Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 8
FERÐA TOSKUR Fiber-pappatöskur Gallontöskur Gallontöskur með hjolurn Nælontöskur Nælontöskur með hjólum Nælon töskur með hjólum stærðir 65-75 csn stærðir45-75 cm stærð 75 cm stærð 65 cm stærð 70 cm stærðir 75 cm Verðfrákr. 510,- Verðfrákr. 950,- Verðfrákr. 1.050,- Verðfrákr. 1.275,- Verðfrákr. 1.530,- Verð frá kr. 1.700,- BÓKAV. JÓNASAR TÓMASSONAR SÍMI3123 ÍSAFIRÐI vestfirska FRETTABLADIÐ ERNIR P ISAFIROI Símar 3698 og 3898 BILALEIGA Fjárhagsáætlun ísafjarðarkaupstaðar árið 1985: Tæpar 22 milljónir til nýframkvæmda — Nýjar lántökur, 9 milljónir —12 milljónir, fara í afborganir Fjárhagsáætlun ísafjarðar- kaupstaðar fyrir árið 1985 var afgreidd á fundi bæjarstjórnar síðastliðinn laugardag. Þuríður Pétursdóttir formaður bæjar- ráðs var fengin til að segja les- endum Vf frá helstu niðurstöð- um áætlunarinnar. Heildartekjur eru áætlaðar 152 milljónir króna og gjöld í rekstri 127 milljónir. Til fram- kvæmda og afborgana af lánum eru þá eftir 25 milljónir. Auk þess er gert ráð fyrir 9 milljón króna lántökum til fram- kvæmda á árinu. Til afborgana af lánum eru áætlaðar 12 mill- jónir þannig að til framkvæmda koma tæpar 22 milljónir króna. Ef litið er á nýframkvæmdir, sem gert er ráð fyrir, þá fara 7.2 milljónir í gatnagerð. Hlutur bæjarins í byggingu Stjórn- sýsluhúss er áætlaður um 8 milljónir, eða sama upphæð og bærinn fær í gatnagerðargjöld af sömu byggingu. Dagheimili við Eyrargötu verður lokið á þessu ári og fara um 4 milljónir til þess verks. Stefnt er að því að ljúka byggingarnefndarteikn- ingum og koma tæknivinnu af stað við fyrirhugað íþróttahús á þessu ári og eru 1.3 milljónir ætlaðar til þess. Því er ljóst að ekki verður byrjað á neinum verklegum framkvæmdum við það í ár. Stefnt er að því að ganga endanlega frá skólplögnum í Hnífsdal en það mál er þó í nokkurri óvissu þar sem ekki er ljóst hvort hægt sé að fara eftir áður gerðum teikningum. vestfirska m hefur heyrt l AÐ lögreglan hafi aðallega tekið myndir frá samtökum rétthafa um myndbandadreif- ingu í rassíunni á mánudag- inn og m.a. fengust þær upp- lýsingar í einni leigunni á ísa- firði að allar þær myndir sem þar voru teknar hafi verið búnar að ganga í kvikmynda- húsum á íslandi á undanförn- um árum. AÐ Vestur-ísfirðingar séu orðnir langþreyttir á sam- skiptum við Vegagerðina og því hvað erfiðlega gengur að fá fjallvegi mokaða. Sérstak- lega 4 þetta við þegar tíð er góð eins og verið hefur að undanförnu en einhverjir smáskaflar eða snjóflóð verða til að teppa leiðina til ísafjarðar til dæmis, þangað sem þeir verða að sækja svo stóran hluta sinnar þjónustu. Síðastliðinn föstudag féll snjóflóð á veginn yfir Breiöa- dalsheiði en af því að ekki var snjómokstursdagur fékkst leiðin ekki opnuð og því urðu Þingeyringar sem staddir voru á ísafirði að taka leigu- flugvél yfir. Frá lögreglu: Á100 km hraða niður Hafnarstræti Það var frekar erilsamt hjá lögreglunni á ísafirði um helg- ina að sögn Braga Beinteins- sonar yfirlögregluþjóns. Þrír voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Einn þeirra var réttindalaus og var sá stöðvaður eftir að hafa ekið á um 100 km. hraða niður Hafn- arstrætið laust upp úr miðnætti á föstudagskvöld. Aðfararnótt laugardags var hafin leit að manni sem hafði lagt af stað frá Hólmavík á leið til ísafjarðar um klukkan 20:00 á fólksbíl og var ekki kominn fram. Björgunarsveitarmenn frá Hólmavík fundu hann heil- an á húfi en fastan á Þorska- fjarðarheiðinni klukkan rúm- lega 5 um nóttina. Aðfararnótt sunnudags fór bíll út af Hnífsdalsveginum við Pétursborg. Tvennt var í bílnum og slasaðist hvorugt. Bíllinn er sennilega ónýtur. Ölvun var í meira lagi um helgina og erilsamt eins og áður segir og þurfti lögreglan oft að hafa afskipti af drukknu