Vestfirska fréttablaðið - 03.04.1986, Blaðsíða 7
■5
vestfirska
TTABLACID
7
Þegar þú kemur suður, þá tekur
þú við bílnum frá okkur á
Reykjavíkurflugvelli.
Svo skilur þú hann eftir á sama
stað, þegar þú ferð.
GEYSIR
Sílaleiga
Car rental
BORGARTÚNI 24 — REYKJAVÍK — SÍMI 11015
Kröfur um úrbætur í
húsnæðismálum
Frá áhugamönnum um úrbætur f
húsnæðismálum á Suðureyrí. Á-
skorun til ríkisstjómar Islands og
alþingismanna, samþykkt á fundi
áhugamanna um úrbætur i húsnæð-
ismálum á Suðureyrí 23. mars 1986.
Við heitum á ríkisstjóm tslands
og alla alþingismenn að beita sér
þegar í stað fyrir raunverulegum
úrbótum til handa húsnæðiskaup-
endum, sem eru að sligast vegna
greiðsluerfiðleika sem víða upp-
fyllir verðgildi eignanna, sem víða
á landsbyggðinni selst ekki í
þokkabót. Margt fólk hefur misst
húsnæði sitt fyrir lítið, aðrir ramba
á barmi gjaldþrots, mörg heimili
eru í upplausn. Við eram nú að
súpa seyðið af stefnu í lánskjara- og
launamálum, sem ekki hefur geng-
ið upp fyrir stóran hóp í þjóðfélag-
inu, einkum þá sem Utlar tekjur
hafa. Ráðamenn hafa margoft við-
urkennt þetta í orði og nú verða
þeir að vera menn til að axla á-
byrgðina í verki með myndarlegum
aðgerðum. Hugsanlegar breytingar
á lánskjaravísitölu nú greiða ekki
úr vanda þeirra sem um langt skeið
hafa þurft að standa undir okur-
byrðum. Það hefur sýnt sig að við-
bótarlán eru skammgóður vermir
og með því að bjóða okkur sífellt
upp á ný neyðarlán, eruð þið í raun
að endurlána okkur peninga sem
þið hafið þegar tekið af okkur með
óréttmætum hætti. Við krefjumst
leiðréttingar aftur í tímann, auk
þess sem við teijum okkur eiga rétt
á að njóta allrar þeirrar lánafyrir-
greiðslu sem nýtt húsnæðislána-
kerfi kann að bjóða upp á. Stöðvið
nauðungaruppboðin þegar í stað,
og gangið að eðlilegum réttlætis-
kröfum, við verðum ekki blekkt
lengur. Við miðum allar aðgerðir
ykkar með hliðsjón af fjárhag
heimilanna, þau geta ekki axlað
þær byrðar sem á þau eru lagðar
með ofurþunga lánskjara og lágum
kauptöxtum.
Hver er lausn ríkisstjórnarinnar
fyrir fólk á landsbyggðinni sem
vegna breyttra aðstæðna svo sem
veikinda, atvinnu, skólamála, flytj-
ast búferlum? Hér á Suðureyri hef-
ur íbúðarhúsnæði ekki selst í tvö ár,
þannig að fólk er fjötrað hér vegna
fasteigna sem þar að auki reynast
svo verðlausar.
Svar óskast strax.
Fréttatilkynning.
Stjóm foreldrafélags
Gnmnskólans ályktar
Stjóm Foreldrafélags Grunn-
skólans á ísafirði, lýsir yfir áhyggj-
um sínum vegna uppsagnar skóla-
stjóra og kennara við Grunnskól-
ann á ísafirði, sem koma eiga til
framkvæmda 1. maí n.k.
Orsök uppsagnar þeirra eru hin
lágu laun sem kennarastéttin í
landinu býr við. Þetta hefur einnig
valdið verkföllum og truflunum í
skólastarfi grunnskólanna nú síð-
ustu ár. Allir eru sammála um að
kennarar búi við of lág laun. Yfir-
völd hafa margsinnis viðurkennt
það og lofað hefur verið úrbótum.
Þrátt fyrir það virðist mikill seina-
gangur á því að standa við þau lof-
orð. Afleiðingin er flótti kennara úr
störfum, og þar af leiðandi örar
mannabreytingar í starfsliði skóla,
sem hlýtur að valda erfiðleikum, og
ekki síst það, að æ fleiri réttinda-
lausir starfsmenn sinna nú kennslu.
Allt þetta bitnar á þeim fasta
kjaraa kennara, sem eru heima-
menn á hverjum stað. Og að lokum
eru að bömin sem bíða mest tjón af
þessu ástandi.
Við skorum á viðkomandi
stjómvöld að standa við orð sín og
bæta laun kennara, áður en í algjört
óefni er komið.
Við beinum því til foreldrafélaga
þar sem þau eru starfandi að standa
með kennurum í kjarabaráttu
þeirra, og jafnframt að vera virk í
starfi og styðja að uppbyggingu á
innra starfi og aðbúnaði skóla.
