Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 2
~> I vestlirska ~ V estíirska n FRETTABLASIS Vestfirska fréttablaöið kemur út á miðvikudögum. Ritstjórn og auglýs- ingar: Aðalstræti 35, ísafirði, s. 4011, 4423 og 3223. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon, heimasími 4446. Auglýsing- ar: Hansína Garðarsdóttir, heimasími 4057. Útlitsteiknari, Ijósmynd- ari og blaðamaður: Hörður Kristjánsson. Útgefandi: Grafíktækni h.f., ísafirði. Framkvæmdastjóri: Rögnvaldur Bjarnason. Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Prentstofan ísrún h.f., Aðalstræti 35, ísafirði. Verð kr. 70. Lausasala og áskrift. Veiðimanna- þjóðfélagið og markaðshyggjan Sérkennilegt ástand ríkir nú í ísletisku efnahagslífi og þjóðlífi og á vart sinn líkann frá stríðslokum. Þjóðin stendur frammi fyrir slíkri efnahagskreppu eftir margra missera góðæri að ekki stendur steinn yfir steini hvert sem litið er. Gjaldþrot atvinnufyrirtækja er daglegt fréttaefni og þykir vart tiltökumál þótt tugir manna missi atvinnu sína. Og kannski er þetta ekki tiltökumál, þegar í hlut eiga nýsprottin þjónustu- og milliliðafyrirtæki, sem hleypt er af stokkunum af hvötum nýfrjálshyggju og fyrirtækja- dýrkunar, sem riðið hafa húsum að undanförnu. Það er alvarlegra með sjávarútvegsfyrirtækin, fiskvinnslur, rækjuverksmiðjur og skuldugar útgerðir. Það hefur nefni- lega ekkert breyst, að sjávarútvegurinn er eini samkepp- nisatvinnuvegurinn sem rekinn er í þessu landi ncma ef vera skyldi ferðamannaþjónusta og hermang. Hermangið þó verndað af einokun. Það ersamahversu fínu drengirn- ir með silkislifsin eyða miklu fé í auglýsingar og áróður í Mogganum og sjónvarpinu og skiptir heldur ekki máli þótt okurvaxtaráðgjöfunum fjölgi framan við tölvuskjá- ina. Undirstaða þessa þjóðfélags eru tæknivæddir veiði- menn og sérhæft fiskvinnslufólk. Þrátt fyrir allt skrumið um frjálshyggju og óheft mark- aðsfrelsi sem á að fleyta okkur inn í framtíðina, rofa menn upp með það á nokkurra missera fresti að fram- leiðsluatvinnuvegirnir eru komnir í þrot. - Og það er núna. - Einkum og sér í lagi er það frystingin. Dæmið gengur ekki lengur upp, bæði vegna verðlækkunar á Bandaríkjamarkaði og kostnaðarhækkana innan lands. Fyrirtæki, sem rekin voru með góðum hagnaði í fyrra eru nú í bullandi taprekstri, sem gengur ekki fyrir þjóðarbúið. Við þessu hafa íslenskir stjórnmálamenn í öllum flokkum brugðist fram til þessa, með gengisfellingum og millifærsl- um. Stundum kallað gömlu íhaldsúrræðin og vinnslan skrimt áfram. Þegar þetta er ritað 7. september er niður- færslan farin í vaskinn og engar aðgerðir í augsýn og horfur á að hraðfrystihús víða um land loki um næstu mánaðamót. Það ætti ekki að þarfnast frekari útskýringa. Grunnskólinn á ísafirði settur í gær Skólasetning Grunnskólans á Isafirði fór fram í sal skólans í gær- kvöldi (þriðjudag). Ríflega 600 nemendur verða við skólann í vctur. Kennt verður í 26 bekkjar- deildum auk fjögurra í Hnífsdal og eru þá með taldar forskóladeildir. Betur hefur gengið að ráða fólk að skólanum í vetur en oft áður, þó er ljóst að hlutfall