Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1970, Síða 17
Verzlunarskýrslur 1969
15*
2. yfirlit sýnir verðmæti innflutningsvaranna bæði cif og fob eftir
vörudeildum. Ef skip og flugvélar er undanskilið nemur fob-verðmæti
innflutningsins 1969 alls 8 874 251 þús. kr., en cif-verðið 9 897 691 þús.
kr. Fob-verðmæti innflutningsins 1969 að undanskildum skipum og flug-
vélum var þannig 89,7% af cif-verðmætinu. — Ef litið er á einstaka
flokka, sést, að hlutfallið milli fob-verðs og cif-verðs er mjög mismun-
andi, og enn meiri verða frávikin til beggja handa, ef litið er á ein-
stakar vörutegundir.
Til þess að fá vitneskju um, hvernig mismunur cif- og fob-verðs
skiplist á vátryggingu og flutningskostnað, er tryggingaiðgjald áætlað
1 % af cif-verði flestra vara, nema á sekkjavöru í vörudeildum 04,06,08,
og 56, þar er tryggingaiðgjald reiknað 0,83% af cifverði. Svo er
einnig á kolum (32). Tryggingaiðgjald á tirnbri í vörudeildum 24 og 63
er reiknað 0,94% af cif-verði, á salti (í 27. vörudeild) 0,55%, og á olíum
og benzíni (i 33. vörudeild) 0,3%. Á bifreiðum í 73. vörudeild er trygg-
ingaiðgjald reiknað 2,75% af cif-verði. — Að svo miklu leyti sem trygg-
ingaiðgjald kann að vera of hátt eða of lágt í 2. yfirliti, er flutningskostn-
aður o. fl. talið þar tilsvarandi of lágt eða of hátt.
Innflutningsverðmæti skipa og flugvéla. Á árinu 1969 var flutt inn
eitt skip (talið með innfl. desembermánaðar): m/s Ljósafoss, 1831 smá-
lest brúttó, vöruflutningaskip úr stáli, smíðað 1961, flutt inn frá Hollandi,
verð 47,0 millj. kr. — Fjórar flugvélar voru fluttar inn á árinu, þrjár þeirra
taldar með innflutningi júnimánaðar. Flughjálp h/f fékk tvær þeirra
frá Hollandi fyrir 1 397 þús. kr. alls, en Flugstöðin h/f þá þriðju frá
Bretlandi fyrir 1 796 þús. kr. Fjórðu flugvélina fékk Flughjálp h/f frá
Hollandi fyrir 440 þús. kr.
í 3. yfirliti er sýnd árleg negzla nokkarra vara á hverju 5 ára skeiði,
síðan um 1880 og á hverju ári síðustu árin, bæði í heild og á hvern
einstakling. Að því er snertir kaffi, sykur og tóbak er miðað við innflutt
magn og talið, að það jafngildi neyzlunni. Sama er að segja um öl framan
af þessu tímabili, en eftir að komið var á fót reglulegri ölframleiðslu i
landinu er hér miðað við innlent framleiðslumagn. — Vert er að hafa
það í huga, að innflutt vörumagn segir ekki rétt til um neyzlumagn, nema
birgðir séu hinar sömu við bvrjun og lok viðkomandi árs, en jjar getur
munað miklu.
Tölurnar, er sýna áfengisneyzluna, þarfnast sérstakra skýringa. Árin
1881—1935 er miðað við innflutt áfengismagn og talið, að jiað jafngildi
neyzlunni. Þá er og allur innfluttur vínandi talinn áfengisnej7zla, þó að
hluti bans hafi farið til annarra nota. Upplýsingar eru ekki fyrir hendi
um, hve stór sá hluti hefur verið, en hins vegar má gera ráð fyrir, að
meginhluti vínandans hafi á þessu tímabili farið til drykkjar. — Frá
árinu 1935 er miðað við sölu Áfengisverzlunar ríkisins á sterkum drykkjum
og léttum vínum og hún talin jafngilda neyzlunni, en vínandainnflutning-
urinn er ekki meðtalinn, enda er sá hluti hans, sem farið hefir til fram-
Ieiðslu brennivins og ákavítis hjá Áfengisverzluninni, talinn í sölu hennar