Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1970, Síða 36
34*
Verzlunarskýrslur 1969
í tðflu I á bls. 2—3 er sýnd þyngd og verðmæti útflutningsins eftir
vörudeildum hinnar endurskoðuðu vöruskrár hagstofu Sameinuðu þjóð-
anna. í töflu III á bls. 20—23 er sýnt verðmæti helztu útflutningsafurða
innan hverrar vörudeildar sörnu skrár, með skiptingu á lönd.
Eins og greint var frá í 1. kafla inngangsins, er útflutningurinn í
verzlunarskýrslum talinn á söluverði afurða með umbúðum, fluttur um
borð í skip (fob) á þeirri höfn, er þær fara fyrst frá samkvæmt sölu-
reikningi útflytjanda. Þessi regla getur ekki átt við isfisk, sem islenzk
skip seljn i erlendum höfnum, og gilda þvi um verðákvörðun hans í
verzlunarskýrslum sérstakar reglur. Til ársloka 1967 var, auk löndunar-
og sölukostnaðar o. fl., dregin frá brúttósöluandvirði ísfisks ákveðin fjár-
hæð á tonn fyrir flulningskostnaði, en þessu var hætt frá og með árs-
byrjun 1968. Á árinu 1969 fylgdi Fiskifélag íslands þessum reglum við
útreikning á fob-verði isfisks og var hann tekinn i útflutningsskýrslur
samkvæmt því: Til Bretlands: Löndunarkostnaður 80 au. á kg, tollur
8,4%, sölukostnaður 3,0%, hafnargjöld o. fl. 2,1%, allt af brúttósöluand-
virði. Til V-Þýzkalands: Löndunarkostnaður 83 au. á kg, tollur á karfa
12,2% í jan.—febr., 13% í marz—júli, 7,4% í ág.—des. Tollur á öðrum
ísfiski (þó ekki síld og makríl) 13% í jan.—júlí, 7.5% í ág.—des., á
ufsa þó 9% tollur allt árið. Sölukostnaður 2%, hafnargjöld o. fl. 5%. —
Fyrir síld og makríl til Bretlands og Færeyja var aðeins um að ræða 2%
frádrátt frá brúttósöluandvirði, til Noregs 2,5%, til Danmerkur 6%.
Fyrir sild og makríl til Bandarikjanna var enginn frádráttur — þar fór
umskipun fram á opnu hafi. Frádráttur fyrir sild og makríl til V.-
Þýzkalands: Löndunarkostnaður 37 au. á kg, tollur 2,5%, sölukostnaður
4,25%, hafnargjöld o. fl. 1,5%. — Allt miðað við brúttósöluandvirði.
— Hinn lági frádráttur á síld, ísvarinni og nýrri, til Bretlands, Færeyja
og Noregs stafar af því, að kaupandi grciddi hluta af kostnaði við lönd-
un og/eða sölu.
Það skal tekið fram, að fiskiskip, sem selja ísfisk erlendis, nota stóran
hluta af andvirðinu til kaupa á rekstrarvörum, vistum o. fl., svo og til
greiðslu á skipshafnarpeningum, en slíkt er ekki innifalið í áður nefnd-
um frádrætti til útreiknings á fob-verðmæti. Skortir því mjög mikið
á, að gjaldeyri svarandi til fob-verðs sé skilað til bankanna.
Útflutningsverðmæti skipa, sem flutt voru út á árinu 1969, nam alls
119,6 millj. kr., og fer hér á eftir skrá yfir þau (upplýsingar í þessari
röð: Skipsheiti og tegund, smíðaár, kaupland, smálestatala, brúttó, fob-
verðmæti í þús. kr.):