Feykir


Feykir - 04.06.1982, Blaðsíða 1

Feykir - 04.06.1982, Blaðsíða 1
uuuviuiui: Maður eykur vandamál- ið með því að velta sér upp úr því FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1982 i TararDroaai JiRiJi Bifreiðasmiðja Varmahlíð - Síml 95-6119 Skólaslit Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki STUDENTAR EFTIR 180 ARA HIE Iðnmeistarar brautskráðir í fyrsta skipti — Tillögur að nýja Bóknámshúsinu kynntar Á uppstigningardag var Fjöl- brautaskólanum á Sauðárkróki slitið í Sauðárkrókskirkju við há- tíðlega athöfn að viðstöddum fjölda gesta. Tvennt setti einkum svip á hátíðina, en það var útskrift stúdenta og brautskráning meistara í húsasmíðum í fyrsta sinn, og verðlaunaafhending vegna samkeppni arkitekta um hönnun bóknámshúss. Sr. Hjálmar Jónsson setti at- höfnina með ávarpi. Kirkjukór Sauðárkróks söng. Skólameistari Jón F. Hjartarson flutti skólaslita- ræðu og rakti aðdraganda að stofnun Fjölbrautaskólans og rakti starf hans þau þrjú ár sem liðin eru frá stofnun hans. Skólinn var frá upphafi hugsaður sem miðstöð framhaldsnáms í Norðurlands- kjördæmi vestra og gætu nemend- ur komið þangað strax að loknu grunnskólaprófi eða eftir að hafa lokið einhverju námi á framhalds- skólastigi annars staðar í kjör- dæminu. Skólameistari gat um samning sem Sauðárkróksbær og ráðuneyti gerðu um skólann á sín- um tíma, þar sem m.a. er heimild til reksturs öldungadeildar og meistaraskóla. Nú væri útlit fyrir að nokkur sveitarfélög í kjör- dæminu ætluðu að gerast aðilar að þessum samningi og taka þátt í rekstri skólans í samræmi við nem- endafjölda. Slíkt mundi flýta fyrir frekari uppbyggingu skólans. Ne- mendafjöldi hefur aukist jafnt og þétt. fyrsta árið voru um 90 nem- endur við skólann en á vorönn nú voru þeir tæplega 180. Útlit er fyrir að þeir verði eitthvað á þriðja hundrað næsta vetur. Meistari fjallaði nokkuð um húsnæðismál skólans og byggingaframkvæmdir. Hann gat þess að næsta haust væri stefnt að því að taka verknámshús skólans í notkun. Verknám mun hefjast í raf- og málmiðnaði næsta ár en hluti verknámshússins verð- ur tekinn undir bóknám til bráðabirgða og 5 bóknámsstofur fullgerðar. Þetta er fyrsta skrefið á leið Fjölbrautaskólans í eigið húsnæði, en fram að þessu hefur öll kennsla farið fram í húsnæði grunnskólans v/Skagfirðingabraut. Ekki rætist úr húsnæðismálunum til frambúðar fyrr en bóknámshús verður reist, en teikningar af því liggja fyrir. Þá er fyrirhugað að gera fokhelda nýja álmu við heimavist, en nú rúmast 54 nem- endur í herbergjum heimavistar- innar. Það er brýnt að stækka heimavist því að hún setur skólan- um skorður. Nú var komið að afhendingu prófskírteina. 12 meistarar í húsa- smíðum luku prófi eftir þriggja anna nám. Sex nemendur luku al- mennu verslunarprófi sem er tveggja ára námsbraut. Sex nem- endur luku stúdentsprófum. Þetta voru fyrstu stúdentar sem útskrif- ast í Skagafirði í 180 ár, en árið 1802 útskrifuðust síðustu stúdent- amir frá Hólaskóla, fimm að tölu. Til samanburðar má geta þess að Nýstúdentar og skólameistari. 1927 luku 6 nemendur Menn- taskólans á Akureyri stúdentsprófi en urðu að vísu að taka prófin fyrir sunnan. Árið eftir fékk M.A. að útskrifa stúdenta sína nyrðra, 5 að tölu. Verðlaun hlutu, úr hópi meistara: Broddi Þorsteinsson fyrir ágætan námsárangur á meist- aranámsbraut, Bragi Skúiason fyrir ágætan árangur í rekstrar- greinum á meistaranámsbraut, SIGUR í STEIN- ULLARMÁLINU viðtal við Þorstein Þorsteinsson Föstudaginn 25. maí samþykkti ríkisstjórnin fyrir sitt leyti að steinullarverksmiðja rísi á Sauðárkróki. Einnig samþykkti ríkisstjórnin aðbjóðast til að greiða Jarðefnaiðnaði á Suður- landi allan kostnað vegna undir- búningsvinnu að fyrirhugaðri steinullarverksmiðju syðra. Ríkisstjórnin býðst til að útvega allt að 40% hlutafjár til verk- smiðju á Sauðárkróki. Það loforð er háð því að heimamenn safni fyrst 60% hlutafjársins. I samtali við Þorstein Þorsteins- son bæjarstjóra á Sauðárkróki sagði hann að sigur hefði nú unnist í orrustunni, en stríðinu væri ekki lokið. Næsta mál á dagskrá væri að safna hlutafénu. „Næsti leikurinn