Feykir - 04.06.1982, Blaðsíða 6
Skógræktarferð til Noregs
Skagfirskt
lamb á Eyjafjaiðardal
Formaður Skógræktarfélags Skag-
firðinga, Álfur Ketilsson í Brenni-
gerði, boðaði stjóm félagsins ný-
lega til fundar til að ræða sumar-
starfið. Félagið er afar fjölmennt
miðað við fólksfjölda íhéraðinu, en
félagsmenn eru rúmlega 900, og
eru þeir á hverjum bæ í nokkrum
hreppum. Aðalfundur
Skógræktarfélags Skagfirðinga
verður væntanlega haldinn í
Varmahlíð kringum 20. júní, en
verður nánar auglýstur síðar. Þar
mun Sigurður Blöndal skógræktar-
stjóri tala, en hann hefur verið
félaginu mjög innan handar við
úrlausn ýmissa verkefna, síðan
héraðið varð skógarvarðarlaust.
Mikil gróska hefur verið í trjá-
ræktar- og gróðursetningarmálum
síðan á ári trésins eins og víðar mun
vera raunin.
Skógræktarfélag íslands mun
efna til skógræktarferðar til Noregs
i sumar sem oft áður, og má Skóg-
ræktarfélag Skagfirðinga senda 4
þátttakendur, en tilkynna þarf um
þá fyrir 1. júlí til formanns félags-
ins. Hafa ferðir sem þessi verið afar
vinsælar og verður farið í þetta sinn
til Möre- og Romsdalsfylkja 1.
ágúst og dvalið þar til 14. ágúst.
Uppihald og ferðir í Noregi verða
þátttakendum að kostnaðarlausu,
en gert er ráð fyrir að flugfjargjald
verði um 3000 kr. Stjóm skóg-
ræktarfélagsins vill hvetja áhuga-
menn um skógrækt að notfæra sér
þetta tilboð og láta vita hið fyrsta.
Á aðalfundi Skógræktarfélags
íslands 1981 á Egilsstöðum voru
margar áhugaverðar tillögur sam-
þykktar, og ræddi skagfirzka
stjómin einkum þá, er lýtur að
„skógardegi“, en í henni er ákveðið
að efna til sameiginlegs skógar-
dags, þ.e. gróðursetningar-,
fræðslu- og skemmtidags skóg-
ræktarfélaga um land allt, með
skoðunarferðum í skógræktar-
svæði, sýnikennslu í gróðursetn-
ingu og sjálfboðaliðastarfi.
(Fréttatilkynning).
Á föstudaginn langa voru kennarar
frá Akureyri á ferð um Eyjafjarð-
ardal á skíðum og fundu þar eina
kind útigengna, alllangt innan við
byggð. Hún var sótt daginn eftir og
reyndist vera hin sprækasta. Þetta
var lamb, eða nú að segja (geml-
ingur) veturgömul gimbur, frá
Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi og
hafði ærin með tvflembinginn á
móti komið í Stafnsrétt í haust eins
og vera bar. Gimbrin var í góðu
standi, með hornahlaup og ullar-
fyldingu og þykir það með ólík-
indum, því vetrarríki mun hafa
verið mikið á dalnum allt frá byrj-
un október. Saurbæjarbændur
merkja sauðfé sitt með Reykja-
lundarplastmerkjum og sagði
merkið glöggt til um heimilisfang
og ætterni kindarinnar. Að fengnu
leyfi sérfræðings sauðfjárveiki-
varna var útigöngukindin sótt að
Hrísum, til fjallskilastjórans í
Saurbæjarhreppi, sem hafði hana í
einangrun þannig að hún hefur
líklega aldrei hitt eyfirska kind.
Ekki mun óalgengt að skagfirskt
fé komi fyrir á þessum slóðum að-
allega þó úr Akrahreppi, en einnig
víðar úr héraðinu og er nýlegt
dæmi um tvflembu úr Sæmundar-
hlíð. S.l. haust fengu Saurbæjar-
bændur í pósti merki úr þrem
kindum, tvflembu, sem hafði farið
suður fyrir jökul og verið slátrað
sunnanlands.
Mishermt var hér í blaðinu 12.
febr. s.l. að lamb frá Saurbæ sem
fannst í janúar, hafi verið framan
við Kóngsgarð, það mun hafa verið
nokkru vestar eða nálægt Blöndu,
en sunnan afréttargirðingar eins og
áður var sagt.
í sama þætti var greint frá
nokkrum öðrum kindum sem
heimst höfðu með seinna fallinu,
en þar vantaði að geta um eina á frá
Giljum í Vesturdal, sem kom niður
á brúnir ofan við Dalkot, (beitar-
hús innan við Goðdali) í janúar.
Ærin, sem fær orð fyrir að láta ekki
hlut sinn fyrr en í fulla hnefana,
hafði sést í leitum í haust og náðist
þá lambið en hún slapp. Síðar hef-
ur hún brugðið sér vestur yfir Jök-
ulsá vestari.
Síðari hluta vetrar hefur annars
einkum frést um að kindur hafi
fundist milli Blönduóss og Sauðár-
króks.
27. aprfl 1982,
R. I.
e
Volvo 340kostar f rá 129.800 kr. <s s ð2)
....... .. ,. Þú færð bæklinga og allar upplýsingar hjá okkur:
Hja oðrum eru gæði nyjung, voivo-umboöið Sauðárkróki
- hjá Volvo hefð! Brynjar Pálsson
Kaupfélag Skagfirðinga
sími 95-5200
VOLVO
Sauðárkrókskirkja
Sjómannamessa verður sunnudaginn 6. júní kl.
11.00.
Ræðumaður Steingrímur Aðalsteinsson hafnarvörð-
ur.
Verið velkomin.
Sóknarprestur.
Hérna sérðu fauskinn
Kári Jónsson frá Valadal hefur sett
saman marga stöku um dagana.
Kannski er þekktust vísan frá
Stafnsrétt um Húnvetninga og
Skagfirðinga. Oft er rangt með
hana farið en vísan er svona:
Og svo falla eg læt óð,
ylinn snjalla kenni,
Magga á Fjalli er mikið góð,
mér að halla henni.
Skála og syngja Skagfirðingar,
skemmtun vanda og gjöra hitt;
heyrið slyngir Húnvetningar,
hér er Landaglasið mitt.
Vísan mun ort upp úr 1930. Frá
svipuðum tíma eru þessar dáfögru
stökur um heimasætumar á bæj-
unum í grennd við Valadal:
Hálffullur um heiminn geng,
hendingamar skýri.
Margan heillað hefur dreng
Hósa á Víðimýri.
Svo á fleygnum sýp ég á,
sigli í leiði búnu,
alltaf finn ég ylinn frá
Álftagerðis-Rúnu.
Ástarvin ég á mér fann
— oft er grínið skrítið —
Kári Stinu einni ann
ofur-pínu-lítið.
6 . Feykir
Kári Jónsson frá Valadal.
Hérna sérðu fauskinn fjalla,
fé um áratugi hirt,
grár í vöngum, geng með skalla,
gáfur tregar, málið stirt.
Héraðs-
þing
U.S.V.H.
Héraðsþing USVH var haldið 1
Bamaskóla Staðarhrepps að
Reykjum í Hrútafirði laugardaginn
27. mars sl. Gestir þingsins voru
Guðjón Ingimundarson, Sauðár-
króki, varaformaður UMFÍ, Sig-
urður Geirdal framkvæmdastjóri
UMFl og Ingólfur Steindórsson,
ritstjóri Skinfaxa. Fluttu þeir
ávörp.
Á þinginu var sambandinu
færður forkunnarfagur fundar-
hamar, en formenn aðildarfélaga
gáfu hann í tilefni 50 ára afmælis
sambandsins, sem var28.júní 1981.
Fram kom að starf sambandsins
sl. ár var mikið og þá einkum við
íþróttir yfir sumartimann.
Breytingar á stjóm sambandsins
urðu þær að Gunnar Sæmundsson,
Hrútatungu, form. og Þorsteinn
Sigurjónsson,. Reykjum, gjald-
keri gáfu ekki kost á sér til endur-
kjörs. Stjórn sambandsins skipa nú
Páll Sigurðsson, Hvammstanga,
formaður. Sigurður P. Bjömsson,
Hvammstanga, gjaldkeri, Bjöm
Sigurvaldason, Litlu Ásgeirsá, rit-
ari, Kristján Isfeld, Jaðri,
meðstjómandi og Friðrik Böðvars-
son, Syðsta-Ósi, varaformaður.
Fulltrúar þingsins þágu mat og
kaffi í boði UMF Dagsbrúnar,
Hrútafirði.
PS.
' W
^irtóutettar”
')’>
Or stemUmdun'
þarlenda
fálátur
bibliuguðmn
stenst ekki
sambeppnl Aouða.
glaðbeittrabiagu
Gyröir EUass°n'
Þökkum innilega samúð, vinarhug og minningargjafir, vegna and-
láts og jarðarf arar
STEFÁNS G. SIGMUNDSSONAR
Hlfðarenda.
Guð blessi ykkur öll.
Ósk Halldórsdóttlr.
Blma E. Stefánsdóttlr, Sólberg Stelndórsson,
Inglbjörg Stefánsdóttir, Kjartan Jónsson,
Helga S. Stefánsdóttir, Sigmar J. Jóhannsson,
og barnabörn.