Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 24.03.2003, Síða 4
G
ut
en
be
rg
G
ut
en
be
rg
cyan magenta yellow black
G
ut
en
be
rg
9. tbl. /03
Ritstjórn
og umsjón útgáfu:
Viktor Arnar
Ingólfsson
Ábyrgðarmaður:
Gunnar Gunnarsson
Prentun: Gutenberg
Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs-
framkvæmdir fyrir verktökum. Fyrirhuguð útboð eru kynnt,
útboðsauglýsingar eru birtar og greint er frá niðurstöðum og
samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem
verður til hjá stofnuninni og talið er að eigi erindi til verktaka.
Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur og fjölmiðlar.
Áskrift er endurgjaldslaus.
Ósk um áskrift sendist til:
Vegagerðin
Framkvæmdafréttir
Borgartúni 7
105 Reykjavík
(bréfsími 522 1109)
eða vai@vegag.is
Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 9. tbl. 11. árg. nr. 331 24. mars 2003
- Sendið tölvupóst til: jg@vegagerdin.is
þar sem fram kemur nafn og heimili áskrifanda.
- Eða sendið þessa síðu sem símbréf í 522 1079.
- Eða hringið í aðalsímanúmer Vegagerðarinnar
522 1000, segið símavörðum erindið og nafn
og heimilisfang.
Endurnýjun áskriftar
Tilmæli til áskrifenda !
Á síðasta ári hækkuðu póstburðargjöld fyrir Framkvæmdafréttir
verulega og höfum við ákveðið að bregðast við með ósk til
áskrifenda okkar um að þeir endurnýi áskriftir sínar með því að
hafa samband við okkur. Við leggjum áherslu á að allir þeir sem
fá blaðið í dag og hafa af því gagn og/eða gaman geta fengið
áskrift áfram. Þeir þurfa bara að hafa samband við okkur. Við
viljum hins vegar losna við áskriftir sem ekki koma að neinum
notum og blöðum er hent án skoðunar. Áskrift verður áfram
endurgjaldslaus.
Athugið að þessi endurnýjun á bara við áskriftir sem koma
áritaðar með pósti.
Vinsamlegast sendið tölvupóst til jg@vegagerdin.is þar sem
fram kemur nafn og heimili áskrifanda. Eða sendið þessa síðu
sem símbréf í 522 1079. Eða hringið í aðalsímanúmer Vega-
gerðarinnar 522 1000, segið símavörðum erindið og nafn og
heimilisfang. Við viljum þó helst fá tölvupóst til að álagið á sím-
ann verði ekki of mikið þegar 1.700 áskrifendur hafa samband.
Athugið að allar útboðsauglýsingar eru nú birtar á vefnum
vegagerdin.is. Framkvæmdafréttir eru líka vistaðar þar sem pdf
skjöl. Sjá undir „Framkvæmdir“ í hliðarvalmynd.
Þeir áskrifendur sem ekki hafa samband næstu tvær vikurnar
hætta að fá blaðið sent. Athugið að allir áskrifendur þurfa að
hafa samband, líka þeir sem hafa nýja áskrift.
Útboðsgöng vegna Héðinsfjarðarganga hafa nú verið send
út. Sjá opnu.
Auglýsingar útboða
Nesbraut (49), færsla Hring-
brautar, hönnun 01-018
Vegagerðin, Reykjanesumdæmi og Reykjavíkurborg
óska eftir tilboðum í for- og verkhönnun ásamt gerð
útboðsgagna fyrir færslu Hringbrautar í Reykjavík til
suðurs á kaflanum rétt vestan við Þorfinnstjörn og að
Rauðarárstíg um 1,2 km. Um er að ræða hönnun á færslu
Hringbrautar sem er sex akreina vegur og mislægum
gatnamótum við Bústaðarveg, nýjum ljósagatnamótum
við Njarðargötu auk ljósagatnamóta við Barónstíg ásamt
tengingum, gangstígum, og tvennum undirgöngum. Auk
þess skal endurhanna gömlu Hringbrautina og tengingar
út frá henni. Einnig skal hanna og gera útboðsgögn fyrir
nauðsynleg mannvirki fyrir umferð á framkvæmdatíma.
Val ráðgjafa fer fram á grundvelli hæfnivals og ber
bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e.
upplýsingar um hæfni ráðgjafa og verðtilboð.
Um verkið gilda Samningsskilmálar um hönnun og
ráðgjöf, ÍST 35, 1. útgáfa 1992-03-01.
Verkið er boðið út á evrópska efnahagssvæðinu.
Verkhönnun skal lokið fyrir 1. nóvember 2003.
Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni, Borgartúni 7,
Reykjavík (móttaka), frá og með mánudeginum 24. mars
2003. Verð útboðsgagna er 8.000 kr.
Skila skal tilboðum á sama stað eigi síðar en kl. 14:00
þriðjudaginn 22. apríl 2003 og verða þau opnuð þar
kl. 14:15 þann dag að viðstöddum þeim bjóðendum sem
þess óska og lesið upp hverjir hafa skilað inn tilboðum.
Síðari opnunarfundur verður haldinn á sama stað mánu-
daginn 28. apríl 2003 kl. 14:15 þar sem lesnar verðar upp
einkunnir bjóðenda í hæfnimati og tilboðsskrá opnuð að
viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Einungis
verða lesin upp nöfn bjóðenda og samanlögð þóknun af
tilboðseyðublöðum.
Fyrirhuguð útboð, framhald Auglýst:
03-038 N.v. Yfirborðsmerkingar,
sprautumössun 2003-2004 03.03
03-012 Rn. Yfirlagnir Reykjanesi 2003, klæðing 03.03
03-029 N.ey. Hafnarvegur Húsavík (859) 03.03
Útboð sem hafa verið auglýst Auglýst: Opnað:
01-016 Rn. Reykjanesbraut (41) í Hafnar-
firði, Lækjargata - Ásbraut 24.03.03 22.04.03
01-018 Rn. Nesbraut (49), færsla
Hringbrautar, hönnun 24.03.03 22.04.03
03-003 Vf. Strandavegur (643),
Ásmundarnes - Sveinanes 24.03.03 07.04.03
03-002 Vf. Hólmavíkurvegur (67)
Djúpavegur - Höfðatún 17.03.03 31.03.03
03-043 N.ey. Kísilvegur (87) um Geitafell 17.03.03 31.03.03
03-044 Vl. Skorradalsvegur (508),
Dragavegur - Hvammur, 1. áfangi 17.03.03 31.03.03
03-019 Au. Hróarstunguvegur (925),
Hallfreðarstaðir - Þórisvatn 17.03.03 31.03.03
03-018 Au. Suðurfjarðavegur (96),
Handarhald - Hundaþúfa 10.03.03 24.03.03
03-028 N.ey. Aðaldalsvegur (845),
Helgastaðir - Lindahlíð 10.03.03 24.03.03
03-024 N.v. Yfirborðsmerkingar,
sérmerkingar í
Reykjanesumdæmi 2003-2004 10.03.03 24.03.03
03-030 N.ey. Ólafsfjarðarvegur (82),
brú á Ólafsfjarðarós 10.03.03 31.03.03
03-015 Rn. Hringvegur (1),
Víkurvegur - Skarhólabraut, hönnun 03.03.03 31.03.03
Útboð á samningaborði Auglýst: Opnað:
02-044 N.v. Siglufjarðarvegur (76), Gránu-
gata -Tjarnargata á Siglufirði 24.02.03 17.03.03
03-006 Vl. Bæjarsveitarvegur (513),
Borgarfjarðarbraut - Laugarholt 03.03.03 17.03.03
03-025 N.v. Þverárfjallsvegur (744),
Strandvegur á Sauðárkróki 2003 24.02.03 10.03.03
02-099 N.v. Fitjavegur (714)
Ásland - Miðfjarðarvegur 24.02.03 10.03.03
03-023 N.v. Yfirborðsmerkingar
með vegmálningu 2003-2004 24.02.03 10.03.03
03-004 Vf. Djúpvegur (61), Þorskafjarðar-
vegur - Sóleyjarhvammur 24.02.03 10.03.03
03-005 Vf. Efnisvinnsla á Vestfjörðum 2003 24.02.03 10.03.03
02-019 Vl. Snæfellsnesvegur (54),
um Kolgrafafjörð 17.02.03 10.03.03
03-026 Au. Fáskrúðsfjarðargöng, eftirlit 17.02.03 17.03.03
03-016 Rn. Reykjanesbraut (41),
gatnamót við Stekkjarbakka 10.02.03 10.03.03
03-035 Rn. Reykjanesbraut (41),
gatnamót við Stekkjarbakka, eftirlit 17.02.03 03.03.03
03-027 Vl. Snæfellsnesvegur (54),
um Kolgrafafjörð, niðurrekstrarstaurar 10.02.03 24.02.03
01-122 Au. Fáskrúðsfjarðargöng 21.05.02 17.02.03
Samningum lokið Opnað: Samið:
02-074 Vf. Vestfjarðavegur (60),
ræsi í Ausuá í Dýrafirði 03.03.03 17.03.03
Græðir sf., Flateyri
Yfirlit yfir útboðsverk
Þessi listi er stöðugt til endurskoðunar og geta dagsetningar og annað breyst fyrirvaralaust.