er heimamanna. Ég skora á norðanmenn að sýna nú samtak- amáttinn. Við þurfum að sýna að við séum verðugir þess trausts sem ríkisstjórnin hefur sýnt okkur með því að velja Steinullarfélagið til samstarfs." Þorsteinn Þorsteinsson sem manna mest hefur unnið að framgangi þessa máls lætur senn af störfum sem bæjarstjóri á Sauðárkróki. Hann mun þó vænt- anlega starfa áfram að steinull- armálinu um sinn. Sagði Þorsteinn að stjórn Steinullarfélagsins stefndi að því að ljúka hlutafjár- söfnun fyrir haustið. Björn Svavarsson fyrir ágætan ár- angur í faggreinum á meistara- námsbraut. Úr hópi stúdenta: María Björk Ásbjarnardóttir fyrir ágætan al- hliða námsárangur og ágætan ár- Arni Ragnarsson: angur í frönsku, Sigríður Ragna Hansen fyrir alhliða námsárangur og ágætan árangur í viðskipta- greinum, Magnús Örn Friðjónsson fyrir ágætan alhliða árangur í raungreinum og ágætan árangur í sögu, Ingi Tryggvason fyrir ágætan árangur í sögu, Gyrðir Eiíasson fyrir meðferð íslensks máls. Aðrir nemendur sem verðlaun hlutu voru: Sigurbjörg Eiðsdóttir fyrir ágætan námsárangur í er- lendum tungumálum og íslensku, Kristbjörg Kemp fyrir ágætan ár- angur í frönsku, Sigríður Gunn- arsdóttir fyrir ágætan árangur í ensku, Helgi Bragason fyrir framú- skarandi árangur á áfangaprófi í stærðfræði, Oddný Finnbogadóttir fyrir góðan árangur á samfélags- braut, Sigurlaug Jónsdóttir fyrir góðan árangur í þýsku til stú- dentsprófs (en hún var nemandi í öldungadeild), Jóhannes Ingi Bjarnason fyrir framúrskarandi námsárangur á iðnbraut rafiðna. Margir fluttu ávörp við skóla- slitin. Úr hópi nýstúdenta talaði María Ásbjarnardóttir, en fyrir hönd nýútskrifaðra meistara talaði Bragi Skúlason. Ragnar Arnalds fjármála- ráðherra tók næstur til máls. Hann gat m.a. um þann reipdrátt og það Framhald á bls. 4. Ársskýrsla stjórnar Ritstjórn Feykis hefur nú starfað í eitt ár. Hún hefur ekki enn skipt með sér verkum á venjulegan hátt, en starfað sem hópur og skipt með sér þeim verkefnum sem þurfti að vinna fyrir blaðið. Hún hefur ekki kosið formann, heldur dreifingar- stjóra, fjármálastjóra og áskrifta- stjóra. Þetta starf kom í minn hlut, að flytja fyrstu skýrslu stjómar. Að baki liggja umræður ritstjómar, sem er ákveðin i að láta Feyki lifa áfram. Af þessu tilefni kvað Hilmir: „Eins og flestir aðrir þrá — er áf-t ram vilja lifa — afreka vorra eigin skrá — aætlum niður skrifa.“ Afrekin em kannski ekki stór, en margir hafa lagt hönd á plóginn og í hæversku tel ég að sigur hafi unnist. Stofnfundur útgáfufélagsins Feykis h.f. var haldinn 2. mai 1981 eftir um hálfs árs aðdraganda, með umræðum og undirbúningi nokkurra áhugamanna. Stofnfund- urinn var auglýstur i 1. tbl. Feykis 10. mai og þar tilkynnt, að stofnað yrði félag um útgáfu á frjálsu og óháðu fréttablaði. Stofnfundurinn fór fram i Safnahúsinu á tilsettum tfana og þar var ákveðið að efna til aðalfundar þann 30. mai og auglýsa eftir ritstjóra. í millitiðinni kom annað tölublað Feykis út með auglýsingu um aðalfund og eftir ritstjóra. Stóð kjami áhugamanna- liðsins að útgáfu þessa tölublaðs. Á aðalfundinum var kosin sú ritstjórn, sem starfað hefur s.l. ár og Baldur Hafstað jafnframt ráðinn ritstjóri. Ritstjórnin gaf út eitt tölublað til viðbótar 24. júli 1981 á ábyrgð Jón Hjartarsonar, en sfðan tók Baldur við ritstjóm og ábyrgð eftir sumar- fri og kom þá út 4. tölublað þann 7. september. Sfðan hefur blaðið komið út reglulega annan hvem föstudag og tölublöðin em orðin 19. Frá upphafi var lögð áhersla á það, að Feykir væri óháður og frjáls f skrifum sfnum, að orðið væri laust á síðum hans fyrir hvem þann sem vildi tjá sig um hvað sem vera skyldi, — að Feykir væri kjördæmisblað Norðvesturlands og ætlað að efla samstarf og samhug um málefni kjördæmisins og verða vettvangur opinskárra umræðna um þau. Þegar f september og október lagði rit- stjóra land undir fót og stofnaði til funda með áhugamönnum á Siglu- firði, Hofsósi, Skagaströnd, Blönduósi og Hvammstanga og í kjölfarið komu á laggirnar rit- nefndir á öllum þessum stöðum. Framhald á bls. 7.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.