Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1990, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1990, Blaðsíða 3
 vestfirska I FRt’TABLADlD 1 VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ SÍMI4011 VISNAÞA TTUR Ágætu vísnavinir. Eg vil byrja á því að þakka þeim fjölmörgu sem sendu inn lausnir á vísnagátunni í síðasta vísnaþætti. Það er ljóst af þeim bréfum sem mér bárust, að mikill áhugi er fyrir gátum af þessu tagi og mun ég því halda áfram að birta vísnagátur í þættinum. Lausn á síðustu gátu var vél. Dregið var úr réttum lausnum og sú heppna reyndist vera hún Jóhanna á Kirkjubóii. Fær hún að launum ljóðabók að eigin vali, og bið ég hana að hafa samband við mig á ritstjórn Vestfirska í síma 4011 eða 3223. En hér kemur hluti úr bréfi Jóhönnu: „Helgi læknir Ingvarsson gaf gott ráð í látlausri vísu: ->★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★*****'’£. ___________________________ * * * ★ * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * í * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * Vísur ortu, vinur kær, ef vakir dimmar nætur. Oft og tíðum eru þær allra meina bætur. Hér er árangur af einni andvöku: Þorri á gluggann skeflir skafl, skammt er á milli láta. Vekur ímyndunarafl ofurlítil gáta. Bátinn drífur vél um ver. Vélráð þér ég bruggað get. Stígvél gott að eiga er. Á eldavél ég pottinn set. Eins og heyra má er þetta ráðning á gátu Ólafs Gíslasonar. Með kveðju. - Jóhanna frá Kirkjubóli.“ Það voru fleiri sem sendu inn vísu sem lausn á gátunni. Bergur Torfason á Núpi (á Felli) var einn þeirra, og ég gríp hér niður í bréf hans: „Bullan vélina í bátnum knýr, á bífurnar stígvélum smokkar fír. Vélabrögð öðrum bófinn býr, buskan á eldavél kokkar hýr. Og þá er það veðrið. Undanfarið hefur norðanáttin verið heldur óblíð. Lægðirnar sem öllu þessu valda hafa, ef þær eru einhvers megnugar, hlotið nöfn. Ein kom haustið 1988, og var nefnd HELENA. Hún fékk þessi eftirmæli: Það var hríð og norðan nepja, er nísti Frónska grund. Úr HELENU vall kafaldskrepja, kuldalegra ei þekki sprund. Og stundum er bara verið að leika sér að orðum: Draums í heimi hugur dvelur, heims í draumi margur felur sig, en glaum og glysið velur glaumur, heimi og draumi stelur." Bestu þakkir fyrir bréfið og vísurnar, Bergur, og láttu heyra frá þér fljótlega aftur. Ég er að hugsa um að birta nokkrar stökur og limrur sem mér hafa þótt nægilega skemmtilegar til að leggja á minnið. Þær eru sitt úr hvorri áttinni og höfundar ýmsir. Alltaf er gaman að góðum mannlýsingum, og hér kemur ein: Víst ert þú nú vinur sárafárra, og virtur ertu lítt með þínum grönnum. Útlitið er innrætinu skárra, og ertu þó með skuggalegri mönnum. Uppáhalds limran: Ég aðhefst það eitt sem ég vil, og því aðeins að mig langi til. En langi þig til að mig langi til þá langar mig til svo ég vil. Næstu þrjár eru á mörkunum, góðar samt: Til bóndadóttur hann braust inn hún brosti þegar hann skaust inn. Er hann gekk henni frá var hann gugginn að sjá, eins og graðhvannarnjóli á haustin. I Skálholtskirkju: Ég fylltist af guðlegum geig