Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1979, Side 36
34*
Verslunarskýrslur 1978
20—27 eru verðmætistöflur útflutnings svarandi til 2ja fyrstu tölustafa hinnar 6
stafa tákntölu hvers vöruliðs í vöruskrá Hagstofunnar fyrir útflutning, með skipt-
ingu á lönd.
í töflu VI á bls. 239 er verðmæti útflutnings skipt eftir vinnslugreinum hvert
áranna 1974—78. Er hér um að ræða sérstaka flokkun útflutnings, sem gerð hefur
verið ársfjórðungslega frá og með ársbyrjun 1970. Hefur þessi flokkun verið birt í
Hagtíðindum fyrir hvem ársfjórðung, en í verslunarskýrslum er hún aðeins birt
fyrir heil ár.
Eins og greint var frá í 1. kafla inngangsins, er útflutningurinn í verslunar-
skýrslum talinn á söluverði afurða með umbúðum, fluttur um borð í skip (fob) í
þeirri höfn, er þær fara fyrst frá samkvæmt sölureikningi útflytjanda. Þessi regla
getur ekki átt við ísfisk, sem íslensk skip selja í erlendum höfnum, og gilda því um
verðákvörðun hans í verslunarskýrslum sérstakar reglur. Til ársloka 1967 var,
auk löndunar- og sölukostnaðar o. fl., dregin frá brúttósöluandvirði ísfisks
ákveðin fjárhæð á tonn fyrir flutningskostnaði, en þessu var hætt frá og með
ársbyrjun 1968. Á árinu 1978 fylgdi Fiskifélag íslands þessum reglum við útreikn-
ing á fob-verði ísfisks (og loðnu í bræðslu) út frá brúttósöluandvirði hans, og var
hann tekinn í útflutningsskýrslur samkvæmt því (hundraðstölur tilgreindar hér á
eftir miðast allar við brúttósöluandvirði):
Danmörk, Bretland og V-Þýskaland: Á öllum ísfiski: Löndunarkostnaður kr.
3,21 á kg, hafnargjöld o. fl. 5,3%, sölukostnaður 2% í Danmörku, 3% í Bretlandi,
2% í V-Þýskalandi janúar—nóvember en 3% í desember, tollur 2% á ísuðum
karfa, 3,7% á ísuðum þorski, ýsu og ufsa og 15% á öðrum ísfiski. Fcereyjar: Á
ísfiski: Löndunarkostnaður kr. 0,80 á kg, tollur 2%, sölukostnaður 2%, hafnar-
gjöld o. fl. kr. 5 000 eða kr. 10 000 í hverri söluferð. Svíþjóð: Á ísfiski: Tollur
15%, sölukostnaður 2%, hafnargjöld o. fl. 3%. Kanada: Á loðnu í bræðslu og
loðnuhrognum: Sölukostnaður 3%, hafnargjöld o. fl. 5%.
Það skal tekið fram, að fiskiskip, sem selja ísfisk erlendis, nota stóran hluta af
andvirðinu til kaupa á rekstrarvörum, vistum o. fl., svo og til greiðslu á skips-
hafnarpeningum, en slíkt er ekki innifalið í áður nefndum frádrætti til útreiknings
á fob-verðmæti. Skortir því mjög mikið á, að gjaldeyri svarandi til fob-verðs sé
skilað til bankanna.
Útflutningsverðmæti4 skipa, sem seld voru úr landi 1978 (nr. 93.20.00 ítöflu
V), nam alls 1 303 706 þús. kr. Hér fer á eftir skrá yfir skip seld úr landi 1978:
Hvítá til Egyptalands, farskip
500 171 918
895 50 960
326 854 277
256 226 551
Stapafell til Gríkklands, olíuflutningaskip
Pórshamar GK-75 til Bretlands, fiskiskip .
Brynjólfur ÁR-4 til Frakklands, skuttogari
Samtals 1 977 1 303 706
Fyrst talda skipið er talið með útflutningi júnímánaðar, en hin þrjú með
útflutningi desembermánaðar.
Á árinu 1978 voru 'bflugvélar seldar úr landi, að verðmæti alls 23 515 þús. kr.,
allar taldar með útflutningi desembermánaðar, 1 til Bretlands að verðmæti 5 164
þús. kr. og 2 til Bandaríkjanna að verðmæti 18 351 þús. kr.