Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1979, Qupperneq 10
8*
Verslunarskýrslur 1978
sem komu til framkvæmda 1. maí 1963, var vörumagnstollur felldur niður á öllum
vörum, nema á salti og eldsneyti, þar sem þýðingarlaus vörumagnstollur var látinn
haldast óbreyttur, og á kartöflur og á lýstar og framkallaðar kvikmyndafilmur var
lagður vörumagnstollur í stað verðtolls. Frá 1. janúar 1977 var vörumagnstollur
einnig felldur niður á þessum vörum, að undanskilinni gasolíu og brennsluolíu. —
Vegna ýmissa annmarka á að miða innflutning við brúttóþyngd, var ákveðið að
reikna þyngd hans nettó frá og með 1. maí 1963, er nýja tollskráin kom til
framkvæmda. í því sambandi er rétt að geta þess að í verslunarskýrslum flestra
landa er innflutningur miðaður við nettóþyngd.
Farmgjöld. Öll millilandafarmgjöld íslenskra skipaútgerða eru verðskráð í
erlendum gjaldeyri, og fóru þau því almennt hækkandi í íslenskum krónum á
árinu 1978 vegna gengissigs (sjá það, sem segir hér á eftir um gjaldeyrisgengi).
Tvisvar á síðastliðnu ári var krónan verðfelld í einu stökki, hinn 10. febrúar 1978,
er erlent gjaldeyrisgengi hækkaði 14,9%, og hinn 6. september 1978, er það
hækkaði 17,6%. Eftir fyrri gengisfellinguna var fyrst heimiluð 10% hækkun
stykkjavörufarmgjalda í íslenskum krónum. Síðan var 15. mars heimiluð viðbót-
ar-taxtahækkun um vegin 15% í íslenskum krónum. Var þá gengi til útreiknings
farmgjalda rétt af í full 14,9% og mismunurinn notaður til hækkunar á töxtum.
Þessi tilfærsla var ekki látin ganga jafnt yfir, heldur voru stykkjavörufarmgjöld frá
sumum löndum látin standa óbreytt, en hækkuð þeim mun meir frá öðrum
löndum til þess að bæta úr áorðinni innbyrðis röskun farmgjalda vegna gengis-
breytinga. Við gengisfellinguna 6. september var heimiluð 12—13% farmgjalda-
hækkun, á móti 17,6% hækkun erlends gjaldeyrisgengis. — Samkvæmt því, er nú
hefur verið rakið, má segja, að á árinu 1978 hafi ekki — þegar á heildina er litið —
orðið verulegar breytingar á stykkjavörufarmgjöldum í erlendum gjaldeyri. —
Farmgjöld fyrir stórflutning til landsins (timbur, járn, áburður, laust korn o. fl.)
hækkuðu um 15% í íslenskum krónum hinn 15. mars 1978, en við gengis-
fellinguna í september var vegna samkeppnisaðstæðna ekki talið fært að hækka
þessi farmgjöld að neinu ráði.—Farmgjöldútfluttrar vöru hækkuðu 15% hinn 15.
mars 1978 og 17,6% í september, í kjölfar umræddra gengisfellinga. — Það skal
tekið fram, að farmgjöld stórflutnings og útfluttrar vöru eru óbundin verð-
lagsákvæðum. — Farmgjöld fyrir stórflutning á frystum fiski til Evrópulanda, sem
samið er um sérstaklega milli hlutaðeigenda, hækkuðu frá ársbyrjun 1978 úr $93 í
$95 á tonn og hélst svo til ársloka. Frá sama tíma hækkuðu farmgjöld fyrir frystan
fisk til Bandaríkjanna úr $93 í $101 á tonn, og sá taxti hélst einnig óbreyttur til
ársloka. — Hér hefur aðeins verið getið meginbreytinga á farmgjöldum 1978, til
þess að gefa mynd af þróun þessara mála í stórum dráttum. Framan greindar
upplýsingar eru frá Eimskipafélagi íslands, en líkt mun hafa gerst hjá öðrum
farskipaútgerðum.
Gjaldeyrisgengi. Á bls. 8*—9* í inngangi Verslunarskýrslna 1977 er skýrt frá
breytingum á gengi íslensku krónunnar á árinu 1977. í árslok 1977 var dollar-
gengi kr. 212,80 kaup og kr. 213,40sala, en í árslok 1978 var það kr. 317,70 kaup
og kr. 318,50 sala. Þessi 49,3% hækkun dollargengis stafaði annars vegar af 2
almennum gengisfellingum krónunnar á árinu. Með þeirri fyrri, 10. febrúar 1978,
hækkaði erlenda gengið 14,9%, og með þeirri síðari, 6. september 1978, hækkaði
það 17,6%. Hins vegar var hér um að ræða áframhaldandi gengissig krónunnar.
Gengi hennar seig allhratt frá ársbyrjun og fram að gengisfellingu í febrúar, og
einnig eftir gengisfellinguna í september og til ársloka. — Að því er varðar
gengisbreytingar 1978 og áhrif þeirra á tölur verslunarskýrslna vísast til sérstakra