Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1970, Síða 44
42*
Verzlunarskýrslur 1969
1968 1969
Aðflutningsgjöld samkvœmt tollskrá1) ........................ 2 064,1 2 457,6
Benzíngjald2)...................................................... 298,6 345,7
Gúmmígjald2) ....................................................... 30,1 29,3
Fob-gjald af bifrciðum og bifhjólum................................ 101,2 40,0
Alls 2 494,0 2 872,6
Söluskattur af vörum til eigin nota eða neyzlu innflytjanda — en
ekki til endursölu — er ekki meðtalinn í ofan greindum fjárhæðum.
Hinn almenni söluskattur á innlendum viðskiptum var óbreyttur frá
árinu áður, 7%%. Samkvæmt j-lið 4. gr. laga nr. 10/1960, um söluskatl,
skal söluskattur af vörum til eigin nota eða neyzlu innflytjenda leggjast
á tollverð vöru að viðbættum aðflutningsgjöldum og 10% áætlaðri álagn-
ingu. Tekjur af þessu gjaldi voru 89,6 millj. kr. 1968, en 72,3 millj. kr.
1969, hvort tveggja áður en 8% hluti Jöfnunarsjóðs dregst frá.
Ofan greindur samanburður á tekjum af innfluttum vörum sýnir
15,2% hækkun þeirra frá 1968 til 1969. Heildarverðmæti innflutnings
hækkaði hins vegar um 31,3% frá 1968 til 1969. Sé innflutningi skipa og
flugvéla sleppt bæði árin — en á þeim eru engin gjöld — er hæklcun
innflutningsverðmætisins 34,9%. Sé enn fremur sleppt innflutningi til
Búrfells-virkjunar og til íslenzka álfélagsins h.f. — en hann er undanþeg-
inn aðflutningsgjöldum — hækkar innflutningsverðmæti um 31,3% milli
umræddra ára.
Hér á eftir er sýnd skipting cif-verðmætis innflutnings 1969 eftir
tollhæð, bæði i beinum tölum og hlutfallstölum. Rétt er að taka það
fram, að í eftirfarandi yfirliti er ekki tekið tillit til niðurfellingar og
endurgreiðslu tolls samkvæmt heimildum í 3. gr. tollskrárlaga, en þær
skipta þó nokkru máli, aðallega í lollflokkum 35%, 30% og 25%. Þá
er og innflutningur til Búrfells-virkjunar (321,5 millj. kr.) og íslenzka ál-
félagsins h.f. (1 538,7 millj. kr.), sem er tollfrjáls, ekki talinn vera með 0%
toll, heldur cr hann flokkaður til þeirra tolltaxta, sem eru á viðkomandi
lollskrárnúinerum. Yfirlitið hér á eftir er af þessum sökum ekki góð
heimild um tekjur rikissjóðs af innflutningi i einstökuin lollskrár-
númerum.
1) Innifalin i aðflutningsgjölduin eru: 5% hluti Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga (1968
99,8 inillj. kr., 1969 119,0 millj. kr.), tollstöðvagjald og byggingarsjóðsgjald (livort uni
sig %% af aðflutningsgjöldum, samtals 1968 20,0 millj. kr., 1969 23,8 millj. kr.), sjón-
varpstollur (1968 49,0 millj. kr., 1969 51,0 millj. kr.) og sérstakt gjald af byggingarefni
til Rannsóknarstofnunar hyggingariðnaðarins (1968 1,4 millj. kr., 1969 3,1 millj. kr.).
2) Rcnnur óskipt til vegamála.