Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1979, Síða 49
Verslunarskýrslur 1978
47*
Aðflutningsgjöld samkvæmt tollskrá1) ...
Bensíngjald2) ...........................
Gúmmígjald2 .............................
Innflutningsgjald á bifreiðum og bifhjólum
Gjald af gas- og brennsluolíum ..........
Jöfnunargjald af innflutningi ...........
Alls
1977 1978
17 700,1 27 104,3
2 360,4 4 625,7
94,5 96,3
2 427,5 3 942,4
623,4 582,6
498,1
23 205,9 36 849,4
Söluskattur af vörum til eigin nota eða neyslu innflytjanda — en ekki til
endursölu — er ekki meðtalinn í framan greindum fjárhæðum. — Hinn almenni
söluskattur á innlendum viðskiptum varð 1. mars 1975 alls 20% að meðtöldum
sérstökum viðaukum, og hefur haldist svo síðan.
Síðan í ársbyrjun 1977 (sbr. lög nr. 111/1976) hafa 8% af andvirði 18%
söluskattshluta runnið í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, en í ríkissjóð sjálfan allt
andvirði 2% söluskattshluta og 92% af andvirði 18% söluskattshluta. Samkvæmt
j-lið 4. gr. laga nr. 10/1960, um söluskatt, skal söluskattur af vörum til eigin nota
eða neyslu innflytjanda leggjast á tollverð vöru að viðbættum aðflutningsgjöldum
og 10% áætlaðri álagningu. Tekjur af þessu gjaldi námu 1 603,3 millj. kr. 1977,
en 1 699,7 millj. kr. 1978, hvort tveggja áður en hluti Jöfnunarsjóðs dregst frá.
Hér er um að ræða bókfærðar tekjur nettó samkvæmt ríkisreikningi, en hækkun
þeirra frá 1977 til 1978 virðist koma illa heim við t. d. hækkun tekna af aðflutn-
ingsgjöldum, sem samkvæmt framan rituðu var 53% frá 1977 til 1978. Við
eftirgrennslun kom í ljós, að brúttótek jur af söluskatti á innfluttum vörum til eigin
nota innflytjenda námu um 3 000 millj. kr. 1978 og um 2 200 millj. kr. 1977. Þar
frá drógust endurgreiðslur, sem námu 1 332 millj. kr. 1978 og 565 millj. kr. 1977.
Er með þessu fengin skýring á einkennilega lítilli hækkun tekna af þessum skatti
frá 1977 til 1978 samkvæmt ríkisreikningi.
Með lögum nr. 65 16. júlí 1975 var lagt 12% svo kallað vörugjald á fjölmargar
innfluttar vörur og á sömu innlendar vörur að svo miklu leyti sem þær eru
framleiddarinnanlands. Frá 1. janúar 1976 vargjaldþetta lækkaðí 10%, en frá7.
maí 1976 (sbr. lög nr. 20/1976) var það hækkað í 18% ogfrá 20. febrúar 1978 var
það lækkað í 16%. Samkvæmt bráðabirgðalögum nr. 96 8. sept. 1978 skiptist
vörugjald þetta í 2 gjaldflokka, 16% og 30%. Frá ársbyrjun 1979 var 16% gjaldið
hækkað í 18%, en ekki varð breyting á 30% gjaldinu. Vörugjald á innfluttum
vörum er reiknað af tollverði þeirra. Hráefni, helstu rekstrarvörur og ýmsar
brýnar neysluvörur eru undanþegnar gjaldi þessu, en hins vegar er það t. d.
yfirleitt tekið af fjárfestingarvörum. Tekjur af vörugjaldi, sem renna óskiptar í
ríkissjóð, námu 5 197,5 millj. kr. 1977 og 8 622,2 millj. kr. 1978.
Ofan greindur samanburður á tekjum af innfluttum vörum (að frátöldum
söluskatti, vörugjaldi og jöfnunargjaldi af innflutningi, sem aðeins var innheimt
1978) sýnir 56,6% hækkun þeirra frá 1977 til 1978. Heildarverðmæti inn-
flutnings hækkaði hins vegar úm 52,1 % frá 1977 til 1978. Sé innflutningi skipa og
flugvéla sleppt bæði árin — en á þeim eru engin gjöld — er hækkun innflutnings-
verðmætis 62,2%. Sé enn fremur sleppt innflutningi til Landsvirkjunar, Kröflu-
1) Innifalin í aðflutningsgjöldum eru: 5% hluti Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga (1977 848,6 millj. kr., 1978 1 287,9
millj. kr.), byggingarsjóðsgjald sem er lh% af aðflutningsgjöldum (1977 84,9 millj. kr., 1978 128,8 millj. kr.),
sérstakt gjald til Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins (1977 34,3 millj. kr., 1978 42,1 millj. kr.) og
sjónvarpstollur (1977 609,4 millj. kr., 1978 1 175,9 miUj. kr.).
2) Rennur óskipt til vegamála.