þar, á grátur í lotningu hneig þar. í fáti ég sá hvar fonturinn lá, ég fann ekkert klósett og meig þar. Látlaus lýsing á atburðum gærdagsins: í kom að kveldi kvist einn Vesturbæjar. Mig sér á mjöðmum reiddi mær ein, uns dagur rann. Góður vinur minn og gamall skagfirskur nágranni, Siggi í Krossanesi, kvað eitt sinn er hann sat stoltur á baki góðum stóð- hesti: Eru fjögur undir mér eistun, dável sprottin. Af öllu hjarta þakka ég þér þessa sköpun, Drottinn. Úr því við erum stödd á mínum heimaslóðum, Skagafirðinum: Rösklega er riðið í hlað rétt um sólarlagsbil. - Ég er nú hræddur um það, það er nú líkast til. Og að lokum vísa eftir annan Skagfirðing, sem kvað eftir að hafa horft yfir farinn veg, og ekki líkað allskostar: Um tilverunnar sollið svið sjóir rísa og falla. Ég hef brotið bát minn við blindsker eigin galla. Jæja, gott fólk, þá er það vísnagátan. Hún er svona: Við föður hans var flóð eitt kennt. Fyrir eins og þénar. Það er lím á undan ent. Yrki ég vísur klénar. Nú er bara að leggja höfuðið í bleyti, ráða gátuna og senda til: Vísnaþáttur Vestfirska, Aðalstræti 35, 400 ísafjörður. Skilafrestur er til 1. apríl (alveg satt). Endilega sendið skemmti- legar vísur eða stökur með ef þig eigið eitthvað slíkt í fórum ykkar. Bið að heilsa í bæinn. Helga Guðrún. £+*+*+++**+***++******+*+***& BOKAMARKAÐURINN byrjaði í BÓKHLÖÐUNNI í dag. Opið alla næstu viku. Fjöldi barna- og unglingabóka á mjög hagstæðu verði Einnig skáldsögur, ferðasögur, ævisögur og hvaðeina. Tilboðspakkar bjl BÓKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR Utbreiddasta blað á Vestfjörðum ÓKEYPIS smá- auglýsingar TIL SÖLU sendiferðabíll, Suzuki árg. 1984, ekinn 16.200 km. Uppl. í s. 3663. KETTLINGAR FÁST GEFINS fallegir, vel vandir, 3ja mán- aða gamlir. Uppl. í s. 3323. SKÍÐASKÓR TIL SÖLU Tvö pör af skíðaskóm til sölu nr. 45 og 36-7. Uppl. í s. 3689 frá kl. 18-19 Ingibjörg. ÍBÚÐ ÓSKAST Ungt par með barn óskar eftir íbúð á leigu sem fyrst. Uppl. ( s. 3313. TIL SÖLU tvenn Blizzard skíði, stærðir 2,03 og 2,10. Uppl. ís. 3345 e.kl. 19. TIL SÖLU Willys jeppi, árg ’62. Tilboð. Uppl. í s. 3345, e.kl. 19. TIL LEIGU Til leigu bílskúr og lager- eða geymslupláss með ýmsa möguleika. Uppl. í s. 4566 á daginn. ÍBÚÐ Til leigu 3ja herbergja íbúð á Eyrinni. Uppl. í s. 4566 á daginn. ÍBÚÐ TIL SÖLU 3ja herbergja á jarðhæð að Stigahlíð 2, Bolungarvík. Uppl. í s. 7447. GÓÐUR BÍLL -ENGIN ÚTBORGUN Til sölu Chevrolet Malibu árg. ’80, lítið ekinn og í finu lagi. Selst á skuldabréfi ef samið er strax. Uppl. í hs. 4554 eða vs. 3223. ÚRVALS JEPPI! Til sölu Dodge Ramcharger árg. 77, upphækkaður á 36“ dekkjum, ekinn aðeins 66 þús. milur. Toppeintak. Uppl. í hs. 4554 eða vs. 3223. GÖNGUSKÍÐI Til sölu nýleg gönguskíð 205 cm., stafir og skór. Einnig ónotaðir fjallgönguskór nr. 43-44. Uppl. í s. 7352. FUNDIÐ! Hvít dúnhúfa fannst á ísa- firði. Uppl. í S. 3663. TILSÖLU er bifreiðin í-37 sem er Mitsu- bishi Lancer 4x4 árg. 1987, ekinn 49 þús. km. Uppl. í s. 3824. TIL SÖLU BMW 5181 Uppl. í s. 2177 e.kl. 18.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.