Við lýsum yfir fullum stuðningi
við skólastjóra og kennara Grunn-
skólans á ísafirði í því starfi, sem
hefur verið unnið, síðan ákveðið
var að sameina þá þrjá skóla á
grunnskólastigi sem hér störfuðu,
undir eina stjóm. Sérstaklega vilj-
um við þakka skólastjóra, Jóni
Baldvin Hannessyni, fyrir hans
störf við uppbygginguna. Einnig
lýsum við ánægju okkar með að
það skuli hafa tekist að koma á
samfelldum skóladegi.
Við vonumst til að fá áfram að
njóta starfskrafta hans og þeirra
kennara sem hér hafa starfað í vet-
ur, og margir hverjir í mörg ár. Við
teljum að þvi aðeins geti sú upp-
bygging haldið áfram, sem hafin er.
Öll viljum við skapa bömum okkar
það besta í því efni.
Bömin eru framtíð bæjarfélags-
ins.
Askorun
frá foreldra-
félaglnu
„Frá 13. feb. s.l. hafa nemendur
8., bekkjar Grunnskólans á ísafirði
ekki notið stærðfræðikennslu skv.
stundaskrá. Orsök þess er sú að
enginn hefur fengist til að kenna
þessa grein I forföllum kennarans.
Mikið hefur veríð auglýst og leitað,
en án árangurs.
Þetta er nánast óviðunandi á-
stand og skapar erfiðleika I áfram-
haldandi námi þessara nemenda,
sem á næsta árí eiga að taka sam-
ræmd próf. Þó að við viljum ekki
gera upp á milli einstakra náms-
greina hljótum við að álykta að
stærðfræði sé ein mikilvægasta
undirstaða í öllu öðru námi.
Af þessu tilefni viljum við beina
því til Menntamálaráðuneytis hvort
ekki sé timabært og nauðsynlegt að
taka upp sérstakt stöðugildi for-
fallakennara við Grunnskólann á
ísafirði.“
Technics Z - 50
samstæðan vinsæla
Fermingatllboð
kr. 28.650,00 stgr.
CpU CpU GpUi
1 I
Þökkum innilega veitta samúð og vináttu við útför
litla sonar okkar og bróður
ívars Bergmanns Þorgeirssonar
Kristjana Helga Jónasdóttir
Þorgeir Jónsson
Sandra Bergmann Þorgeirsdóttir
Ífástéígna-í
j VIÐSKIPTI j
| ÍSAFJÖRÐUR:
■ 3ja herb. ibúðir:
J Stórholt 7, 75,9 ferm. íbúð á 1. J
J hæð í fjölbýlishúsi.
■ Hreggnasi 3, ca. 85 ferm. íbúð í ■
■ forsköluðu timburhúsi. Góðir •
• greiðsluskilmálar.
| Fjarðarstræti 39, norðurendi g
| timburhúss. Álklætt hús í mið- |
| bænum. |
I 4 — 5 herb. íbúðir:
• Pólgata 5, 105 ferm. íbúð á e.h. J
I þríbýlishúss ásamt kjallara.
■ Silfurgata 11, ca. 100ferm. íbúð !
J í risi sambýlishúss.
| Urðarvegur 45, 103 ferm. íbúð |
■ auk bílskúrs. Svalir og stór |
■ garður.
| Einbýlishús/Raðhús I
I Norðurvegur 2, álklætt hús í I
I uppbyggingu. Mikið efni fylgir. I
J Fitjateigur 6,5 herb. einbýlishús. J
[ Skipti hér eða í Reykjavík koma J
J til greina.
■ Urðarvegur 49, nýlegt einbýlis- ■
■ hús, ásamt bílskúr og góðum ■
■ garði.
| Heimabær 3, 2x55 ferm. einbýl- |
| ishús. Gott viðhald.
I Þvergata 3, einbýlishús á eignar- I
I lóð í miðbænum. I
J Hlíðarvegur 6, nýlega uppgert J
• einbýlishús með góðum garði.
■ Iðnaðarhúsnæði á Leiti, 1501
■ ferm. iðnaðarhúsnæði á Leiti.!
! Laust strax.
J BOLUNGARVÍK:
| Þjóðólfsvegur 16, 54 ferm. íbúð *
' í fjölbýlishúsi.
■ Vitastígur 15, 76 ferm., 3 herb. !
■ íbúð í fjölbýlishúsi.
| Hafnargata 46,130 ferm., 6 herb. |
| íbúð. Skipti á ísafirði möguleg.
I Skólastígur 6, 5 herb. einbýlis-1
I hús á tveimur hæðum. |
I Hjallastræti 39, 74 ferm. einbýl-1
• ishús. Hlaðið. Stór lóð.
! Holtabrún 3, 130 ferm. einbýlis- J
| hús. Með bráðabirgðainnrétting- J
! um.
■ Traðarland 8,150ferm. einbýlis- ■
■ hús, auk bílskúrs. Rúmlega tilbú- •
■ ið undir tréverk.
| Holtastígur 22, 95 ferm. fullbúið |
| einbýlishús.
I Hjallastræti 37, ca. 100 ferm. I
I einbýlishús ásamt bílskúr. Laus I
I fljótlega. I
I Tryggvi j
i Guðmundsson:
j hdl. j
■ Hrannargötu 2,
! ísafirði, sími 3940
0
4011
I vBstlirska
TFIETTABLADID