Feykir - 04.06.1982, Side 7
Einkalíf hiá Leikfélaai Sauðárkróks
Vandamál áhugamannaleikfélaga
eru vafalaust margvísleg en ekki
mun sá vandinn minnstur að velja
sér hæfileg verkefni. Er þar margs
að gæta, finna verk er hæfir því
leiksviði og þeim leikhóp sem er
fyrir hendi og jafnframt að taka
tillit til áhorfenda, sem flestir vilja
„eitthvað létt og skemmtilegt“,
hvernig sem ber svo að skilja þá
óljósu kröfu. Þá má ekki gleyma
blessaðri menningunni, henni
verður líka að gera skil.
Ekki efa ég að öll þessi atriði hafi
verið þung á metum í verkefnavali
Leikfélags Sauðárkróks að þessu
sinni. Einkalíf er að mörgu leyti
hentugt verk litlu sviði, fáir leik-
endur (Þess skal þó getið að undir-
ritaður er alls ófróður um fjölda
hæfra áhugaleikara á staðnum),
létt verk og skemmtilegt og þar að
auki eftir vel þekktan höfund, þó
að hans blómaskeið sé fyrir all-
löngu fyrir bý.
Þó verður undirritaður að játa
verulegar efasemdir um réttmæti
þessarar uppfærslu. Satt að segja er
mér algerlega hulin ráðgáta hvert
erindi þessi hjónabandsvandamál
og makaskipti ríkra enskra auðnu-
leysingja eiga á íslenskt leiksvið.
Þetta nöldur mitt er ekki eingöngu
sú leiða venja gagnrýnandans að
finna því sem hann rýnir í eitthvað
til foráttu, heldur tel ég að í fjar-
lægð leiksins frá okkar veruleika sé
að finna helstu annmarka sýningar
Leikfélags Sauðárkróks. Leikend-
um og leikstjóra heppnast ekki
þrátt fyrir góða tilburði að gera
þessar persónur áhugaverðar og er
vart að furða, leikurinn er í senn allt
of breskur og heimur hans okkur
fjarlægur og það sem verra er,
ákaflega lítið áhugavekjandi til að
snerta okkur að ráði.
Slíkar sýningar hljóta að vekja
þá spumingu hvort ekki sé kominn
timi til að hrófla við nær einráðri
breskri hefð á íslensku leiksviði,
fleiri hafa jú skrifað leikrit en
Bretar, og þegar um er að ræða
verk sem í senn byggir fyndni sína á
illþýðanlegum orðaleikjum og
fjallar um stétt, sem fyrir löngu
hefur gengið sitt skeið, verður
spumingin enn áleitnari.
En að þessu nöldri slepptu, þá er
margt gott um þessa sýningu Leik-
félags Sauðárkróks á Einkalifi.
Hefur greinilega verið unnið af
alúð að verkinu undir stjóm Elsu
Jónsdóttur og áhersla lögð á fersk-
leika og hraða. Að vísu er reynsla
leikenda nokkuð mismunandi og
nokkur skrekkur í sumum á frum-
sýningu.
Haukur Sigurðsson mun vera
leikreyndastur þátttakenda og hef-
ur auk þess þakklátasta hlutverkið,
heimsmanninn Elliot Chase. Hauki
tókst líka vel að koma til skila
meinfyndni hans og kæruleysi og
vann ótvíræðan leiksigur. Jóhanna
Leikfélag Sauðárkróks:
EINKALÍF
eftir Noel Coward.
Leikstjóri
Elsa Jónsdóttir.
Þórarinsdóttir leikur Amöndu
fyrrum eiginkonu hans. Nokkuð
þótti mér gæta öiyggisleysis hjá
henni í fyrstu, en henni óx ásmegin
er á leið. Sama má segja um Báru
Bryndísi Vilhjálmsdóttur. Henni
tókst til muna betur að sýna móð-
ursýki og þrasgirni Sybil Chase í
þriðja þætti en ánægju brúðarinnar
í þeim fyrsta. Annars eru hlutverk
Sybil og Viktors Pryme, sem
Gunnar Gunnarsson leikur til
muna vanþakklátari hlutverkum
eldri makanna. Mjög fannst mér
gæta ókunnugleika í leik Gunnars
við, hvers konar manngerð Viktor
Pryme er. Einnig var gerfi hans
óheppilegt. Gunnar gerði þó sitt
besta og tókst best upp í að sýna
þröngsýni og afkárahátt Viktors í
samtalinu við Elliot i þriðja þætti.
Sigríður Hauksdóttir er fríð og
fönguleg í litlu hlutverki franskrar
vinnukonu, sem vera ber, franskan
er líka öllum óskiljanleg, látum
vera þó frönskumælandi skilji hana
ekki heldur.
Leikmynd er eftir Jón Þórisson
og um margt haganlega gerð, þó er
stofan í II. og III. þætti frekar
ósennileg sem Parísaríbúð breskrar
hefðarkonu, a.m.k. er klukku-
strengurinn útsaumaði þar eins og
skollinn úr sauðarleggnum.
Að lokum vil ég þakka Leik-
félagi Sauðárkróks um margt
skemmtilega sýningu og vænti þess
að sjá það fást við verðugri verkefni
í framtíðinni.
Geirlaugur Magnússon.
Aðalfundur Sambands Austur-Húnvetnskra kvenna
Samband Austur-Húnvetnskra
Kvenna hélt aðalfund sinn á
Húnavöllum 8/5 s.l.
í upphafi fundar minntist for-
maður þriggja látinna félagssystra
þeirra Þorbjargar Bergþórsdóttur,
Blönduósi, Guðrúnar Sigvalda-
dóttur, Mosfelli, og Halldóru
Bjarnadóttur Blönduósi, en allar
áttu þær drjúgan þátt í að móta
starfsemi sambandsins.
í skýrslu stjórnar kom fram að
235 félagar eru í kvenfélögum sýsl-
unnar. Yfirleitt er starfsemi þeirra
töluverð, haldin margskonar nám-
skeið, gengist fyrir jólaskemmtun-
um, þorrablótum, leikhúsferðum
og ýmis konar ferðalögum.
Kaffisölur eru aðalágóðaleiðir
félaganna, og flóamarkaður er
haldinn einu sinni á ári, og ágóða
varið til starfsemi sambandsins.
A s.l. vetri var skólabömum
kynnt heimilisiðnaðarsafnið. Kom
Sýndu konur gtaul vinnubrðgð og
skýrðu meðferð gamalla muna.
einn bekkur úr hverjum skóla sýsl-
unnar í heimsókn. Sýndu konur
gömul vinnubrögð og skýrðu
meðferð gamalla muna. Sýndu
börnin mikinn áhuga, unnu síðar
verkefni byggð á heimsókninni og
skrifuðu ritgerðir. Voru margar
ritgerðanna lesnar upp á fundin-
um, fundarkonum til mikillar
ánægju.
Ákveðið er að safnafundur á
Norðurlandi verði haldinn á
Blönduósi í byrjun júní.
í tilefni árs aldraðra var
Þorbjörgu Björnsdóttur Hæli Tor-
faækjarhreppi, og Guðmundi
Jósafatssyni frá Brandsstöðum,
boðið að halda stutta tölu á fund-
inum. Mæltist þeim vel að vanda.
Undanfarin ár hefur S.A.H.K.
stefnt að því að sýna nýjar list-
greinar á Húnavöku. Hefur verið
kynnt málaralist, vatnslitamyndir,
Batik og Grafík list. í ár stóð
S.A.H.K. fyrir sýningu frá Textil-
félaginu, en Textil er nánar skil-
greint ,,það sem unnið er úr
þræði“. Komu yfir 300 manns á
sýninguna.
Á fundinum var samþykkt til-
laga til heilbrigðisnefndar A,-
Hún., um að láta gera hávaðamæl-
ingar í samkomuhúsum sýslunnar,
er dansleikir eru haldnir, og sjá til
þess að viðurkennd hættumörk
séu virt. Fundi var slitið síðla dags,
og hafði staðið frá kl. 9 árdegis.
Var víða komið við í fjörugum
umræðum. Aðmörgu er að hyggja
í starfsemi kvenfélaganna og sam-
bandsins f framtíðinni. Stjórn sam-
bandsins skipa: Elísabet Sigur-
geirsdóttir formaður, Theódóra
Berndsen gjaldkeri, Elín Sigurðar-
dóttir ritari. E.S.
Aðalfundur Feykis: Skýrsla stjómar um
Framhald af forsíðu.
Lögð var áhersla á það, að rit-
nefndirnar störfuðu opið gagnvart
heimafólki sinu og að þær stæðu
ábyrgar gagnvart þvf frekar en rit-
stjórninni hér á Sauðárkróki.
Bærist ekkert efni frá ritnefndum til
blaðsins, birtist heldur ekkert frá
viðkomandi stöðum, heldur ein-
vörðungu þeim ritnefndum sem
skrifuðu. Á þennan hátt fékkst það
fram, að á sfðum Feykis hefur verið
fjallað um mál hverrar byggðar eins
og heimamenn hafa sjálfir kosið að
ræða þau og þau mál hafa komið
fram, sem heimamenn sjálfir vildu.
Þetta atriði eitt sér er mikilvægt
með hiiðsjón af fréttamati og skrif-
um dagblaða á Iffi og atburðum f
kjördæminu.
Með þvf að fletta þeim 140 sfðum
Feykis, sem þegar eru prentaðar frá
sfðasta aðalfundi má sjá, að til-
gangur blaðsins hefur verið hafður f
hávegum. Höfundar eru margir,
umræðuefnin margiit og misstór og
skoðanir allra handanna. Séu
helstu umræðuefnin valin út má
nefna Blöndumálið, Steinullar-
málið, málefni aldraðra og menn-
ingar og skólamál. Ætla verður að
umræðan hafi aukið þekkingu fbú-
anna á málunum og þannig hafi hún
stuðlað að farsælli lausn en ella
hefði fengist, —þ.e.a.s.: Umræða er
til góðs — sem er hið raunverulega
og hugmyndafræðilega undirstöðu-
atriði Feykis og prentfrelsisins. Af
öðrum viðfangsefnum á sfðum
Feykis má nefna kynningar á fyrir-
tækjum og framleiðslu innan kjör-
dæmisins og umræður um atvinnu-
mál og sveitarstjórnarmál. Fjallað
hefur verið um sæluviku á Sauðár-
króki, vorvöku á Hvammstanga og
Húnavöku á Blönduósi, sagt frá
kórum, leiksýningum, málverka-
sýningum, starfi safna og átthaga-
félaga o.s.frv. Mikið hefur verið
lagt upp úr viðtölum við fólk, sem
annars hefði ekkert sagt. Rætt var
við gamalt fólk og ungt, bændur,
listmálara, prest, — atvinnurek-
endur, verkamenn og sveitarstjóra
og þá sem lifa á veltunni. Og eru þá
ekki allir til sögunnar nefndir.
Oddvitinn hefur talað máli sfnu á
hverju blaði og spakmæli hans mörg
hafa orðið landsfræg að verðleik-
um, enda landinn f þekktri þörf fyrir
skagfirskt skopskyn.
Þá hefur vfsan — þessi alþýðlegi
menningararfur okkar — verið
dýrkuð f Feyki og þar fokið margur
góður kviðlingur, sem ella hefði
glatast —eða hreinlega aldrei orðið
til.
Pólitfsk skrif hafa verið frekar
fágæt — að undanskildum sfðustu
tölublöðunum fyrir kosningar. Þá
urðu þau nokkuð algeng og yfir-
gripsmikil. Þeir framboðslistar, sem
þess óskuðu, fengu sfðu til ráðstöf-
unar f Feyki á sanngjömum kjörum
og má ætla að allir hafi notið góðs
góðs af: Feykir, lesendur óg
frambjóðendur. Með leiðara
Feykis fékk Norðvesturland að
syngja með sfnu nefi f Útvarp
Reykjavfk. Það er tækifæri, sem
ástæðulaust er að vanmeta á þess-
um tfmum kapps og kappræðna
hinna ýmsu landshluta og byggða
um atvinnuþróun. Leiðarinn hefur f
flestum tilvikum fjallað um almenn
framfara- og baráttumál kjör-
dæmisins, en Ifka um mál einstakra
staða. Leiðari hefur t.d. verið skrif-
aður á Siglufirði um mál, sem var
Siglfirðingum metnaðar- og bar-
áttumál.
I Feyki hefur annars verið leitast
við að taka fyrir einn málaflokk á
miðopnu f hverju blaði og gera
honum góð skil, t.d. kynningar á
fyrirtækjum, og fylgja honum eftir
með leiðara, en hafa fréttir á útsíð-
um og greinar á innsfðum. Ritstjórn
hefur ekki alls kostar ráðið efnis-
skipan f blaðinu né heldur ritstjóri,
vegna þess hvemig prentað hefur
verið. Feykir hefur f flestum tilvik-
um verið átta síður, en sfðustu 4
tölublöð og jólablaðið vora 12 og 16
sfður.
1 sfðustu fjórum tölublöðum hef-
ur verið ráðist f það, að prenta
útgáfu blaðsins
blaðið f lit að nokkru leyti, aðallega
til að koma til móts viö auglýsendur
og þetta mælst vel fyrir. Upplag
blaðsins hefur verið 3000 eintök.
Ritstjóra hefur rætt það ftarlega,
hvort stækka eigi blaðið eða fjölga
útgáfudögum og samstaða verið um
að gera hvoragt. Þó höfum við talið
það skynsamlegt, að stækka blaðið f
12 sfður, þegar sérstakt tilefni er til
eins og f kosningaslagnum, en
vikublað teljum við slæman kost
eins og sakir standa. Byggist þetta
sjónarmið á því, að vinna eykst til
muna og verð blaösins, en efnistök
kunna að slakna. Teljum við eftir-
sóknarverðara að vanda efnistökin
en auka afköstin.
Prentfrelsi er gott og nauðsyn-
legt f lýðræðisþjóðfélagi Á Norð-
vesturlandi hefur það takmarkast
verulega af þvf að vélar, þekking og
geta hafa ekki verið til á sama stað
á sama tfma. öll tölublöð Feykis
hafa verið prentuð á Akureyri, bæ
sem er héraa austan við Trölla-
skaga. Sem kunnugt er aðgreinir
Tröllaskagi kjördæmi og veðurfars-
svæði og skiptir félagssvæðum f
öðra tilliti en pólitfsku. T.d. markar
hann að austan starfsvettvang
Feykis. í byrjun tók það mikinn
tfma ritstjóra að ferðast milli
Sauðárkróks og Akureyrar með
efni f blað, tilbúið blaö og til lesturs
prófarka. Þannig er farið illa með
þann tíma, sem ritstjóri hefur fyrir
blaðið. Að ekki sé talað um að sitja
fastur f skafli á öxnardalsheiði f
illviðri og myrkri. Oft hafa þvf setj-
arar ráðið útliti og fyrirsögnum
blaðsins alfarið og farist það misvel.
Blaðið var f byrjun bæði sett og
prentað hjá Prentverki Odds
Björnssonar, en sfðustu mánuði
hefur POB sett blaðið, en Dagur
prentað það. Smám saman hefur
komist á sú skipan mála, aö
Magnús Svavarsson tæki efnivið
Feykis norður á þriðjudagsmorgni
og við það verið miðað, að hann
tæki tilbúið blað til Sauðárkróks á
fimmtudegi eða föstudegi eftir að-
stæðum. Magnús hefur reynst
Feyki mjög hjálplegur og kann rit-
stjóra honum bestu þakkir. í fæst-
um tilvikum hefur það staðist, að
blaðið næði Magnúsi fyrir brottför
frá Akureyri og þetta hefur oftar en
ekki truflað ásetning okkar um að
dreifa blaðinu á alla þéttbýlisstaði
fyrir helgi. —Af þessum ástæðum
öllum hefur ritstjóra lagt sig fram
um það að fá blaðið prentað hér á
Sauðárkróki og raunar höfum við
litið á þetta sem algera forsendu
þess, að við réðum við útgáfuna til
frambúðar. Ýmsir möguleikar vora
athugaðir og ræddir, en að lokum
gerður samningur við Hrein Sig-
urðsson f Myndprenti á Sauðár-
króki. Samningurinn var undirrit-
aður þann 2. febrúar 1982 og þá gert
ráð fyrir því, að Myndprent keypti
nauðsynleg tæki og hæfi prentun f
aprfl s.l. Þessu hefur að ósk Mynd-
prents verið frestað og mun það
fyrst prenta þriðja tölublað héðan í
frá. Okkur er Ijóst, að með þvf að fá
prentunina til Sauðárkróks er
björainn ekki unninn, heldur er það
forsenda fyrir því, að geta unnið
hann.
Frh. f næsta tölublaði.
Feykir . 7