Fréttablaðið - 10.11.2015, Síða 26

Fréttablaðið - 10.11.2015, Síða 26
„Ég ákvað eiginlega að frumsýna myndina á afmælisdaginn til þess að setja annað í forgrunn, ég er ekki mikill afmælismað- ur,“ segir Ísak Hinriksson, sem í dag frum- sýnir stuttmyndina sína Aleinn? á 18 ára afmælisdaginn sinn. Þetta er fyrsta mynd Ísaks sem hefur þó töluverða reynslu af því að vera á hvíta tjaldinu sjálfur. „Ég hef verið að leika og verið í kringum leikhúsin frá því ég man eftir mér, lék meðal annars í kvikmynd- unum Svartur á leik, Falskur fugl og Grafir og bein. Ætli áhuginn sé ekki sprottinn þaðan. Maður fær reynslu af því að vera fyrir framan myndavélina og langar þá að gera eitthvað meira úr því. Síðan langaði mig líka að skrifa og þegar maður byrjar á því langar mann að gera meira af því. Mér fannst mjög skemmtilegt í tökuferlinu að heyra leikarana fara með setningar sem ég hafði skrifað, þá finnur maður að þetta er eitthvað sem maður vill gera,“ segir Ísak. Handritið að myndinni skrifaði hann sumarið 2012, sama ár og fanginn Matthías Máni strauk af Litla-Hrauni en mikið var fjallað um það í kringum jólin það sama ár. „Það er svolítið fyndið að handritið er mjög líkt því að mörgu leyti. Myndin fjallar um eldri mann á Eyrarbakka sem er að fara að halda upp á aðfangadag þegar óvæntan gest ber að garði. Ég er með mjög skrýtinn áhuga á eldri körlum, hef alltaf haft gaman af því að umgangast eldri karla og sjá hvernig þeir haga sér. Svo var ég búinn að vera mikið í kringum Litla-Hraun og Eyrarbakka af því að við fjölskyldan erum með hesta á Eyrar- bakka. Ég fór að sjá atburðarás þar í kring,“ segir hann. „Í myndinni er dregin upp ljót mynd af lögreglunni, það mætti halda að ég ætti eitthvað vantalað við lögregluna, en svo er ekki. Sem betur fer,“ segir Ísak. Myndin var tekin upp á Eyrarbakka í fyrra og skartar einvalaliði leikara. Þeir Theódór Júlíusson, Styr Júlíusson og Björn Jörundur Friðbjörnsson eru í stærstu hlut- verkunum en auk þess leika þau Kristján Hafþórsson, Guðjón Þorsteinn Pálmars- son og Esther Talía Casey í myndinni. Ísak segist alltaf vera að fá hugmyndir. „Ég reyni að skrifa eins og ég get og losna ekki við að fá hugmyndir. Mig langar að prófa að skrifa bók líka. Það tekur svo mikinn tíma að framleiða kvikmynd og er kostnaðarsamt,“ segir Ísak sem fjár- magnaði myndina að mestu leyti sjálfur en fékk lítinn styrk frá Kópavogsbæ. „Ég vann bara fyrir þessu. Fólk er að tala um að golf sé dýrt sport en ég held að kvik- myndagerð sé dýrasta sport sem þú getur verið í, þetta er auðvitað list en ekki sport. Þetta er mín fjárfesting til framtíðar – ég er að þjálfa mig og móta.“ Ísak er núna í Tækniskólanum á Upp- lýsinga og fjölmiðlabraut og stefnir á leik- listarnám í framhaldinu auk þess að gera vonandi fleiri myndir. Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís klukkan 17.15 í dag. „Það eru allir velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir,“ segir Ísak. viktoria@frettabladid.is Frumsýnir stuttmynd á 18 ára afmælisdaginn Ísak Hinriksson frumsýnir sína fyrstu mynd sem skartar stórleikurum í aðalhlutverki. Í mynd Ísaks, Aleinn?, er deilt á vinnubrögð lögreglu auk þess sem Litla-Hraun kemur við sögu enda gerist myndin á Eyrarbakka. FréttAbLAðið/GVA Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna Sigurbjörg Markúsdóttir (Lilla) Fensölum 6, Kópavogi, lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu laugardaginn 7. nóvember. Aldís Guðmundsdóttir Bjarni Þormóðsson Gerður Guðmundsdóttir Óskar Þorbergsson Már Guðmundsson Björg Sigmundsdóttir Berglind Guðmundsdóttir Sigurður Björnsson ömmubörn og langömmubörn. Ástkær sonur, faðir, bróðir, afi og tengdafaðir, Gunnar Gíslason lést í Loen í Noregi 24. október 2015 eftir veikindi. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Guðrún Anna Yngvadóttir Guðrún Helga Gunnarsdóttir Ellen Dröfn Gunnarsdóttir Gunnar Gunnarsson Rögnvaldur Þór Gunnarsson Sigríður Gísladóttir Brynja Steinþóra Gísladóttir Jón Elli Guðjónsson Óðinn Albertsson og barnabörn. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sigríðar Sæmundsdóttur Hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áður Skúlagötu 20. Fyrir hönd aðstandenda, Steindór Eiðsson Tana Tanapon Helga Eiðsdóttir Sæmundur Eiðsson Elva Björk Sigurðardóttir Katrín Eiðsdóttir Finnbogi Þorláksson barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, Guðrún Jóhannesdóttir Michelsen Ljósheimum 2, andaðist 4. nóvember á Hrafnistu í Reykjavík. Útför hennar fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 11. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar láti líknarstofnanir njóta þess. Anna Sigrún og Jóhanna Björnsdætur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Kristjánsson fyrrverandi skólastjóri á Laugum í Dalasýslu, lést á Hrafnistu í Reykjavík 31. október sl. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju í Reykjavík föstudaginn 13. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Tómas R. Einarsson Ásta Svavarsdóttir Ingibjörg Kr. Einarsdóttir Sigurður Rúnar Magnússon barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigvaldi Val Sturlaugsson kennari, Sólheimum 23, lést sunnudaginn 25. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks á A6 lungnadeild Landspítala í Fossvogi fyrir alúð og umhyggju. Ingveldur Stella Sveinsdóttir Sveinn Val Sigvaldason Úlfhildur Guðmundsdóttir Steinar Bjarni Val Sigvaldason Inga Rún Ólafsdóttir Sigurlaug Ásta Sigvaldadóttir Páll Rúnar Guðjónsson barnabörn og barnabarnabörn. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda MEÐ VIRÐINGU OG KÆRLEIK Í 66 ÁR Útfarar- og lögfræðiþjónusta www.útför.is Myndin fjallar um eldri mann á Eyrarbakka sem er að fara að halda upp á að- fangadag þegar óvæntan gest ber að garði. 1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 Þ r I Ð J U D A G U r22 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð tíMaMót 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 E E -6 E 9 4 1 6 E E -6 D 5 8 1 6 E E -6 C 1 C 1 6 E E -6 A E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.