Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1994, Side 11
Verslunarskýrslur 1993
9
verði í íslenskum þjóðhagsreikningum. Mismunur cif-verðs
og fob-verðs, sem er aðallega farmgjöld og vátrygging eins
og áður var getið, færist þá á útgjaldahlið þjónustureiknings
þannig að niðurstaðan á viðskiptareikningi (sem er samtala
vöru- og þjónustureiknings) verður hin sama óháð því hvorri
aðferðinni er beitt. Tölur um vöruskiptajöfhuð breytast hins
vegar að mun. Þetta kemur fram í 2. yfirliti sem sýnir
vöruskiptajöfnuðinn, þ.e. útflutning umfram innflutning,
þar sem verðmæti útflutnings og innflutnings er hvort
tveggjareiknað áfob-verði. Til þess að gefabetri vísbendingu
um stærð vöruskiptajafnaðarins er jaffiframt sýnt hlutfall
hans af landsframleiðslu samkvæmt tölum Þjóðhags-
stofnunar.
í 2. yfirliti kemur ffam að vöruskiptajöfnuðurinn við
útlönd hefúr verið hagstæður fjögur af þeim tíu árum, sem
hér eru sýnd. Mestur afgangur var árið 1993 eða 3,0% af
landsframleiðslu en einnig var umtalsverður afgangur árin
1986 og 1989 eða sem nam 2,3% af landsframleiðslu. Á
hinn bóginn var halli á vöruskiptajöfnuðinum sex þessara
ára, mestur 1,1% af landsffamleiðslu árið 1987.
2. yflrlit. Vöruskiptajöfnuður 1984-1993
Table 2. Balance of trade 1984-1993
í millj. kr. Million ISK Útflutt Exports fob Innflutt Imports fob Vöruskiptajöfnuður Balance of trade
Á gengi hvers árs Atcurrent exchange rates Á gengi ársins 199311 At constant 1993 rate of exchange Hlutfall af lands- framleiðslu% PercentofGDP
1984 23.557,0 23.931,2 -374,2 -994,0 -0,42
1985 33.749,6 33.766,4 -16,8 -34,9 -0,01
1986 44.967,8 41.101,0 3.866,8 6.985,8 2,43
1987 53.053,1 55.260,2 -2.207,1 -3.845,8 -1,06
1988 61.666,7 62.243,2 -576,5 -879,3 -0,23
1989 80.071,7 73.128,7 6.942,9 8.418,2 2,25
1990 92.625,1 88.084,8 4.540,3 4.941,7 1,28
1991 91.560,4 94.797,4 -3.237,0 -3.523,2 -0,84
1992 87.832,9 88.223,7 -390,8 -423,2 -0,10
1993 94.657,6 82.576,2 12.081,4 12.081,4 3,04
1 * Miðað við meðalgengi á viðskiptavog. A í trade weighted average effective rate of exchange.
Verð- og magnbreytingar 1992-1993 Price and volume
changes 1992-1993. 3. yfirlit sýnir samanburð á utanríkis-
verslunartölum á föstu gengi árin 1992 og 1993. Hér er um
sams konar töflu að ræða og Hagstofan sendir frá sér í
hverjum mánuði til upplýsingar um ffamvindu helstu flokka
innflutnings og útflutnings í samanburði við næstliðið ár.
Venja hefúr verið að umreikna tölur fyrra árs til meðal-
gengis líðandi árs til þess að eyða áhrifúm gengisbreytinga
áverðmætistölursvo samanburðurmilli áraverði marktækari
en ella.
I 3. yfirliti kemur ffam að verðmæti útflutnings dróst
saman um 0,5% á föstu gengi ffá árinu 1992 til ársins 1993
og verðmæti innflutnings dróst saman um 13,6% þegar tekið
hefúr verið tillit til 8,3% hækkunar á meðalverði erlends
gjaldeyris milli ára. Samkvæmt útreikningum Þjóðhags-
stofúunar á einingarverðvísitölum á grundvelli verslunar-
skýrslna hækkaði útflutningsverð um 2,5% í krónum ffá
árinu 1992 til ársins 1993. Verðbreytingar einstakra vöru-
flokka voru þó mismunandi; verð á sjávarafúrðum hækkaði
um 1,5%, verð á afúrðum stóriðju hækkaði um 6,5%,
útflutningsverð annarrar iðnaðarvöru hækkaði um 6,9% og
verð á landbúnaðarafúrðum hækkaði um 9,2%. Að ffátöldum
breytingum á verði áls og kísiljáms hækkaði útflutningsverð
um 2,0%.
Innflutningsverð hækkaði um 8,7% í krónum ffá árinu
1992 til ársins 1993. Verðáneysluvöru og fjárfestingarvöru
hækkaði meira eða um 10,2%, verð á eldsneyti hækkaði um
6,8% og rekstrarvörur aðrar en olía hækkuðu um 6,2%.
í krónum talið varð verðmæti vöruútflutnings 0,5% minna
árið 1993 en árið áður og útflutningsverð hækkaði á sama
tíma um 2,5%. Að raungildi dróst því útflutningurinn saman
um 3,0% ffáárinu 1992 til 1993. Verðmæti innflutnings fob
dróst saman um 13,6% í krónum talið frá árinu 1992 til
ársins 1993, innflutningsverð hækkaði um 8,7% og því
lækkaði innflutningurinn að raungildi um 22,3%.
Eftir þeim tölum um breytingar fob-verðs útflutnings og
innflutnings, sem hér hafa verið raktar, hafa viðskiptakjörin
við útlönd versnað um 5,7% frá árinu 1992 til ársins 1993.
Að frátalinni utanríkisverslun stóriðjuveranna versnuðu
viðskiptakjörin við útlönd enn meira eða um 6,1%.