fólki. Hann var ansi illa útleikinn, bfllinn sem fór út af Hnífsdalsveginum © PÓLLINN HF Isafirði Sími3792 Stingur þú? Þarftu kannski að fá þér nýja rakvél? Ef svo er, þá eigum við fyrir þig margar gerðir af frábærum rakvélum frá Philips, Braun og Remington Ákveðið var að veita pening- um í það að hressa svolítið uppá húsnæði Gagnfræðaskólans á ísafirði en það hefur ekki verið bjóðandi vinnustaður, hvorki börnum né kennurum. Slitlag verður lagt á Urðarveg og Hjallaveg. Alíar þær framkvæmdir sem hér hafa verið taldar verða sett- ar uppí einhverskonar for- gangsröð og ekki ráðist í þær fyrr en ljóst er að fjármagn til þeirra sé tryggt. Þvi kann eitt- hvað að falla af listanum ef ekki fást þau lán sem áætlað er að taka. Þuríður sagði að á síðastliðn- um tveimur árum hafi verið tekin nokkur lán til að koma vanskilalánum í skil og til að breyta skammtímalánum í lengri lán. Á síðasta ári voru nýjar lántökur ívið hærri en af- borganir af skuldum en nú eru lántökurnar lægri. Það er því nokkur framför að þessu leyti, sagði Þuríður, en tók fram að vaxtapólitík núverandi stjórn- valda í landinu væri ekki hag- stæð sveitarstjórnum frekar en almenningi. í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir nýjum skatti til sérstaks verkefnis og er það búfjárskatt- ur sem verður lagður á eigendur hesta og kinda sem ekki eru á lögbýlum. Þeim peningum sem fást með þessari skattlagningu verður varið til þess að ljúka við að girða í kringum bæjarlandið og græða upp beitilönd. For- dæmi slíkrar skattlagningar er m.a. að finna á Akureyri og á Akranesi. Flest ef ekki öll fiskiskip sigldu í höfn í gær vegna verk- falla í kjölfar áskorana sem bárust skipstjórum um að þeir sigldu skipum sínum í land. Nokkrir línubátar reru einn eða tvo róðra eftir að verkfall skall á en eru nú allir lagstir við bryggju. Að sögn • sjónarvotta var klukkan orðin 18:02 þegar Guðbjörg lagði frá bryggju á sunnudaginn en útgerðarmað- ur skipsins segir aö það hafi farið út fyrir 18:00, þ.e. áður en verkfall hófst. Ljósavél Guðbjargar hafði eyðilagst og var fengin vara- rafstöð að láni hjá Orkubúinu. Til stóð að skipið fiskaði í sigl- ingu og notaði ferðina til að ná í nýja Ijósavél til Hollands. Þó að skip séu búin að landa þeim afla sem þau komu með inn í gær höfum við ekki neinar tölur um það nú og verðum að láta okkur nægja tölur um síð- ustu landanir. BESSI landaði 32 tonnum af þorski á laugardaginn. GUÐBJARTUR kom inn á föstudag með 30 tonn og fór ----------------------“““Tl svo í slipp á Akureyri á laugar- I dag. PÁLL PÁLSSON landaði 55 * tonnum af þorski á föstudag- j inn. | GUÐBJÖRG landaði 78 tonn- | um á sunnudaginn. I JULÍUS GEIRMUNDSSON ■ seldi 172,894 tonn í Bremer- J haven á mánudagin. Brúttó- ! verðmæti aflans var 6.241.937 | krónur og meðalverð því 35,09 | krónur. I HEIÐRÚN landaði 28 tonnum ■ af þorski á laugardaginn. * DAGRÚN landaði 37 tonnum af j þorski á laugardaginn. SÓLRÚN er á rækjuveiðum. | ELÍN ÞORBJARNADÓTTIR I landaði tæpum 60 tonnum á I laugardaginn, mest þorski. GYLLIR seldi á þriðjudaginn í j Cuxhaven 149 tonn og var J megnið af því karfi en eitthvað | var líka af ufsa. Meðalverð var I 34,60 krónur á kg. Verið er að I gera við spilið í skipinu og gæti ■ heimkoman því dregist í nokkra J daga. FRAMNES I. landaði 114 | tonnum af blönduðum afla á I fimmtudaginn. SLÉTTANES landaði 57 tonn- J um af þorski á laugardaginn. SÖLVI BJARNASON landaði J 32 tonnum af þorski á föstu-1 daginn. I TÁLKNFIRÐINGUR landaði 52 ■ tonnum á laugardaginn afj blönduðum afla. SIGUREY landaði á laugar-j daginn 45 tonnum, mest þorski. | HAFÞÓR er í hafrannsóknar-1 leiðangri. I BÍLALEIGA Nesvegi 5 - Súðavik s 94 - 4972 - 4932 Grensasvegi 77 - Reykjavik S 91-37688 Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.