Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1979, Síða 21
Verslunarskýrslur 1978
19*
2. yfirlit. (frh.). Sundurgreining á cif-verði innflutnings 1978, eftir vörudeildum.
«o > o . 2 g i| «o s
cá
o 3 S
u. OL ^ J* u. £ 8
1000 kr. 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr.
82 Húsgögn og hlutar til þeirra 2 465 690 27 902 296 646 2 790 238
83 Ferðabúnaður, handtöskur o. þ. h 376 063 4 082 28 040 408 185
84 Fatnaður, annar en skófatnaður 6 101 189 64 222 256 759 6 422 170
85 Skófatnaður 1 815 796 19 561 120 768 1 956 125
87 Vísinda- og mælitæki, ót. a 2 295 580 23 794 59 994 2 379 368
88 Ljósmyndunarvörur, sjóntæki, ót. a., úr, klukkur .... 1 677 755 17 613 65 958 1 761 326
89 Ýmsar iðnaðarvörur, ót. a 6 155 014 67 658 543 123 6 765 795
9 Vörur og viðskipti ekki í öðrum vörudeildum 267 607 2 808 10 336 280 751
Samtals 167 023 537 1 800 449 15 099 238 183 923 224
Alls án skipa og flugvéla 161 722 217 1 800 449 15 099 238 178 621 904
• Hciti vörudeildar stytt, sjá fullan texta á bls. 22• í inngangi.
Innflutningur til aðila, sem eru undanþegnir gjöldum á innflutningi (LandLs-
virkjun, Kröflunefnd, íslenska álfélagið h.f, íslenska járnblendifélagið h.f). Inn-
flutningur til Landsvirkjunar á árinu 1978 nam alls 499,1 millj. kr. Þar af munu
292 millj. kr. hafa verið vegna lagningar Hvalfjarðarlínu, 38 millj. kr. vegna
Sigölduvirkjunar og 44 millj. kr. vegna Hrauneyjafossvirkjunar. Að öðru leyti
mun hér hafa verið um að ræða viðhaldsvörur o.fl., sem ekki er undanþegið
gjöldum á innflutningi. Hins vegar eru — samkvæmt lögum nr. 59/1965 með
síðari breytingum — felld niður aðflutningsgjöld, söluskattur og vörugjald á efni,
tækjum og vélum til virkjunarframkvæmda Landsvirkjunar, þó ekki af vinnu-
vélum. Frá og með Sigölduvirkjun eru greidd full gjöld af vinnuvélum við inn-
flutning, en ríkissjóður endurgreiðir þau síðar eftir ákveðnum reglum (þó ekki að
fullu í raun). — Þriðja og síðasta vélasamstæða Sigölduvirkjunar var tekin í
notkun í desember 1978. Vorið 1978 voru hafnar framkvæmdir þriðju virkjunar
Þjórsár, Hrauneyjafossvirkjunar, með greftri fyrir stöðvarhúsi.
Með lögum nr. 2110. apríl 1974varríkisstjórninniheimilaðaðfelavæntanlegri
Norðurlandsvirkjun eða öðrum aðila að reisa og reka jarðgufuaflsstöð við Kröflu
eða austanvert Námafjall í Suður-Þingeyjarsýslu, með allt að 55 megawatta afli. í
kjölfar þessara laga voru sumarið 1974 hafnar könnunarboranir við Kröflu, og
1975 hófst bygging mannvirkja þar. Innflutningur til þessarar nýju stórvirkjunar
hófst á árinu 1975. Var þar aðallega um að ræða timbur og jám og var sá
innflutningur ekki tekinn saman sérstaklega af Hagstofunni. En frá og með janúar
1976 hefur innflutningur til Kröfluvirkjunar verið gerður upp mánaðarlega á
sama hátt og það, sem flutt er inn af hliðstæðum aðilum. — Framkvæmdum við
Kröfluvirkjun lauk í febrúar 1978, er fyrri vélasamstæða hennar varð gangfær.
Var hún starfrækt fram í júlí 1978, en aðeins með 7—8 MW afli vegna erfiðleika á
gufuöflun. Gufuaflsstöðin var ekki starfrækt frekar 1978. Vegna gufuskorts hafði
þegar á árinu 1976 verið ákveðið að hætta við uppsetningu annarrar véla-
samstæðu að svo stöddu. Frá ársbyrjun 1979 tóku Rafmagnsveitur ríkisins við
rekstri Kröfluvirkjunar af Kröflunefnd. — Innflutningur til Kröfluvirkjunar nam
alls 116,2 millj. kr. 1978. Sömu eða svipaðar reglur hafa gilt um niðurfellingu
gjalda á innflutningi til Kröfluvirkjunar og gilda um það, sem flutt er inn til
Sigölduvirkjunar.