Feykir - 07.09.1981, Blaðsíða 7

Feykir - 07.09.1981, Blaðsíða 7
$ i Spjallaö um undir kirkjuvegg Það er messað aðeins einu sinni á ári í Ábæjarkirkju í Austurdal í Skagafirði. Þetta er líka minnsta kirkjusókn í sýslunni og þó víðar væri leitað. Aðeins tveir bæir eru í sókninni. Samt var Ábæjarkirkja fullsetin þegar hin árlega messa var þar sungin sunnudaginn 9. ágúst s.l. Kirkjugestir heyndust vera víðar að en úr sókninni; á kirkjubekkjum sást m.?. til Hafn- firðinga, Svalbarðsstrendinga og Sauðkrækinga. Sr. Árni Sigurðs- son á Blönduósi predikaði. Ekk- ert orgel var flutt til kirkju eins og venja hefur verið undanfarin ár, en í orgelleysinu var stuðst við forsöngvara. Forsöngvarinn var Heiðmar Jónsson. Þátttaka í söngnum var góð. Söfnuður svaraði tóni prestsins sem þjálf- aður kirkjukór væri. Veður var hið blíðasta þennan dag og eftir messu var haldið til Moniku á Merkigili og kirkjukaffi drukkið. Tíðindamaður Feykis náði tali af Heiðmari Jónssyni þennan umrædda dag og lagði fyrir hann nokkrar spurningar sem snerta tónlistarmál í Skagafirði og Húnavatnssýslum. Heiðmar er fæddur Húnvetningur, frá Ár- túnum í Blöndudal, en starfar í Skagafirði. er kennari við Steins- staðaskóla í Lýtingsstaðahreppi. Heiðmar hefur lokið B.A.-prófi frá Háskóla íslands í íslenskum fræðum, en tónlistin hefuralla tíð verið honum hugleikin og nú um skeið hefur hann stundað tónlist- arnám jafnhliða kennslu sinni. bæði á organistanámskeiðum syðra og í píanóleik hjá Einari Schweiger í Varmahlíð. Heiðmar hefur verið organisti við Goð- dalakirkju undanfarin ár og var einmitt á förum suður í Skálholt á organistanámskeið þegar fund- um okkar bar saman. Segðu okkur fyrst eitthvað um þctta organistanámskcið í Skál- holti og þátttöku í þvf héðan úr kjördæminu. ..Þetta er árlegt námskeið og stendur í rúma viku. Milli 40 og 50 organistar sækja námskeiðið, og seinni dagana bætast í hópinn kórmenn og — konur úr kirkju- kórum víðs vegar að. Þarna hefur myndast um 150 manna kór org- anista og kórfólks sem syngur við messú í Skálholti í námskeiðslok og organistar skiptast á um að stjórna og spila. Flestir þátttak- enda koma ár eftir ár, og það er samdóma álit þeirra að þetta nám í Skálholti örvi þá til dáða, bæði þar og eftir að heim er komið. Þátttaka úr Skagafirði hefur verið frekar dræm, en útlit er fyrir að hún sé að aukast. Húnvetningar, sérstaklega þó Vestur-Húnvetn- ingar, hafa sýnt þessu meiri áhuga. Skemmtilegur árangur af þessu öfluga söngstarfi Húnvetn- inga heyrðist á mótinu við Giljá fyrr i sumar þar sem minnst var 1000 ára kristni i Húnaþingi. Þarna söng 100 manna kór sem organistar skiptust á um að stjórna. Að baki svo góðum og fjölmennum söng hefur legið mikið og fórnfúst starf. Eru þá Skagfirðingar ekki eins miklir söngmenn og Húnvetning- ar? Skagfirðingar hafa líklega vinninginn á veraldlega sviðinu. f fyrravor var t.d. haldið kóramót í Miðgarði þar sem fimm skag- firskir kórar sungu, og sýnir það að umsvifin eru mikil, enda Skagfirðingar þekktir fyrir söng- gleði sína. Nær þessi sönggleði til barna og unglinga sem nú eru í skólum? Hér er við dálítinn vanda að etja. Námsskrá grunnskólanna segir til um þónokkra tónmennt. En erfiðlega hefur oft gengið að verða við þeim kröfum, sem gerðar eru, vegna skorts á hæfum kennurum. Sumar tala um aftur- för í tónlistarmálum grunnskól- anna því að það getur hent að auk þess sem námsskrárkröfum í tónmennt sé ekki fylgt, detti hin hefðbundna söngkennsla upp fyrir. En söngur er eflaust mis- mikill eftir skólum. Ég fór á jóla- tréskemmtun í Hegranesi í fyrra. Þar sungu nemendur Jónínu á Egg og kunnu vel bæði lög og texta. Mér virðast krakkarnir yf- irleitt hafa gaman af að syngja fram til 12-13 ára aldurs, en þá fer að verða skipting í hópnum og sumir verða söngnum afhuga, a.m.k. um stundarsakir. Góðir textar sem lærast við sönginn eru auðvitað uppbyggjandi. Þá má geta þess að ýmsir