Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 24.02.2003, Side 2
G
ut
en
be
rg
G
ut
en
be
rg
cyan magenta yellow black
G
ut
en
be
rg
Auglýsingar útboða
Siglufjarðarvegur (76),
Gránugata - Tjarnargata
á Siglufirði 02-044
Vegagerðin, Norðurlandsumdæmi vestra, óskar eftir
tilboðum í verkið Siglufjarðarvegur (76) Gránugata -
Tjarnargata á Siglufirði.
Helstu magntölur: útgröftur úr götu- eða gangstéttar-
stæði 4.800 m3, skurðir 650 m, lagnir st ø200 - ø600 620 m,
neðra burðarlag 4.100 m3, efra burðarlag 1.120 m3,
stungumalbik 4.940 m2, kantsteinn 250 m, steyptar
gangstéttar 650 m2, yfirfalls og dælubrunnur 1 stk.
Verki skal að fullu lokið 15. október 2003.
Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki
og í Borgartúni 7, Reykjavík (móttaka), frá og með mánu-
deginum 24. febrúar 2003. Verð útboðsgagna er 4.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 mánu-
daginn 17. mars 2003 og verða þau opnuð þar kl. 14:15
þann dag.
Þverárfjallsvegur (744), Strand-
vegur á Sauðárkróki 2003 03-025
Vegagerðin, Norðurlandsumdæmi vestra, óskar eftir
tilboðum í verkið „Þverárfjallsvegur (744) Strandvegur á
Sauðárkróki 2003“. Um er að ræða færslu og endurnýjun
á sjóvarnargarði við Strandveg á Sauðárkróki.
Helstu magntölur: lengd kaflans 1,2 km, malarfylling
42.600 m3, síulag 10.400 m3, grjótvörn 21.100 m3, lenging
skolpútrása 8 stk., útrásir regnvatnslagna 6 stk.
Verki skal að fullu lokið 1. nóvember 2003.
Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki
og í Borgartúni 7, Reykjavík (móttaka), frá og með mánu-
deginum 24. febrúar 2003. Verð útboðsgagna er 4.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 mánu-
daginn 10. mars 2003 og verða þau opnuð þar kl. 14:15
þann dag.
Fitjavegur (714),
Ásland - Miðfjarðarvegur 02-099
Vegagerðin, Norðurlandsumdæmi vestra, óskar eftir
tilboðum í verkið Fitjavegur (714) Ásland - Miðfjarðar-
vegur. Um er að ræða nýbyggingu á 5,5 km löngum kafla
úr Fitárdal yfir í Miðfjörð í Vestur-Húnavatnssýslu.
Helstu magntölur: fyllingar og fláafleygar 22.700 m3,
ræsalögn 163 m, neðra burðarlag 8.200 m3, frágangur
fláa 53.000 m2.
Verki skal að fullu lokið 15. september 2003.
Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki
og í Borgartúni 7, Reykjavík (móttaka), frá og með
mánudeginum 24. febrúar 2003. Verð útboðsgagna er
4.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 mánu-
daginn 10. mars 2003 og verða þau opnuð þar kl. 14:15
þann dag.
reyndar fjölgað, var 41 blað árið 2001 og 39 blöð árið 2002. Það
má reikna með að tölublöðin verði um 40 á ári framvegis. Fyrsta
blaðið var einblöðungur prentaður í svart/hvítu en fljótlega varð
regla að blaðið væri fjórar blaðsíður. Það hefur svo verið
prentað í lit frá nóvember 2000.
Í 1. tölublaðinu segir svo um tilgang blaðsins: „Því er ætlað að
auka tengsl Vegagerðarinnar við þá aðila sem helst starfa við
vegagerð í dag, þ.e. verktaka og verkfræðistofur. Margir verk-
takar og starfsmenn þeirra vinna stóran hluta ársins við vegagerð
og eru því hinir raunverulegu sporgöngumenn gömlu mannanna
sem lögðu vegi með skóflu, haka og hestakerru.“
Þessi orð eru enn í fullu gildi og miðast ritstjórnin við boðskap
þeirra. Áskrifendur eru þó talsvert fjölbreyttari hópur enda hafa
margir áhuga á vegagerð og samgöngum. Upplag blaðsins er
2.200 eintök og eru áskrifendur utanhúss um 1.670 talsins. Á
síðasta ári hækkuðu póstburðargjöld umtalsvert og því hefur
kostnaður við útgáfuna aukist verulega. Við ætlum því að láta
alla áskrifendur endurnýja áskriftir sínar nú í vor
en það verður kynnt nánar síðar.
Blöðin hafa um nokkurt
skeið verið birt á
vefnum
Yfirborðsmerkingar með
vegmálningu 2003 - 2004 03-023
Vegagerðin, Norðurlandsumdæmi vestra, óskar eftir
tilboðum í verkið: „Yfirborðsmerkingar með
vegmálningu 2003 - 2004“. Um er að ræða vegmerkingar
með vegmálningu á öllu landinu.
Helstu magntölur: málaðar línur 3.600 km.
Verki skal að fullu lokið 1. október 2004.
Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki
og í Borgartúni 7, Reykjavík (móttaka), frá og með mánu-
deginum 24. febrúar 2003. Verð útboðsgagna er 2.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 mánu-
daginn 10. mars 2003 og verða þau opnuð þar kl. 14:15
þann dag.
Efnisvinnsla
á Vestfjörðum 2003 03-005
Vegagerðin, Vestfjarðaumdæmi, óskar eftir tilboðum í
verkið „Efnisvinnsla á Vestfjörðum 2003“. Um er að ræða
vinnslu malarslitlagsefnis í 8 námum.
