Feykir - 25.09.1981, Blaðsíða 7

Feykir - 25.09.1981, Blaðsíða 7
^Siglufjörður Skólastjórar - Skólafólk 3 skíðalyftur, alls 1200 metrar 500 m upplýst svæði Fullkominn Gistiaðsta HóteFrnSð^í-glsnherBeígjurtí StökkbrautirmeðsKðgFyftir — ' Göagjibraiitir fyrir keppnisfólk og almenning llþptýst-göogubraut y 1 * / Bjóðum skóla í Norðurl. vestra velkomna á skíði veturinn 1982. Allar nánari upplýsingar hjá íþróttafulltrúa Siglufjarðar í v.s. (96) 71700, h.s. (96) 71133. Siglfirðingar! Lögtak Fógetaréttur Siglufjarðar hefur kveðió upp úrskurð um að lögtök megi fara fram til tryggingar þing- gjöldum, söluskatti o.fl. gjöldum ársins 1981 hjá þeim gjaldendum í Siglufjarðarkaupstað sem ekki hafa staðið skil á gjöldum þessum á réttum gjald- dögum, að liðnum átta dögum frá birtingu tilkynn- ingar um úrskurð þennan. Lögtök fara fram á kostnað gjaldenda. Siglufirði 22. sept. 1981, BÆJARFÓGETINN Á SIGLUFIRÐI. Tapað Á Framsóknarballinu í Miðgarði þann 29. ágúst tapaðist hvít peysa og sumarjakki ásamt klúti og svartri buddu. Fór þetta í misgripum í ranga bifreið sem stóð utan við sam- komuhúsið. Sú. Sú bifreið var rauð, fjögurra hurða með hvítu áklæði. Sá sem hefur umrædda muni í fórum sínum er vin- samlega beðinn aö hringja í síma 5434. Fundarlaun. Domu-og herraklipping. Permanent — Skol. Strípur — Litun. Djúpnæringarkúrar. Kúr gegn hárlosi. ^ §LK Sléttum sjálfliöað hár. Samkvæmis- 09 blautgreiósla Pantið tima i sima 5490 Hargreiðslustofa , Maríu a Birkihlið 2, Sauðarkroki Margret Pétursdóttir, María Guðmundsdóttir Bjöm Sigurbjörnsson: FRÁ U.S.A.H. Árið 1912 var Samband ung- mennafélag Austur-Húnavatns- sýslu stofnað (S.U.A.H.) en á stofnfund mættu fulltrúar frá níu félögum. Síðan var nafninu breytt í Ungmennasamband Austur-Hún- vetninga (U.S.A.H.). í dag, 1981, eru sambandsfélögin fjögur, umf. Fram á Skagaströnd stofnað 1926 skráðir félagar 1980 126, umf. Hvöt Blönduósi stofnað 1924, skráðir félagar 136, umf. Geislar stofn.að 1978 félagar 180. Félagssvæði eru sveitirnar í A.-Hún, en í Bólstaðar- hlíðarhreppi er ungmennafélag sem stofnað var 1935 og í því félagi eru nú 56 félagar. 64. Þing USAH var haldið að Húnavallaskóla 14. mars s.l. f skýrslu fráfarandi formanns Magnúsar Ólafssonar Sveinsstöð- um kom m.a. fram að árið 1980 hafði verið mjög athafnasamt og mörg íþróttsmót haldin heima í héraði. Mörg mál voru lögð fyrir þingið og ýmsar merkar samþykkt- ir gerðar. Árlega fer fram kjör íþrótta- manns ársins innan USAH og það sæmdarheiti hlaut Ingibjörg ör- lygsdóttir umf. Hvöt Blönduósi. Umf. Hvöt hlaut til varðveilsu farandbikar sem afhendist því félagi innan USAH sem bestum heildarárangri nær í mótum sam- bandsins. Magnús Ólafsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hafði verið formaður s.l. sex ár og þrjú ár nokkru áður. Voru honum þökkuð vel unnin störf að málefn- um USAH, m.a. var honum færður ágrafinn skjöldur frá Umf. Hvöt með þökk fyrir frábært starf. Guð- jón Ingimundarson frá Sauðárkrók stjórnarmaður UMFÍ sæmdi Magnús við þetta tækifæri starfs- merki UMFÍ. Formaður til næstu þriggja ára var kjörinn Björn Sig- urbjörnsson skólastjóri á Blöndu- ósi. Skólakeppni USA H, í henni taka þátt nemendur Grunnskólanna í Austur-Húnavatnssýslu, keppt er í tveim aldursflokkum. í knaltspvrnu sigraði Grunnskólinn Blönduósi í báðum flokkum. í Frjálsum íþrótt- iwi innanhúss sigraði Húnavalla- skól í E-flokki en Grunnskólinn Blönduósi í Y-flokki. I sundi sigraði Grunnskólinn Blönduósi í báðum flokkum. f sveitakeppni í skák sigraði Húnavallaskóli. Á 64. þingi USAH var samþykkt tillaga þess efnis að keppnisgreinar í skólamótinu yrðu Frjálsar íþróttir innanhúss, körfubolti, blak og skák. 13. apríl var háð innanhúss- mót í Frjálsum íþróttum í hinum stórglæsilega íþróttasal Húnavalla- skóla. Keppendur voru 62 og sigraði umf. Hvöt frá Blönduósi. Laugardaginn 18. apríl hófst hin árlega Húnavaka, fræðslu- og skemmtivika Húnvetninga. en hún stóð til 25. apríl. Árið 1946 var haldin skemmtisamkoma í sam- bandi við héraðsþing. Þessi sam- koma var upphaf Húnavökunnar. Árið 1948 var haldin „skemmti- vika“ sem tók sex daga. Árið eftir féll vakan niður vegna samkomu- banns, en síðan 1950 hefur þessi þáttur í starfi USAH haldist árlega. Á Húnavökunni 1980 var fjöl- breytt dagskrá og má t.d. nefna: Leikriktsflutningur Leikfélags Blönduóss, dagskrá Tónlistarfélags A.