prestar hafa stuðlað að söng í grunnskólum með leikjum trúarlegs eðlis. Hver er hlutur tónlistarskól- anna? þeir gegna mjög mikilvægu hlutverki. Nemendatónleikar um jól og á vorin eru mikill viðburð- ur, þar sem nemendur spreyta sig í áheyrn aðstendenda og félaga. En árangur er lengi að skila sér og erfitt að mæla hann. Tónlistarskólarnir hér í kjör- dæminu eiga við kennaraskort að stríða, eins og grunnskólarnir, og háir það starfsemi þeirra. Að- staðan er ekki heldur alltaf góð. Tónlistarskólarnir eru yfirleitt háðir öðrum stofnunum um hús- næði. Hver er munurinn á tónlistar- kcnnslu grunnskólanna og tónlistarskólanna? Það er samstarf milli þessara skóla. Kennsla fer oft fram í sama húsnæði og oft er stuðst við sömu kennara. Tónlistarskólarnir sjá fyrir einstaklingakennslu en grunnskólinn fæst við hópa. I tónlistarskólum þurfa nemendur að greiða skólagjöld sem í fyrra- vetur voru um 60 þús. gamlar krónur fyrir tvo hálftíma á viku. Sá kostnaður á að þekja ferðalög kennara og efniskostnað. Ríki og sveitarfélög skipta með sér öðrum kostnaði. !tkf fy I Jri Hvernig reynast útlendir kenn- arar? Það getur reynst mjög erfitt fyrir útlending að standa fyrir framan stóran hóp nemenda og kenna framandi námsefni. Hins vegar hafa sumir útlendinganna reynst mjög vel og nægir þar að nefna Norðmanninn Einar Schweiger í Varmahlíð sem hefur starfað hér um skeið og gegnir nú stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Skagafjarðarsýslu. Þú ert organisti við Goðdala- kirkju. Er heill kirkjukór um þá einu kirkju? Það er sameiginlegur kirkjukór fyrir þrjár kirkjur; Goðdala-, Mælifells- og Reykjakirkju. Þannig verður kórinn stærri og félagsleg samskipti innan svæðis- ins meiri. Oranistinn í tveimur síðarnefndu kirkjunum er Bjöm Ólafsson á Krithóli, og upphaf- lega fór ég að spila til að létta aðeins á Birni. Hann hefur verið mikill burðarás í tónlistarmálum um langan tíma. í karlakórnum Heimi hefur hann verið frá upp- hafi. í meira en 50 ár, og oft verið fenginn til að ráða fram úr ef vandamál hefur borið að hönd- um, kennt raddir og stjórnað kórfélögum við kirkjulegar at- hafnir. Að lokum, Heiðmar. Þú gefur tónlistinni meiri tíma en áður. Liggur leiðin frá bókmenntum til tónlistar? Ég gæti trúað að ég reyndi að gefa tónlistinni forgang á næst- unni. og þá kannski með kennslu fyrir augum. Við þökkum Heiðmari spjallið með þeirri von að hann og hans líkar eigi eftir að leiða okkur annað slagið frá amstri hvers- dagsins á vit söngs og tóna. §pii Fjórðungssamband Norðlendinga f síðasta tölublaði FEYKIS er greinarstúfur þar sem vakin er at- hygli á Fjórðungssambandi Norð- lendinga og starfsemi þess. Er þar nefnt að sambandið sé ákjósanleg- ur vettvangur til kynningar fyrir sveitarstjórnarmenn, en fátt annað talið því til gildis. Drepið er á mik- inn kostnað við rekstur FSN og mikla pappírsframleiðslu. Allt þetla er að mínum dómi sannleik- anum samkvæmt — svo langt sem það nær. Margt er þó ósagt urn starfsemi FSN. Vil ég því gjarnan nota þetta tilefni til að gera sambandinu meiri skil og ætla hér á eftir að drepa á nokkra þætti í starfseminni sem höfundi nefnds pistils eru e.t.v. ókunnir og kannske einhverjum öðrum lesenda blaðsins einnig. Jafnframt verð ég um leið við þeim tilmælum að taka þátt í opinberum umræðum um Fjórðungssam- bandið og samvinnu sveitarfélaga. Fjórðungssambandinu er m.a. ætlað að vera málsvari Norðlend- inga í heild í sem flestum málum. Sjálfsagt sýnist sitt hverjum um hvernig hefir til tekist. Mála sann- ast er það, að sambandið hefir yf- irleitt lítið tekið á öðrum málum en þeim sem túlka má á þann veg, að þar sé verið að fjalla um hagsmuni Norðlendinga allra — en síður um mál sem varða einstök byggðarlög eða staði. Þó eru til undantekningar frá þessu og má þar t.d. nefna steinullarmálið hér á Sauðárkróki. en FSN hefir veitt því dyggilegan stuðning, sem hefir átt sinn þátt í því brautargengi