Reykjanes - 03.12.2015, Blaðsíða 8
8 3. Desember 2015
Hvað vilt þú gera í
málinu ágæti þingmaður?
1. Staða og kjör eldri borgara hafa
að undanförnu verið mikið í um-
ræðunni. Á Alþingi svaraði ráð-
herra fyrirspurn frá Ernu Indriða-
dóttur, þar sem fram kom að 31028
eldri borgarar hafa lægri greiðslur
mánaðarlega en 300 þúsund krónur.
Þetta er 69,4% af öllum sem eldri
eru en 67 ára.
Fjármálaráðherra hefur gefið út
að greiðslur frá Tryggingastofnun
hækki um 9,4% um næstu áramót.
Á vinnumarkaðnum eru samningar
afturvirkir frá 1. maí s.l. Kjaradómur
hefur ákveðið að 9,3% hækkun til
þingmanna, ráðherra og fleiri gildi
frá 1. mars s.l. Það er mikið óréttlæti
að eldri borgarar sitji ekki við sama
borð og aðrir. Hvað vilt Þú ágæti
þingmaður gera í málinu?
2. Fram hefur komið að meðal biðtími
fólks eftir hjúkrunarrými í landinu
er um 80 dagar. Á Suðurnesjum er
meðal biðtími 138 dagar. Langur
biðlisti er hér eftir hjúkrunarrými.
Er þetta ásættanlegt ástand? Hvað
vilt þú ágæti þingmaður gera í mál-
inu?
Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingu:
Viljum að kjör eldri
borgara og öryrkja
hækki frá 1. maí
1. Staða og kjör eldri borgara hafa
að undanförnu verið mikið í um-
ræðunni. Á Alþingi svaraði ráð-
herra fyrirspurn frá Ernu Indriða-
dóttur, þar sem fram kom að 31028
eldri borgarar hafa lægri greiðslur
mánaðarlega en 300 þúsund krónur.
Þetta er 69,4% af öllum sem eldri
eru en 67 ára.
Fjármálaráðherra hefur gefið út
að greiðslur frá Tryggingastofnun
hækki um 9,4% um næstu áramót.
Á vinnumarkaðinum eru samn-
ingar afturvirkir frá 1. maí s.l.
Kjaradómur hefur ákveðið að 9,3%
hækkun til þingmanna, ráðherra
og fleiri gildi frá 1. mars s.l. Það er
mikið óréttlæti að eldri borgarar
sitji ekki við sama borð og aðrir.
Hvað vilt Þú ágæti þingmaður gera
í málinu?
Við í Samfylkingunni viljum að kjör
eldri borgara og öryrkja hækki frá 1.
maí. Við höfum lagt fram tillögu um
það á alþingi og við munum leggja
fram breytingartillögu þess efnis bæði
við fjáraukalög ársins í ár og fjárlög
2016. Það kostar ríkissjóð um 6,5
milljarða á árinu 2015 og rétt um 5
milljarða á árinu 2016 að láta kjörin
haldast í hendur við hækkanir lægstu
launa. Það er nánast sama upphæð
og skattalækkanir sem boðaðar eru
og gagnast ekkert þeim með lægstu
launin en best þeim sem eru með
700 þúsund krónur á mánuði. Ríkis-
stjórnin velur að nota sameiginlegan
sjóð okkar allra til að lækka skatta á
þá sem búa við mun betri kjör en eldri
borgarar og öryrkjar en halda þeim
hópi undir lágmarkslaunum. Hún vill
miða við lög sem tryggja aðeins kjara-
bætur frá áramótum og samkvæmt
almennri launaþróun. Það er rétt að
rifja það upp til samanburðar að við
kauphækkanirnar árið 2011 var það
ákvörðun vinstri stjórnarinnar að
kjör eldri borgara og öryrkja skyldu
fylgja launahækkunum lægstu launa
og frá sama tíma ársins.
2. Fram hefur komið að meðal biðtími
fólks eftir hjúkrunarrými í landinu
er um 80 dagar. Á Suðurnesjum er
meðal biðtími 138 dagar. Langur
biðlisti er hér eftir hjúkrunarrými.
Er þetta ásættanlegt ástand? Hvað
vilt þú ágæti þingmaður gera í mál-
inu?
Nei þetta er ekki ásættanlegt ástand.
Við bíðum nú eftir áætlun heilbrigð-
isráðherra um málið. Síðast þegar ég
frétti af þessum málum þá var höfuð-
borgarsvæðið og Suðurland á undan
okkur í röðinni. Þó er ljóst að mun
hærra hlutfall íbúa á Suðurnesjum
eru á biðlista eftir hjúkrunarrými.
