Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1972, Qupperneq 18
16*
Verzlunarskýrslur 1971
eða höfn afhending vörunnar er miðuð. Eitthvað kveður að þvi, að vörur
séu seldar cif íslenzka innflutningshöfn. í slíkum tilfellum er tilsvar-
andi fob-verð áætlað af tollyfirvöldum.
Frá og með Verzlunarskýrslum 1966 þarf innflutningur frá landi að
nema minnst 50 þús. kr., til þess að hann sé tilgreindur sérstaklega í
töflu IV — nema um sé að ræða eitt land, sem svo er ástatt um.
2. yfirlit sýnir verðmæti innflutningsvaranna bæði cif og fob eftir
vörudeildum. Ef skip og flugvélar er undanskilið nemur fob-verðmæti
innflutningsins 1971 alls 14 946 236 þús. kr., en cif-verðið 16 679 827 þús.
kr. Fob-verðmæti innflutnings 1971 að undanskildum skipum og flug-
vélum var þannig 89,6% af cif-verðmætinu. — Ef litið er á einstaka
flokka, sést, að hlutfallið milli fob-verðs og cif-verðs er mjög mismun-
andi, og enn meiri verða frávikin til beggja handa, ef litið er á ein-
stakar vörutegundir.
Til þess að fá vitneskju um, hvernig mismunur cif- og fob-verðs
skiptist á vátryggingu og flutningskostnað, er tryggingaiðgjald áætlað
1% af cif-verði flestra vara, nema á sekkjavöru í vörudeildum 04,06,08,
og 56, þar er tryggingaiðgjald reiknað 0,83% af cifverði. Svo er
einnig á kolum (32). Tryggingaiðgjald á timbri i vörudeildum 24 og 63
er reiknað 0,94% af cif-verði, á salti (í 27. vörudeild) 0,55%, og á olíum
og benzíni (í 33. vörudeild) 0,3%. Á bifreiðum í 73. vörudeild er trygg-
ingaiðgjald reiknað 2,75% af cif-verði. — Að svo miklu leyti sem trygg-
ingaiðgjald kann að vera of hátt eða of lágt í 2. yfirliti, er flutningskostn-
aður o. fl. talið þar tilsvarandi of lágt eða of hátt.
Innflutningsverðmæti skipa, sem flutt voru inn 1971 (tollskrárnr.
89.01.22 og 23) nam alls 678 134 þús. kr„ og fer hér á eftir skrá yfir þau
(öll vélskip og úr stáli):
Rúmlestir Innflutn.verð
brúttó þús. kr.
Freyja RE-38 frá Englandi, flskiskip .................................. 308 9 300
Litlafell frá V-Þýzkalandi, farskip ................................... 893 34 524
Mánafoss frá Danmörku, farskip....................................... 3 004 203 810
Hegranes SK-2 frá Frakklandi, flskiskip ............................... 256 44 051
Skálafell ÁR-20 frá Noregi, flskiskip.................................. 103 14 694
Gissur ÁR-6 frá Noregi, fískiskip...................................... 115 16 280
Skaftafell frá V-Þýzkalandi, farskip................................. 1 417 161 284
Hvassafcll frá V-Þýzkalandi, farskip ................................ 1 759 167 700
Jón Oddur GK-104 frá Noregi, fískiskip ................................ 124 26 491
Samtals 7 979 678 134
I verði skipa eru talin öll tæki, sem talin eru hluti af þeim svo og'
heimsiglingarkostnaður. Fyrir getur komið, að tæki, sem talin eru í inn-
flutningsverði, séu keypt hér á landi og því tvítalin í innflutningi. —
Þrjú hin síðast töldu skip eru talin með innflutningi desembermánaðar,
en hin með innflutningi júnímánaðar.
Á árinu 1971 voru fluttar inn 12 flugvélar að verðmæti alls 1 573 551