Bændablaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. nóvember 2014 „Við fengum okkar fyrstu geitur 2008 frá Fjallalækjaseli við Þórshöfn, tvær huðnur og tvo hafra. Síðan þá höfum við fjölgað smátt og smátt í stofninum og erum komin með ellefu geitur og ætlum að fjölga enn frekar,“ segir Bettina Wunsch í Brautartungu í Háfshverfinu í Þykkvabænum. „Mér finnst þetta frábærar skepnur, vinalegar og góðar.“ Prófar sig áfram með afurðir úr geitamjólkinni Bettina mjólkar fjórar geitur daglega og er að prófa sig áfram með afurðir úr geitamjólkinni eins og geitaís, geitajógúrt, geitafetaost og geitaskyr. „Viðtökurnar eru mjög góðar, fólki sem ég gef að smakka finnst þetta allt mjög gott og spennandi,“ segir hún. Allar geiturnar í Brautartungu hafa nafn og má þar nefna Gjósku, Dalíu, Þrá, Freyju, Rönd, Rósu, Gasellu, Jónsa og Presley. /MHH Fréttir Veggspjald sem sýnir lita- fjölbreytileika íslenska geita- stofnsins er komið út. Það eru Bændasamtök Íslands sem standa að útgáfunni en ljósmyndirnar koma úr ýmsum áttum. Á spjaldinu eru alls 24 fjölbreyttar myndir af geitum, teknar af Jóni Eiríkssyni, Áskeli Þórissyni, Önnu Maríu Geirsdóttur, Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur og Guðmundi A. Guðjónssyni. Eins og kunnugt er hafa geitfjárræktendur staðið í ströngu síðustu ár til þess að vernda íslensku geitina og efla stofninn. Mikill áhugi er á meðal almennings um málefni geitfjárræktarinnar og er útgáfa veggspjaldsins ekki síst hugsuð til þess að ýta enn frekar undir fræðslu um þennan einstaka stofn. Litaveggspjöld af íslensku búfé hafa notið mikilla vinsælda í gegnum árin en þau eru fáanleg hjá BÍ og í bókaverslunum víða um land. Tvær stærðir eru í boði, A3 og stór veggspjöld í stærðinni 61X87 cm. Minna spjaldið kostar 900 kr. og það stærra 1.500 kr. Þeir sem vilja panta nýja geitaspjaldið geta sent tölvupóst á jl@bondi.is eða haft samband í síma 563-0300 og fengið veggspjald sent um hæl. Íslenska geitin komin á veggspjald Rúllupylsu- keppnin 2014 Slow Food á Íslandi og Þaulsetur sf. standa fyrir keppni í gerð rúllupylsu í Þurranesi í Saurbæ laugardaginn 22. nóvember kl. 14. Skráning í keppnina er sama dag milli kl. 13–13.30 í Þurranesi. Dómarar verða meðal annars Dominique Plédel Jónsson frá Slow Food Ísland og Kjartan H. Bragason frá Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna. Í tilkynningu frá aðstandendum keppninnar segir að rúllupylsugerð úr kindakjöti sé gömul og góð hefð á íslenskum heimilum. Keppnin sé haldin til að viðhalda og vekja athygli á fornum hefðum og handverki í matargerð. Fornar verkunarhefðir og handverk í matargerð megi hvorki gleymast né staðna. Því sé nauðsynlegt að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín, prófa nýjar leiðir og stuðla þannig að þróun í gerð hefðbundinna matvæla. Kynslóðirnar er því hvattar til að koma saman við rúllupyslugerð, læra hver af annarri og njóta tímans saman. Bettina Wunsch hóf geitabúskap í Þykkvabænum 2008: Geitaís, geitaostur, geitajógúrt og geitaskyr á boðstólum Bettina, sem er frá Þýskalandi, hefur búið á Íslandi síðan 1991 og unir hvergi hag sínum betur en í Brautartungu innan um geiturnar sínar, sauðféð, hestana Myndir / Magnús Hlynur Heiðarsson Bettina að handmjólka eina geitina Samið um eflingu geitfjárræktar við Erfðanefnd landbúnaðarins Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið kynnti 16. október síðastliðinn að gerður hafi verið samningur við Erfðanefnd landbúnaðarins um að efla geit- fjárrækt á Íslandi. Reiknað er með að kostnaður verði samtals 7 milljónir króna á næstu þremur árum. Gert er ráð fyrir að Erfðanefnd landbúnaðarins verði falið að ráðstafa stuðningnum í samræmi við tillögur vinnuhóps sem ráðherra skipaði í vor. Samkvæmt tillögunum er