Þetta er mál sem allir þingmenn
Suðurkjördæmis ættu að geta sam-
einast um að berjast fyrir. Ég skora á
stjórnarþingmenn svæðisins að berj-
ast með okkur í stjórnarandstöðunni
fyrir bættri stöðu þessara mála. Við
í vinstri stjórninni gátum fundið
leið til að byggja ný hjúkrunarrými
á Nesvöllum í mestu efnahagslægð
sem gengið hefur yfir landið. Það
ætti því að vera mun auðveldara nú
þegar kreppuár efnahagshrunsins
eru að baki ,að finna leið til að bæta
stöðu eldri borgara ef vilji er fyrir
hendi.
Ásmundur Friðriksson alþingismaður Sjálfstæðisflokki:
Verkefnið er að bæta kjörin
Það verður ekki gert með innatómum hrópum.
Blaðið Reykjanes sendir öllum þingmönnum kjördæmisins reglulega fyrirspurnir og ég
legg mig fram um að svara þeim í hvert
sinn samkvæmt sannfæringu minni.
Ég er þakklátur ritstjóra blaðsins
fyrir að halda þingmönnum á tánum
og að þeir fái tækifæri til að upplýsa
um skoðanir sínar á þeim málum
sem spurt er um. Ég er ekki vanur
að líta um öxl en mikilvægt að halda
því til haga að á síðasta kjörtímabili
voru bætur almannatrygginga skertar
verulega en núverandi ríkisstjórn hefur
afnumið þær skerðingar. Það er því
holur hljómur í þeim sem það gerðu og
kalla nú eftir auknum bótagreiðslum
og vilja nú gera allt fyrir alla. Því miður
er það ekki hægt, að gera allt fyrir alla
og slíkur málflutningur dæmir sig
sjálfur.
Ég vil áður en ég svara spurningum
um kjör eldri borgara og þeirra sem
njóta lífeyrisgreiðslna segja það að
mér finnst greiðslurnar lágar, þær
eru flóknar í útreikningi og skerðingar
eru of miklar þrátt fyrir jákvæðar
breytingar á þeim sem núverandi ríkis-
stjórn gerði. Það er líka skoðun mín að
þeir sem eru að fara á lífeyri en vilja t.d.
vinna áfram hlutastarf bera ekkert úr
bítum vegna þeirra skerðingarreglna
og skatta sem leggjast á vinnufram-
lagið. Það er mjög mikilvægt að finna
lausn, hvata svo lífeyrisþegar vilji sinna
áfram hlutastarfi á meðan starfsþrekið
og áhugi er til staðar og beri sanngjörn
laun úr bítum, en það er önnur um-
ræða en hér er beðið um.
Fyrirspurn Reykjaness;
Hvað vilt þú gera í málinu
ágæti þingmaður?
1 Staða og kjör eldri borgara hafa
að undanförnu verið mikið í um-
ræðunni. Á Alþingi svaraði ráð-
herra fyrirspurn frá Ernu Ind-
riðadóttur, þar sem fram kom að
31028 eldri borgarar hafa lægri
greiðslur mánaðarlega en 300
þúsund krónur. Þetta er 69,4% af
öllum sem eldri eru en 67 ára.
Varðandi fyrirspurn um að 69,4%
þeirra sem eru eldri en 67 ára eða
31028 manns fái lægri mánaðarlegar
greiðslur en 300 þúsund krónur bendi
ég á að samkvæmt þeim kjarasamn-
ingum sem gerðir voru í júní 2015
hækkaði lágmarkstekjutrygging úr
214 þúsund krónum á mánuði í 245
þúsund krónur. Þá er gert ráð fyrir því
að í lok samningstímans á árinu 2018
verði lágmarkstekjutrygging komin í
300 þúsund krónur. Það er því verkefni
mitt á Alþingi að berjast fyrir því að
mánaðarlegar greiðslur lífeyrisþega
verði sem næst þeirri tölu í lok samn-
ingstímans á almennum markaði.
Fjármálaráðherra hefur gefið út
að greiðslur frá Tryggingastofnun
hækki um 9,4% um næstu áramót.
Á vinnumarkaðnum eru samningar
afturvirkir frá 1. maí s.l. Kjaradómur
hefur ákveðið að 9,3% hækkun til
þingmanna, ráðherra og fleiri gildi frá
1. mars s.l. Það er mikið óréttlæti að
eldri borgarar sitji ekki við sama borð
og aðrir. Hvað vilt þú ágæti þingmaður
gera í málinu?
Á almennum vinnumarkaði gilda
reglur um frjálsa samninga en bætur
almannatrygginga og greiðslur lífeyris
eru bundnar í fjárlögum hvers ár og
hefur svo verið lengi. Þeim lögum
hefur ekki verið breytt og sú spurn-
ing um óréttlæti til eldri borgara að
þeir sitji ekki við sama borð skiljanleg
í því ljósi. Ég geri þó ráð fyrir að þessi
skörun við almenna vinnumarkað-
inn skarist í báðar áttir í áranna rás
en vissulega kemur hún illa út fyrir
lífeyrisþega þegar samið er um mitt
ár eins og nú.