-Hún., Húsbændavika og dans- leikir. Sveinbjörn Blöndal sýndi málverk og Grafíksýning var á vegum Sambands Austur-Hún- vetnskra kvenna. f tengslum við Húnavöku kemur ritið „Húna- vaka“ út en það hefur komið út frá árinu 1961. Þeir Þorsteinn Matthí- asson, þáverandi skólastjóri á Blönduósi og Stefán Á. Jónsson Kagaðarhóli áttu að því hugmynd- ina. Nú er Stefán einn ritstjóri er hefur sér til aðstoðar hóp vaskra manna í ritstjórn. f ritinu er að finna ljóð, smásögur, frásöguþætti og ýmsar ritgerðir auk frétta og fróðleiks úr héraði á hverju ári. Fyrstu árgangar ritsins hafa verið endurprentaðir en þeir voru löngu uppseldir. f nokkur sumur hefur USAH staðið fyrir Ungmennabúðum að Húnavöllum. Sífellt hefur sú starf- semi aukist og s.l. sumar voru 60 börn þátttakendur, mörg utan svæðis USAH. Frá upphafi hefur Karl Lúðvíksson íþróttakennari séð um udnirbúning allan og stjórnun búðanna. f sumar hefur starfið verið mjög erilsamt og mótahald verið í hámarki. USAH réð til sín framkvæmdastjóra til að undirbúa mót, kappleiki og skipu- leggja starf sambandsins yfir sum- armánuðina.. til starfsins var ráð- inn Ingibergur Guðmundsson frá Skagaströnd. Af helstu mótum sem USAH hefur staðið fyrir má nefna: Meistaramót íslands 15-18 ára sem haldið var 4. og 5. júlí. Keppendur þar voru um 170 víðsvegar af land- inu. Bikarkeppni FRÍ 3. deild 1981 var haldin 19. ágúst keppendur voru frá 7 félögum eða sambönd- um. 29. Meistaramót Norðurlands var haldið 5. og 6. sept., þ>ar voru keppendur frá 6 félögum eða sam- böndum. Öll þessi stórmót voru haldin á íþróttavellinum á Blönduósi. en þar er nú mjög góð aðstaða til frjálsíþróttakeppni eftir gagngerar lagfæringar sumarið 1980. Sveitar- stjórn Blönduóss samþ. að lagfæra stökk- og hlaupabrautirnar, en sú lagfæring kostaði um 11 millj. g/kr. Auk þessara móta voru einnig hin árlegu mót innan USAH t.d. Hér- aðsmót í frjálsum íþróttum, kepp- endur 56, sigurvegari umf. Fram Skagastr. Unglingamót USAH í frjálsum íþróttum, keppendur 125, sigurvegari umf. Hvöt. Keppt var í þrem aldursflokkum í knattspyrnu i Héraðsmóti USAH. Auk þess tók lið USAH þátt í íslandsmóti KSl. 3. deild. Sundíþróttin er nú nokkuð á uppleið innan USAH, tvö mót inn- an héraðs hafa farið fram, og einnig hafa keppendur farið nokkuð út úr héraði til keppni. Að sjálfsögðu tók USAH þátt í Landsmóti UMFÍ á Akureyri nú í sumar. Árangur keppenda USAH var nokkuð misjafn eins og gera mátti ráð fyrir. Bestum árangri náði Helgi Þór Helgason úr Geislum en hann vann kúluvarpið og varð annar í kringlukasti. Öll starfsemi sambandsins. s.s. þjálfun. ferðalög, verðlaun. móta- hald o.fl.. kostar stórfé árlega. Helsta tekjulindin hefur verið Húnavakan. en árlega er leitað til fjölmargra aðila um aðstoð. Það eru ófá fyrirtækin í Austur-Húna- vatnssýslu sem stutt hafa vel við bakið á USAH og er- þeim færðar þakkir. Framundan eru skólamótin, ýmis innanhússmót o.fl. o.fl. Undirbúningur næsta Húnavöku- rits og Húnavöku er ætíð í gangi. Fyrirsjáanlegurverkefnaskorturhjá USAH er ekki á næstunni enda er það vel. USAH HORFIR BJÖRT- UM AUGUM Á FRAMTlÐINA OG VONAST TIL AÐ GETA LÁTIÐ GOTT AF SÉR LEIÐA FYRIR ÆSKU Austur-Húna- vatnssýslu. Feykir . 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.