ætlunin að auka beinan stuðning til geitabænda og gera átak í sæðistöku og djúpfrystingu sæðis svo koma megi upp erfðabanka er varðveiti mikilvægustu erfðaþætti stofnsins. Þá verður, í samstarfi við Bændasamtök Íslands, búinn til stafrænn gagnagrunnur með öllum ætternisupplýsingum sem safnað hefur verið frá upphafi um íslenska geitfjárstofninn. Einnig er stefnt að því að við endurnýjun næstu búvörusamninga verði geitfjárrækt jafnsett sauðfjárrækt í opinberum stuðningi. Þannig megi tryggja ræktun og viðhald stofnsins til framtíðar. Auk þess mun það væntanlega auðvelda áhugasömum ræktendum að fjölga í hjörðum sínum og auka framboð á afurðum. Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja Íslenska geitin The Iceland Breed of Goats Svartkápóttur, hyrndur, ungur hafur. Black piebald, horned young buck. Hvítur, hyrndur, fullorðinn hafur. White, horned, adult buck. Svartkápótt, hyrnd, fullorðin huðna með krúnu. Black piebald, horned adult doe with a hood and a head spot. Hvítur, kollóttur, fullorðinn hafur með síðan ennistopp. White, polled adult buck with a long tuft of hair on the forehead. Gráflekkótt, kollótt, ung huðna. Grey-piebald, polled young doe. Svartgolsuflekkótt, hyrnd, ung huðna. Black badgerface-piebald, horned, young doe. Hvítur, hyrndur, ungur hafur með síðan ennistopp og svartflekkóttur, hyrndur, ungur hafur. White, horned, young buck with a long tuft of hair on the forehead and a piebald, horned, young buck. Gráhöttóttur, hyrndur, fullorðinn hafur. Grey-piebald, horned, adult buck, with a hood. Golsuflekkóttur, hnýflóttur, ungur hafur með síðan ennistopp. Badgerface-piebald, young buck with scurs on the head and a long tuft of hair on the forehead. Golsuflekkótt, kollótt, fullorðin huðna og tvö hvít kið með hnýfla. Badgerface-piebald, polled, adult doe and two kids with scurs on the head. Hópur af hyrndum og kollóttum huðnum í ýmsum litum. A group of horned and polled does showing a range of colour patterns. Hvítir kiðlingar, hyrndur og kollóttur, að leik. White kids, horned and polled, playing. Golsuflekkóttar, kollóttar, mæðgur á vorbeitilandi. Badgerface-piebald, polled, adult doe with her female kid, on spring pasture. Grágolsótt, hyrnd, ung huðna á húsi. Grey badgerface, horned, young doe, during winterhousing. Fullorðin, hyrnd huðna og ungt kið, bæði golsuflekkótt að lit. Adult, horned doe and a young kid, both badgerface-piebald in colour. Hvítur, kollóttur, fullorðinn hafur, með síðan ennistopp, í grösugum sumarhögum. White, polled, adult buck with a long tuft of hair on the forehead, on a lush summer pasture. Golbíldóttur, kollóttur kiðlingur. Black badgerface-piebald polled kid. Grátt, hyrnt kið. Grey, horned kid. Svartflekkóttur, hyrndur kiðlingur. Black piebald, horned kid. Golsuflekkóttir, hyrndir kiðlingar að leik. Badgerface-piebald, horned kids playing. Grágolsuflekkóttur, hyrndur kiðlingur. Grey badgerface-piebald, horned kid. Svartgolsuflekkóttur, kollóttur huðnukiðlingur með áberandi rauðgulan lit. Black badgerface-piebald, polled female kid with a prominent red tan colouration. Ljósmyndir: Áskell Þórisson, Anna María Geirsdóttir, Guðmundur A. Guðjónsson, Jóhanna B. Þorvaldsdóttir og Jón Eiríksson Textar og þýðing: Ólafur R. Dýrmundsson Framleiðandi: Bændasamtök Íslands Gráflekkótt, hyrnd, fullorðin huðna. Grey-piebald, horned adult doe. B Æ N D A S A M T Ö K Í S L A N D S www.bondi.is Svartflekkóttur, hyrndur, fullorðinn hafur með síðan ennistopp. Black-piebald, horned, adult buck with a long tuft of hair on the forehead.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað: 21. tölublað (06.11.2014)
https://timarit.is/issue/385806

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

21. tölublað (06.11.2014)

Aðgerðir: