Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1979, Blaðsíða 11
Verslunarskýrslur 1978
9*
greina þar að lútandi á bls. 63 og 198 í Hagtíðindum 1978, svo og til neðanmáls-
greina við töflu um útflutning og innflutning eftir mánuðum, sem birtist í hverju
blaði Hagtíðinda.
Miðað við miðgengi dollars var, eins og áður segir, um að ræða 49,3 % hækkun á
gengi hans gagnvart krónunni frá árslokum 1977 til ársloka 1978, en það sam-
svarar 33,0% lækkun á gengi krónunnar gagnvart dollar. Samsvarandi hækkun á
gengi allra erlendra gjaldmiðla, vegin með hlutdeild þeirra í gjaldeyriskaupum og
-sölu (dollar meðtalinn) er, samkvæmt útreikningum hagfræðideildar Seðlabanka
íslands, 53,2% á kaupgengi og 59,4% á sölugengi. Árið 1978 var meðalgengi
dollars gagnvart krónunni kr. 271,47 kaup og kr. 272,14 sala, og er það 36,6%
hækkun frá meðalgengi dollars 1977, miðað við miðgengi. Samkvæmt útreikn-
ingum hagfræðideildar Seðlabankans er hækkun frá 1977 til 1978 á ársmeðal-
gengi allra erlendra gjaldmiðla, vegin með hlutdeild þeirra í gjaldeyriskaupum og
-sölu,39,l% ákaupgengi og43,9% ásölugengi. Þótt ýmsir fyrirvarar komi hér til,
mun þetta hlutfall komast næst því að sýna áhrif gengisbreytinga á verðmætistölur
Verslunarskýrslna 1978. Hér skal á það bent, að mikið kveður að því, að inn-
flutningur — og í enn ríkari mæli útflutningur — sé verðskráður og greiddur í
gjaldmiðli annars lands en þess, sem selur hingað eða kaupir héðan vöru.
Sú regla gildir almennt, að verðmæti utanríkisverslunar eru tekin á skýrslu á því
gengi, sem gildir hverju sinni, er vörur eru tollafgreiddar inn í landið eða út úr því.
Áður fyrr var vikið frá þessu, þegar um var að ræða verulega gengisfellingu í einu
stökki, en á seinni árum hefur almennu reglunni verið fylgt, og svo var 1978, er
gengið var fellt tvisvar í einu stökki.
í árslok 1978 var skráð gengi Seðlabankans á erlendum gjaldeyri sem hér segir
(í kr. á tiltekna einingu):
Eining Kaup Sala
Ðandaríkjadollar i 317,70 318,50
Sterlingspund i 646,50 648,10
Kanadadollar i 267,90 268,60
Dönsk króna 100 6 250,90 6 266,60
Norsk króna 100 6 333,70 6 349,70
Sænsk króna 100 7 398,70 7 417,30
Finnskt mark 100 8 092,20 8 112,60
Franskur franki 100 7 584,60 7 603,70
Belgískur franki 100 1 102,15 1 104,95
Svissneskur franki 100 19 653,55 19 703,05
Gyllini 100 16 098,30 16 138,80
Vestur-þýskt mark 100 17 405,85 17 449,65
Líra 100 38,28 38,28
Austurrískur schilling 100 2 372,70 2 378,60
Escudo 100 689,90 691,60
Peseti 100 452,00 453,20
Yen 100 163,17 163,59
Dollargengið var eins og áður segir 49,3% hærra í árslok 1978 en í árslok 1977,
en gengi eftirtalinna gjaldmiðla hærra sem hér segir: Sterlingspunds 59,7%,
danskrar krónu 69,7%, norskrar krónu 53,1%, sænskrar krónu 62,6%, sviss-
nesks franka 85,5% og vestur-þýsks marks 72,5%.
Innflutningstölur verslunarskýrslna eru afleiðing umreiknings í íslenskar krón-
ur á sölugengi, en útflutningstölur eru miðaðar við kaupgengi.