Varðandi laun þingmanna og ráð-
herra þá eru þau ákveðin af Kjara-
dómi og dómurinn verður að skýra
út niðurstöður sínar eða blaðamaður
að snúa sér til dómsins með þær fyrir-
spurnir. Ég vil vegna umræðunnar um
að Kjaradómur ákvarði lífeyrisgreiðslur
67 ára og eldri birta til upplýsinga töflu
um launaþróun áranna 2006-2014.
Þar kemur fram að laun þingmanna,
ákvörðuð af Karadómi hækka minnst
yfir tímabilið ef frá eru talin laun for-
stjórar sem fæstir mundu sætta sig við
launakjör þingmanna reikna ég frekar
með.
Á þessari töflu kemur í ljós að starfs-
menn á almennum vinnumarkaði og
opinberir starfsmenn hækka langt
umfram laun sem ákvörðuð eru af
Kjaradómi og því ekki á vísan að róa
að færa lífeyris-og bótagreiðslur undir
dóminn eins og hávær umræða er um.
2. Fram hefur komið að meðal
biðtími fólks eftir hjúkrunar-
rými í landinu er um 80 dagar. Á
Suðurnesjum er meðal biðtími 138
dagar. Langur biðlisti er hér eftir
hjúkrunarrými. Er þetta ásætt-
anlegt ástand? Hvað vilt þú ágæti
þingmaður gera í málinu?
Ástandið er ekki ásættanlegt og
hefur ekki verið lengi. Það er samfé-
laginu dýrt að hafa ekki nóg framboð af
dvalar- og hjúkrunarrýmum fyrir þann
fjölda fólks sem á því þarf að halda.
Dæmi eru um að töluverður fjöldi
þeirra dvelur i dýrum sjúkrahúsrýmum
og eins þegar við lítum til þess að hópur
eldri borgara stækkar undrahratt á
næstu árum og vandinn vex. Þrátt fyrir
að við verðum að leysa bráðasta vand-
ann og byggja fleiri rými verðum við
samt að sjá nýjar leiðir út úr vandanum.
Helstu sérfræðingar þjóðarinnar og
nágranaþjóða okkar benda nú á aðrar
leiðir en fjölgun dvalar- og hjúkrunar-
rýma. Það hefur verið afar áhugavert að
vera þátttakandi í umræðum um nýja
sýn í öldrunarmálum sem er í raun
algjör bylting. Það er of langt að fara
út í þá umræðu í stuttir grein sem á að
vera svar við góðum spurningum. En
í stuttri útgáfu eru hugmyndirnar um
stórbætta heimaþjónustu með aðstoð
tölvutenginga þar sem hjúkrunar-
fræðingar geta verið í sambandi við
heimabúandi fólk í gegnum skjá. Þá má
fylgjast með atferli fólks og hvort allt
sé ekki á eðlilegum nótum með vatns
og rafmagnsnotkun sem numin er af
tölvum. Teppi sem nema göngulag og
annar búnaður sem kemur í veg fyrir
að fólk geti verið veikt heima án þess að
nokkur verði þess var. Byltingakenndar
nýjungar þar sem aukin aðstoð með
sjálfvirkni eykur öryggi og lækkar
kostnað. Mikilvægast er þó hreyfing
og samfélag eldra fólksins, hvíldarinn-
lagnir og einstaklingsmiðuð þjónusta
sem lengir tíma hvers og eins í eigin
húsnæði mun hafa í för með sér um-
talsverða kostnaðarlækkun frá því að
byggja endalaust dvalar- og hjúkrunar-
rými til að taka við fólki. Þannig hafa
Danir ákveðið fyrir nokkur að hætta að
byggja fleiri dvalar- og hjúkrunarrými
því nýjar leiðir bæta heilsu og fólks
og lengir þann tíma sem það eyðir á
heimilum sínum, Norðmenn og fleiri
eru að fara að ráðum Dana.
Ég hef mikinn áhuga á bættum
kjörum og lífsþægindum þeirra sem
eldri eru og mun leggja mig fram um
að vinna að þeirra málum áfram af
fullum krafti og vil fanga þá nýju sýn
sem er svo heillandi til betra samfélags
og bættra lífsgæða fyrir eldri borgara
og öryrkja.
Fjórir svara þrír ekki
Reykjanes sendi öllum þing-mönnum sem búsettiir eru á Siuðurnesjum spurningarnar tvær. Þingmennirnir eru sjö. Fjórir svara eins og sjá má hér. Þrír þingmenn svara ekki.