Helstu magntölur: malarslitlag 26.000 m3.
Verki skal að fullu lokið 15. október 2003.
Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á Ísafirði og í
Borgartúni 7, Reykjavík (móttaka), frá og með mánu-
deginum 24. febrúar 2003. Verð útboðsgagna er 4.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 mánu-
daginn 10. mars 2003 og verða þau opnuð þar kl. 14:15
þann dag.
Djúpvegur (61), Þorskafjarðar-
vegur - Sóleyjarhvammur 03-004
Vegagerðin, Vestfjarðaumdæmi, óskar eftir tilboðum í
verkið „Djúpvegur (61), Þorskafjarðarvegur - Sóleyjar-
hvammur“.
Verkið felst í endurlagningu 7,18 km langs vegar á
Djúpvegi um Steingrímsfjarðarheiði. Kaflinn hefst við
Þorskafjarðarveg og endar við Sóleyjarhvamm.
Helstu magntölur: fylling og fláafleygar 4.827 m3,
skering 906 m3, klæðing 44.661 m2,
efra burðarlag 5.932 m3, neðra burðarlag 3.184 m3,
frágangur 33.258 m2 og heflað af öxlum 26.144 m2.
Verki skal að fullu lokið 25. júlí 2003.
Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á Ísafirði og í
Borgartúni 7, Reykjavík (móttaka), frá og með mánudegin-
um 24. febrúar 2003. Verð útboðsgagna er 4.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 mánu-
daginn 10. mars 2003 og verða þau opnuð þar kl. 14:15
þann dag.
Þann 22. febrúar voru liðin 10 ár síðan
1. tölublað Framkvæmdafrétta kom út.
Þetta tölublað er nr. 327 svo að meðaltali
hafa komið út tæplega 33 blöð á ári.
Síðustu ár hefur tölublöðum á ári
vegagerdin.is sem pdf skjöl og geta lesendur reiknað með að sjá
blöðin þar einhverjum dögum áður en þau berast í pósti. Papp-
írsútgáfan verður þó áfram til staðar um fyrirsjáanlega framtíð
því í henni er formleg opinber birting útboðsauglýsinga.
Útgáfutíðnin ræðst af fjölda útboðsauglýsinga og er reglan sú
að blað er gefið út í þegar auglýsa þarf útboð. Það þýðir að blaðið
kemur út nánast vikulega stóran hluta ársins. Það er rétt í
kringum áramótin sem útgáfan dregst merkjanlega saman.
Reynslan er sú að það er slæmt að það líði meira en tvær vikur
án blaðs því þá fara áskrifendur að hringja inn og halda þá að
þeir hafi dottið útaf áskrifendalista. Sambandið við lesendur
hefur annars verið mjög ánægjulegt og láta þeir gjarnan ánægju
sína í ljósi með efni blaðsins.
Þegar ég var að undirbúa þetta blað og tók eftir þessum tíma-
mótum, sá ég að fyrir tilviljun hefur 1. tölublaðið verið
gefið út á 60 ára afmælisdegi Helga Hallgrímssonar
vegamálastjóra, þann 22. febrúar 1993.
Blaðið varð því 10 ára sama dag
og Helgi varð sjötugur.
Framkvæmdafréttir 10 ára
Viktor Arnar Ingólfsson ritstjóri skrifar
Helgi lætur af störfum
Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri varð sjötugur 22. febrúar og
lætur af störfum vegna aldurs í lok manaðarins.
Helgi fæddist á Selsstöðum við Seyðisfjörð og ólst upp á Seyð-
isfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík
1952, fyrrihluta prófi í verkfræði frá Háskóla Íslands og verk-
fræðiprófi frá Tækniháskólanum í Kaupmannahöfn 1958.
Helgi var verkfræðingur hjá Vegagerðinni 1958 - 1961, hjá
ráðgjafafyrirtækinu Chr. Ostenfeld og W. Jönson (nú Cowi-
consult) í Kaupmannahöfn 1961 – 1962 og hjá Vegagerðinni frá
1962. Umdæmisverkfræðingur á Austurlandi til 1965, deildar-
verkfræðingur í brúadeild 1965 – 1972 og yfirverkfræðingur
þar 1972. Forstjóri tæknideildar 1976, aðstoðarvegamálastjóri
1985 og vegamálastjóri 1992.
Helgi var formaður í Byggingaverkfræðideild Verkfræðinga-
félags Íslands 1973 – 1975. Í stjórn Íslandsdeildar Norræna
Helgi kvæntist 23.08.1958 Margréti Gunnarsdóttur Schram,
leikskólakennara og síðar kennara við Kennaraháskóla Íslands
fæddri 31.12.1932.
Börn Helga og Margrétar eru: Hallgrímur, rithöfundur og
myndlistamaður, Nína mannfræðingur, Ásmundur markaðs-
fræðingur og Gunnar leikari.
vegtæknisambandsins 1977 og formaður
hennar 1992. Í aðalstjórn sambandsins
frá 1977. Í ýmsum nefndum um vegagerð
og flutninga á vegum Norðurlandaráðs
1979 – 1991. Í Skipulagsstjórn ríkisins
frá 1992 uns hún var lögð niður, formaður
hennar 1993 – 1994. Í Almannavarnaráði
frá 1992. Í ýmsum nefndum um sam-
göngumál og ofanflóðamál á vegum
samgöngu- og félagsmálaráðuneyta.