réttindakennara mætti vera hærra. Þannig var búið að manna allar stöður nema mynd- mennt í yngri bekkjum og heimilis- fræði. Auk þess vantar kennara í þjálfunardeild skólans og ófyrirséð hvernig sá vandi vérður leystur. Nýir kennarar við skólann í vetur eru Unnur Hreinsdóttir íþrótta- kennari, Edda Björk Arnardóttir sem kennir 3. bekk, Margrét Ósk- arsdóttir sem kennir 6. bekk og forskóla, Auður Yngvadóttir kcnnir 3. bckk, Kristrún Erlings- dóttir kennir 1. - 3. bekk í Hnífsdal, Þóra Kristín Ásgeirs- dóttir scm kennir íslensku í 7. og 8. bekk, tungumál í 5. og 6. bekk og sögu í 9. bekk. Þá kennir Elín Þóra Magnúsdóttir í sérdeild og Ingibjörg María Guðmundsdóttir kcnnir í 6. bekk í Hnífsdal. Strætisvagnar ísafjarðar Vetraráætlun er nú hafin hjá Stæt- isvögnum Isafjarðar. Farþegum sem nota vilja þá þjónustu sem boðið er uppá í vetur er bent á að hægt er að fá allar nánari upplýs- ingar um ferðir vagnanna í bílun- um sjálfum. Vilhelm Jónsson og Dísirnar fimm Rétt skal vera rétt í síðasta blaði Vestfirska var rætt við gamlan ísfirðing sem verð- ur75ára þann 18. september n.k., en nafn mannsins mun hafa misrit- ast og er beðist velvirðingar á því. Hið rétta er að maðurinn heitir að sjálfsögðu VILHELM JÓNSSON, eða Villi sem margir kannast ef- laust við. Dísirnar svokölluðu sem minnst var á í sömu grein og hefðu verið smíðaðar hjá Marsellíusi Bernharðssyni skipasmið voru samkvæmt öðrum heimildum smíðaðar af öðrum þekktum skipasmið. Mun það hafa verið Bárður Tómasson skipasmiður á ísafirði sem smíðaði Dísirnar. Mikið hefur verið um að vera í ísfirskri skipasmíði á þeim tíma, því 1939 þegar Bárður er með Dís- irnar í smíðum, en alls voru þær fimm, þá mun Marsellíus að öllum líkindum hafa verið að ljúka við smíði á fyrstu „Stjörnunni“, en það var Morgunstjarnan sem fór á sína fyrstu vertíð þá um haustið og skipstjóri var Rögnvaldur Jónsson. Kennarar - kennarar Héraðskólann í Reykjanesi við Isafjarðardjúp vantar tvo áhugasama kennara til <uð kenna ensku, dönsku, íslensku og samfélagsgrein- ar. Mjög góð vinnuaðstaða og gott, ódýrt húsnæði. Nánari upplýsingar eru fúslega veittar hjá skólastjóra í símum 94-4840 og 94-4841, og hjá grunnskóladeild menntamálaráðuneytis- ins, sími 91-25000. Hérðasskólinn í Reykjanesi. Yfirvélstjóri óskast á nýja Breiðafjarðarferju Óskum eftir að ráða yfirvélstjóra á skip vort, sem er í smíðum og afhendast á í mars/apríl 1989. Skipið verður með 1400 ha aðalvélum, gert út frá Stykkishólmi og megin farsvið þess verða ferjusiglingar yfir Breiðafjörð. Æskilegt að hlutaðeigandi hafi vélstjórarétt- indi VFl. Umsókn ásamt upplýsingum um réttindi og fyrri störf sendist fyrir 30. sept. 1988 til Flóabátsins Baldurs hf., Skólastíg 4, 340 Stykkishólmi. Ódýru helgarferðirnar til AMSTERDAM og HAMBORGAR Byrja 1. október Arnarflug hf. ísafirði, Hafnarstærti 14, S 4150 NÝTT FANTA j á kynningarverði ] STÓR PRIPPS á aflsáttarverði sama verð um allt land i.................. HAMBORGARAR SAMLOKUR LANGLOKUR PITSUR Gæðafæða - Gott verð HAMRABORG HF Hafnarstræti 7, S 3166

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.