Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1972, Síða 48
46*
Verzlunarskýrslur 1971
Með lögum nr. 100 28. desember 1970, um breyting á tollskrárlög-
um, sem tóku gildi 1. janúar 1971, var ákveðin lækkun tolls á allmörg-
um vörum, svo sem skrifstofuvélum, nokkrum öðrum vélum, verkfær-
um og tækjum, á ýmsum efnivörum úr plasti, o. fl.
Samkvæmt upplýsingum Ríkisbókhaldsins voru tekjur af innfluttum
vörum sem hér segir, í millj. kr.:
1970 1971
Aðflutningsgjöld samkvæmt tollskrá1) ......................... 3 010,0 3 990,8
Benzíngjald2)................................................. 382,5 570,3
Gúmmígjald2) ................................................. 41,7 57,4
Fob-gjald af bifreiðum og bifbjólum, eftirstöðvar, nettó ..... — 9,4 0,3
AUs 3 424,8 4 618,8
Söluskattur af vörum til eigin nota eða neyzlu innflytjanda — en
ekki til endursölu — er ekki meðtalinn í ofan greindum fjárhæðum.
Hinn almenni söluskattur á innlendum viðskipum var frá 1. marz 1970
(sbr. lög nr. 3/1970) hækkaður úr 7%% í 11%. Samkv. j-lið 4. gr. laga
nr. 10/1960, um söluskatt, skal söluskattur af vörum til eigin nota eða
neyzlu innflytjenda leggjast á tollverð vöru að viðbættum aðflutnings-
gjöldum og 10% áætlaðri álagningu. Tekjur af þessu gjaldi voru 122,0
millj. kr. 1970, en 196,8 millj. kr. 1971, hvort tveggja áður en 8% hluti
Jöfnunarsjóðs dregst frá.
Ofan greindur samanburður á tekjum af innfluttum vörum (að frá-
töldum söluskatti) sýnir 34,9% hækkun þeirra frá 1970 til 1971. Heild-
arverðmæti innflutnings hækkaði hins vegar um 38,7% frá 1970 til 1971.
Sé innflutningi skipa og flugvéla sleppt bæði árin — en á þeim eru engin
gjöld — er hækkun innflutningsverðmætisins 30,4%. Sé enn fremur sleppt
innflutningi til Búrfells-virkjunar og til íslenzka álfélagsins h.f. — en
hann er undanþeginn aðflutningsgjöldum — hækkar innflutningsverð-
mæti um 27,7% milli umræddra ára. Hækkun tekna af innflutningi var
hins vegar, eins og áður segir, 34,9%.
Hér á eftir er sýnd skipting cif-verðmætis innflutnings 1970 og 71 eftir
tollhæð, bæði í beinum tölum og hlutfallstölum. Rétt er að taka það
fram, að í eftirfarandi yfirliti er ekki tekið tillit til niðurfellingar og
endurgreiðslu tolls samkvæmt heimildum í 3. gr. tollskrárlaga, en þær
skipta þó nokkru máli. Þá er og innflutningur til Búrfells-virkjunar
og íslenzka álfélagsins h.f., sem er tollfrjáls, ekki talinn vera með 0%
toll, heldur er hann flokkaður til þeirra tolltaxta, sem eru á viðkomandi
tollskrárnúmerum. Yfirlitið hér á eftir er af þessum sökum ekki góð
1) Innifalin i aðflutningsgjöldum eru: 5% hluti Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga (1970
147,2 millj. kr., 1971 196,1 millj. kr.), tollstöðvagjald og byggingarsjóðsgjald (hvort
um sig %% af aðflutningsgjöldum, samtals (1970 29,4 millj. kr., 1971 39,2 millj. kr.),
sjónvarpstollur (1970 32,3 millj. kr., 1971 24,0 millj kr.) og sérstakt gjald af bygging-
arefni til Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins (1970 4,3 millj. kr., 1971 4,6
millj. kr.
2) Rennur óskipt til vegamála.