Það eru auglýsingar útboða sem gefa endanlegar upplýsingar.
Fremst í lista er númer útboðs í númerakerfi framkvæmdadeildar. Þá er skammstöfun fyrir
umdæmi Vegagerðarinnar: Sl:Suðurland, Rn:Reykjanes, Vl:Vesturland, Vf: Vesfirðir,
N.v: Norðurland vestra, N.ey: Norðurland eystra, Au:Austurland. Rautt númer = nýtt á lista
Fyrirhuguð útboð Auglýst:
dagur, mánuður, ár
03-001 Vf. Djúpvegur (61), Kleifar - Hestur 03
03-056 Sl. Árbæjarvegur (271), Hringvegur - Heiðarbrún 03
03-055 Sl. Villingaholtsvegur (305), Vatnsendi - félagsheimili 03
03-054 Sl. Uxahryggjarvegur (52) um Sandkluftarvatn 03
03-053 Sl. Um Klifanda - vegur og varnargarður 03
03-052 Sl. Reynishverfisvegur (215),
Hringvegur - Reynishverfi 03
03-051 Sl. Sólheimavegur (354) 2003 03
03-050 Sl. Skeiða- og Hrunamannavegur (30),
klæðing um Brúarhlöð 03
03-049 Vf. Djúpvegur (61), Forvaði - Grindarkrókur 03
03-048 Vf. Djúpvegur (61), Kambsnes - Hattardalur 03
03-047 Vf. Tálknafjarðarvegur (617), um Sveinseyri 03
03-045 Vf. Vestfjarðavegur (60), Eyrará - Múli 03
03-042 N.ey. Eyjafjarðarbraut eystri (829),
Litli Hamar - Rútsstaðir 03
02-100 N.v. Skagavegur (745)
Skagastrandarvegur - Hafnaá 2003 03
03-020 Au. Jökulsá í Lóni, göngubrú 03
03-021 Au. Yfirlagnir á Austurlandi 2003 03
03-010 Rn. Kjósarskarðsvegur (48) endurbygging. II. áfangi 03
03-022 Au. Styrkingar og mölburður á Austurlandi 2003 03
02-098 N.v. Vatnsnesvegur (711) Tjarnará - Þórsá 2003 03
02-102 N.v. Siglufjarðarvegur (76) um Hofsá 2003 03
02-015 Sl. Hringvegur (1), við Hellu 03
03-009 Rn. Reykjanesbraut (41),
Fífuhvammsvegur - Vífilsstaðavegur 03
03-008 Vl. Yfirlagnir á Vesturlandi 2003 - 2004 03
03-011 Rn. Yfirlagnir Reykjanesi 2003, malbik 03
03-040 N.ey. Norðausturvegur (85),
Breiðavík - Bangastaðir 03
03-041 Au. Norðausturvegur (85),
Öxarfjarðarheiðarvegur - Sveltingur 03
03-017 Au. Norðfjarðarvegur (92), um Hólmaháls 03
03-046 Vf. Vestfjarðavegur (60), brú á Múlaá í Kollafirði 03
03-014 Rn. Hringvegur (1),
vegamót við Nesbraut, hönnun 03
03-037 N.v. Þverárfjallsvegur (744),
Skagastrandarvegur - Skúfur 03
03-039 Sl. Þjónusta vega, snjómokstur og hálkuvörn
í Rangárvallasýslu (Þjórsá-Markarfljót) 2003-2008 03
03-036 Sl. Yfirlagnir og styrkingar á Suðurlandi 2003 03
02-014 Sl. Hringvegur (1), vega- og brúargerð
við Skaftá 03
03-031 N.ey. Möðruvallavegur (813) 03
00-054 Rn. Hallsvegur (432),
Fjallkonuvegur – Víkurvegur 03
02-091 Áætlunarakstur á Suðurlandi
og hluta Austurlands 2003 - 2005 03
02-101 N.v. Víðimýrarvegur (7681)
- Löngumýrarvegur (7691) 2003 03.03
02-103 N.v. Efnisvinnsla á Norðurlandi vestra 2003 03.03