sem það hefir haft. En yfirleitt má segja, að vegna þeirrar jafnvægiskúnstar sem sam- bandið telur sig þurfa að iðka — þ.e. að leggjast ekki á sveif með einu byggðarlagi vegna þess að öðru gæti þótt það óþægilegt — þá verði þessi þáííur í starfseminni fremur ómarkviss. Uppá síðkastið hefir FSN unnið eindregið að fylgi við virkjun Blöndu. Má fullyrða að áhrif FSN hafi unnið málinu gagn — hver svo sem niðurstaðan verður. Sambandið og starfsmenn þess hafa haft mikil afskipti af jöfnun símakostnaðar meðal landsmanna. Hafa tölulegar upplýsingar og greinargerðir sem þeir hafa unnið, m.a. í samvinnu við önnur lands- hlutasamtök, haft mikil jákvæð áhrif á þær breytingar sem á þessu hafa verið gerðar og eru væntan- legar. Með samvinnu FSN og Iðnaðar- ráðuneytisins er nú að taka til starfa iðnaðarráðunautur sem mun starfa með iðnfyrirtækjum og sveitar- stjórnum á Norðurlandi og vera þeim til ráðgjafar og leiðbeiningar á ýmsum sviðum. FSN hefur átt verulegan þátt í þeirri opinberu áætlanagerð sem unnið er að og unnin hefir verið á Norðurlandi. Snúa þær að einstök- um héröðum og hlutum svæðisins, sem og einstökum atvinnugreinum. Hafa þessar áætlanir verið gerðar á vegum Framkvæmdastofnunar, ásamt Fjórðungssambandinu og af starfsmönnum beggja aðila. Það sem m.a. hefir verið gagnrýnt í sambandi við þessa áætlanagerð, er að ekki hafi verið útvegaðir pen- ingar til úrbóta i þeim efnum sem áætlun hefir náð til. Tæpast verður þó FSN sakað um aó hafa ekki unnið að því, en samkv. lögum ber Byggðasjóði að leggja fram fjár- magn í þessu skyni. Þá hafa á vegum FSN oft verið teknar saman tölulegar upplýsing- ar og staðreyndir um ýmis mál. Það síðasta er t.d. varðandi þróun skattheimtu og ríkisútgjalda. Þar koma vissar bendingar í þá áti ,;ð hiutfall skattheimtu lækki í Reykjavík, en hækki í öðrum landshlutum, en hinsvegar ýmsar greiðslur skv. ríkisreikningi renni í hærra hlutfalli til Reykjavíkur- svæðisins út um land. Ýmislegt fleira má nefna, en þetla eru dæmi um þau praktísku verkefni sem sambandið hefur haft áhrif á og afskipti af. Talsvert ríkur þáttur í starfsemi sambandsins hafa verið ráðstefnur um ýmis efni. Hafa oft verið fengnir færustu menn til að fjalla um viðkomandi efni. Eru ráðstefn- urnar öllum opnar. Hefir oftast verið látið heita svo að sambandið væri að móta stefnu sína í hinum einstöku málaflokkum. Þessi þáttur starfseminnar hefir legið undir nokkurri gagnrýni og hafa ýmsir dregið í efa gagnsemi hans. miðað við tilkostnað. Og stundum er raunar vandséð hverju „stefnu- mörkun“ FSN í ýmsum málum þjónar. En hitt er þó jákvætt, að venjulega safnast saman allmikið af upplýsingum um viðkomandi málefni, sem æííi að vera sæmilega aðgengilegt þeim sem þurfa þar um að fjalla og áhuga hafa. í sambandi við málatilbúnað allan, samþykktir sem FSN gerir á þingum sínum og þau áhrif sem þær kunna að hafa. verður að hafa eitt i huga. Fjórðungssamband Norðlendinga er ólýðræðislega uppbyggt. Er þá átt við það. að á þingum þess hafa fulltrúar ekki at- kvæðisrétt i hlutfalli við ibúafjölda þess svæðis eða sveitarfélags sem þeir eru fulltrúar fyrir. Hvert sveit- arfélag á minnst einn fulltrúa, en kaupstaðir síðan til viðbótar eftir íbúafjölda. Bæjar- og sveitarstjórar á þéttbýlisstöðum með yfir 500 íb. eiga sjálfkrafa setu- og atkvæðis- rétt. svo og sýslumenn. og sýslur þar að auki einn fulltrúa. Eftir gildandi reglum á Sauðárkrókur t.d. þrjá fulltrúa, en fulltrúar úr hreppum Skagafjarðar eru samtals 15. að fulltrúum sýslunnar með- töldum. Akureyri hefur t.d. 5 fltr. og því ca. 2.500 íbúa bak við hvern. sem hefir jafnvægt atkvæði og full- trúi úr hreppi inéð í.d. 50 ibúa. F.r því ljóst að nokkurrar aðgæslu þarf við. þegar einhver meirihlutasam- þykkt frá FSN er túlkuð sem „vilji Norðlendinga" Jtin Karlssnn. Sendið fjarstöddum vinum eintak og gerið þá að áskrifendum Feykir . 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.