflutningurinn er í verzlunarskýrslum talinn á söluverði afurða
með umbúðum, fluttra um borð í skip (fob) á þeirri höt'n, er þær fyrst
fara frá. Er hér yfirleitt miðað við verðið samkvæmt sölureikningi útflytj-
anda. Sé um að ræða greiðslu umboðslauna til erlends aðila og það heimil-
að í útflutningsleyfinu, er upphæð þeirra dregin frá, til þess að hreint fob-
verð komi fram. — Fob-verð vöru, sem seld er úr landi með cif-skilmálum,
er fundið með því að draga frá cif-verðmætinu flutningskostnað og trygg-
ingu, ásamt umboðslaunum, ef nokkur eru. — Nettóverðið til útflytjand-
ans er fob-verðið samkvæmt verzlunarskýrslum að frádregnum gjöldum á
útflutningi. í kjölfar gengisbreytingar í nóv. 1968 var útflutningsgjaldi
af sjávarafurðum breytt frá og með ársbyrjun 1969, sjá II. kafla laga nr.
79/1968, um ráðstafanir i sjávarútvegi vegna breytingar gengis íslenzkrar
krónu. Vísast til þeirra laga. Auk hins almenna útflutningsgjalds á sjáv-
arafurðum, greiða útflytjendur þeirra gjald af fob-verði i Aflatrygginga-
sjóð sjávarútvegsins, þó ekki af afurðum frá hvalveiðum og selveiðum,
sbr. lög nr. 77/1962. Gjald þetta var frá og með 19. febrúar 1969 hækkað úr
1Ví% í 2%% með lögum nr. 74/1969, um breyting á lögum nr. 77/1962.
Þá skal greiða 1%% af fob-verðmæti sjávarafurða til ferskfiskeftirlits,
sbr. lög nr. 42/1960. Loks er innheimt sérstakt gjald af útfluttum síld-
arafurðum, sjá lög nr. 40/1966, einnig sildarmatsgjald og síldarsölu-
gjald. — Engin gjöld eru á útfluttum landbúnaðarafurðum og iðnaðar-
vörum.
Við ákvörðun á útflutningsvcrömæti isfisks í verzlunarskýrslum
gilda sérstakar reglur, sem gerð er grein fyrir í kaflanum um útfluttar
vörur síðar í inngangi þessum.
Allmikið er um það, að útflutningsverðmæti sc úætlað í skýrslunum,
þ. e. að reiknað sé með því verðmæti, sem tilgreint er í útflutningsleyfi