Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1970, Blaðsíða 43
Verzlimarskýrslur 1969
41*
Að sjálfsögðu eru það aðallega tiltölulega fyrirferðarlitlar vörur, og vörur
með háum tolli, sem færðar eru í tollvörugeymslu. — Það skal tekið fram,
að Hagstofan telur allar vörur í vörusendingu fluttar inn, þegar þær eru
færðar í tollvörugeymslu eftir komu þeirra til landsins í farmrými skips
cða flugvélar, cða í pósti, — en ekki þegar einstakir hlutar vörusendingar
eru endanlega tollafgreiddir og afhentir innflytjanda.
7. Tollamir.
Customs duties.
Hér skal gerð grein fyrir þeim gjöldum, sein voru á innfluttum
vörum á árinu 1969.
Með 4. gr. laga nr. 24 20. maí 1969, um breytingu á vegalögum, nr.
71/1963, var hið sérstaka innflutningsgjald af benzíni hækkað úr kr.
4,67 í kr. 5,67 á lítra. Gjald af hjólbörðum og gúmmíslöngum hélzt
óbreytt, kr. 36,00 á kg.
Með reglugerð nr. 71 7. marz 1969, sem gefin var út með stoð í 16
gr. (sbr. 35. gr.) laga nr. 4/1960, um efnahagsmál, var reglum um gjald
af fob-verði bifreiða og bifhjóla breytt. Var gjald af gjaldskyldum bif-
reiðum, öðrum en jeppum, lækkað úr 90% í 60%. Gjald af jeppum, sem
var 30%, og af bifhjólum, sem var 25%, var lækkað i 15%. Undanþegnar
þessu gjaldi eru bifreiðar 3 tonn eða meira að burðarmagni, almennings-
bifreiðar, sjúkra-, bruna- og snjóbifreiðar, svo og bifreiðar, sem eru
hvort tveggja lögreglu- og sjúkrabifreiðar. — Sérreglur giltu áfram um
gjald þetta af leigubifreiðum til mannflutninga og af atvinnusendiferða-
bifreiðum. — Með auglýsingu nr. 333, 31. des. 1969 var fyrrnefnd reglu-
gerð, 71/1969, fclld úr gildi frá og mcð 1. marz 1970.
Mcð lögum nr. 80 31. dcs. 1968 var gerð breyting á lögum nr. 7/1963
uin tollskrá o. fl. Voru þau lög svo breytt og með fyrri breytingum síðan
gefin út að nýju sem lög nr. 3/1969. Tilgangur þessarar lagasetningar var
fyrst og fremst sá, að fclla inn i íslenzku tollskrána ýmsar breytingar á
vörusundurgreiningu og textum, sem gerðar höfðu verið á Brussel-skránni
síðan tollskrárlög 1963 voru sett. Breytingar á tolltöxtum voru hins veg-
ar óverulegar.
Samkvæmt upplýsingum Rikisbókhaldsins voru tekjur af innfluttum
vörum sem hér segir, í millj. kr.: