Feykir


Feykir - 27.08.1982, Blaðsíða 3

Feykir - 27.08.1982, Blaðsíða 3
HVER ER MAÐURINN? í síðasta blaði Feykis voru birtar fjórar óþekktar myndir úr vörslu Héraðsskjalasafns Skagfirðinga og lesendur beðnir að gera safninu viðvart, bæru þeir kennsl á fólkið. Á myndinni lengst t.h. er Jón- ína Helgadóttir, ættuð af Hér- aði, en kom til Sauðárkróks með Jónasi lækni Kristjánssyni; fór síðar til Noregs. Hin konan mun heita Stefanía og kom til Sauð- árkróks að Iæra saumaskap hjá Ingibjörgu Pétursdóttur um 1920. Hún er líklega af Ströndum, en upplýsingar vant- ar um föðurnafn hennar. í þessu blaði eru birtar fjórar myndir, og vonandi bera einhverjir les- endur kennsl á fólkið. Nr.5 Nr.6 Nr.7 Nr.8 Brjóstmyndin af Jóni Þ. Bjömssyni. Ljósm. ár- Brjóstmynd gefin bama- skóla Sauðárkróks Afmælisrít Siglufjarðarkirkju Þann 15. ágúst s.l. voru 100 ár liðin frá fæðingu Jóns Þ. Björnssonar frá Veðramóti. Jón kennari, eins og hann var alltaf kallaður, var skóla- maður á Sauðárkróki frá 1908-1952 og skólastjóri Bamaskólans lengst af. Hann var að auki mikilvirkur félags- málamaður og m.a. í hrepps- nefnd Sauðárkrókshrepps frá 1913 til 1936 og oddviti nær allan tímann. Við starfslok varð Jón kennari heiðursfélagi fjölda félaga og fyrsti heiðursborgari Sauðár- króks. Jón lést 21. ágúst 1964. - Við stutta athöfn í Barnaskóla Sauðárkróks þann 15. ágúst s.l. var afhjúpuð brjóstmynd af Jóni kennara, sem gamlir nemendur og velunnarar Jóns gáfu skólan- um í minningu hans. Brjóst- myndina gerði Guðmundur Elíasson myndhöggvari. Kári Jónsson hafði orð fyrir gefendum og sagði m. a.: „Jón P. Afmæli Tindastóls Hinn 26. október næstkomandi verður Ungmennafélagið Tinda- stóll 75 ára. Til að minnast þess- ara tímamóta, hefur stjórn félags- ins ákveðið að gefa út afmælisrit. Ætlunin er, að ritið verði ríkulega myndskreytt, og þess vegna leitar stjórn félagsins til félagsmanna og annarra velunnara, sem kunna að eiga myndir í fórum sínum frá margvíslegri starfsemi félagsins. Góðar myndir segja meira en mörg orð, og því heitir stjórnin á þá, sem myndir eiga í sínum fór- um að lána þær til eftirtöku og notkunar í ritinu. Þeir sem vilja sinna þessu eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Pál Ragnars- son og Guðna Björnsson Sauðár- króki, eða Sölva Sveinsson Reykjavík. í tilefni af fimmtíu ára vígslu- afmæli Siglufjarðarkirkju hef- ur sóknarnefnd ráðist í það verk að gefa út afmælisrit vandað að allri gerð. Ritstjóri bókarinnar er Páll Helgason en margir aðrir áhugamenn um sögu Siglufjarðar hafa lagt hönd á plóginn. Þeir eru m.a. Ragnar Jónasson, Sigurjón Sigtryggsson og Guðbrandur Magnússon. Bókinni er skipt í fimm efn- ishluta, en þeir eru sem hér segir: I. Ágrip af kirkjusögu Siglufjarðar eftir Þ. Ragnar Jónasson. II. „Steinar eru þungir og sandur- inn sígur í.“ Byggingarsaga Siglufjarðarkirkju eftir Sigurjón Sigtryggsson. III. Hið kirkjulega starf. Það skrifa m.a. Ólafur Þorsteinsson læknir og heiðursborgari um sr. Bjarna Þorsteinsson tónskáld og fyrsta heiðursborgara Siglufjarðar. Þóra Jónsdóttir frá Ystabæ um Tryggva Kristinsson organista, Páll Helgason um sönglíf í Siglu- fjarðarkirkju, Guðbrandur Magnússon um kirkjugarð Siglufjarðar og Skúli Jónasson um sóknarnefndir. IV. Endurminningarþáttur Siglu- fjarðarpresta. Sr. Óskar J. Þor- láksson, sr. Kristján Róberts- son, sr. RagnarFjalarLárusson, sr. Rögnvaldur Finnbogason, sr. Birgir Ásgeirsson og sr. Vigfús Þór Árnason rita um líf og starf í Siglufirði. V. Eignaskrá Siglufjarðarkirkju. Bókin er skreytt fjölda mynda, sem tengja okkur fortíð- inni en segja sína sögu í nútíð. Siglufjarðarprentsmiðja prentaði og setti. Litprentun á kápu og öðrum litmyndum ann- aðist Prenttækni sf. ogbókband- ið var unnið af Prentverki Odds Björnssonar. Allur ágóði af bókinni mun renna í safnaðarheimilissjóð en safnaðarheimili Siglufjarðar- kirkju verður vígt 28. ágúst næstkomandi á fimmtíu ára vígsluafmæli kirkjunnar. Sóknarnefnd Siglufjarðar og sóknarprestur. Björnsson hafði það markmið að bæta og fegra mannlífið, ekki aðeins með því að mennta nem- endur sína sem best, heldur einnig að kveikja í brjóstum þeirra þrá til heilbrigðra at- hafna, löngunar til þess að láta gott af sér leiða, verða í stuttu máli sagt nýtir þjóðfélagsþegn- ar. - Leiðsögn hans virðist stundum hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá okkur nem- endum hans, en ætli flest okkar hafi ekki reynt það einhvern tíma, að hollráð hans voru ekki einskis nýt og duga best þegar á bjátar. Þannig fylgir gamli kenn- arinn okkur eftir, þó sjálfur sé hann horfinn af stjónarsviðinu." Arna Dröfn Björnsdóttir, sem nýbyrjuð er skólagöngu sína, afhjúpaði brjóstmyndina og Björn Björnsson, skólastjóri, þakkaði fyrir hönd skólans. Stefán Jónsson, arkitekt, þakkaði fyrir hönd barna Jóns, vinsemd og virðingu sem föður þeirra hefði verið sýnd. - Þess má geta, að gefendalisti verður afhentur Barnaskólanum, en listinn er opinn ennþá í Búnað- arbankanum á Sauðárkróki og má enn leggja framlög inn þar á reikning 11145. ár.- t ra Siglufirði. Hörkukeppni í 3. deild KS, Siglufirði og TindastóII, Sauðárkróki, eiga bæði tök á því að komast upp í 2. deild ís- landsmótsins. Liðin leika nú í úrslitakeppni 3. deildar ásamt Víði úr Garði og Selfyssingum. Um síðustu helgi sigruðu Sigl- firðingar lið Selfyssinga á Siglufirði 7:0, en Tindastóll tapaði 1:0 fyrir Víði í Garði. Staðan í úrslitakeppninni er nú: Víðir 6 stig, KS og Tinda- stóll 3 stig og hefur KS betra markahlutfall. Selfoss er neðst með 0 stig. Tvö lið komast áfram og keppnin er því æsi- spennandi. Norðvesturland gæti fengið tvö lið í 2. deild og hlýtur að fá eitt lið upp. Á laugardag þann 28. ágúst kl. 14 leikur Tindastóll gegn Selfossi á Sauðárkróki og KS leikur í Garði á sunnudag þ. 29. ágúst gegn Víði. Nú ríður á að heimafólk mæti á völlinn og hvetji lið sín í þeim leikjum, sem eftir eru. ár- Feykir • 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.