Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 3
l\ wmm L 1 FRÉTTABLAÐIÐ 1 Þriðjudagur 29. mars 1994 3 Unglingameistaramóti ísiands á skíðum lauk á ísafirði á sunnudag: ísfiröingarnir stóðu sig meó sóma Unglingameistaramót ís- lands í alpagreinum og nor- rænum greinum fór fram á Seljalandsdal um helgina. Meðal úrslita má nefna: Eva Pétursdóttir, Isafirði, sigraði í svigi 13-14 ára stúlkna, varð fjórða í stórsvigi, og sigraði í alpatvfkeppni. Sigríður Þorláksdóttir, ísa- firði, sigraði í svigi 15-16 ára stúlkna, varð önnur í stórsvigi, og sigraði í alpatvíkeppni. Jóhann Hafstein, Reykjavík (áður Isafirði), varð í þriðja sæti í stórsvigi 13-14 ára drengja og í öðru sæti í samhliðasvigi. Bikarkeppni SKÍ 1994 Urslit vetrarins í bikarkeppni SKI liggja fyrir. Eva Pétursdóttir, Isafirði, varð í öðru sæti í alpagreinum í flokki 13-14 ára stúlkna. Sigríður Þorláksdóttir, Isa- firði, varð í öðru sæti í alpa- greinum í flokki 15-16 ára stúlkna. Jóhann Hafstein, Reykjavík, varð í þriðja sæti í alpagreinum íflokki 13-14 áradrengja. TIL SÖLU Mitsubishi Pajero Super Wagon 3000 árg. 1991 ek. 59 þús. bensín, sjáifsk. sóllúga, brettakantar, rafmagn l öllu, sumar og vetrardekk. Skipti á ódýrari koma til greina. Uppl. í s. 3421 ísafjarðarmeistaramót í snóker 21. árs og yngri - Ásbjörn Bjarnason sigraði, tveir efstu fá frítt far á unglingameistaramót íslands í Reykjavík ísafjarðarmeistaramót ungl- inga í snóker fór fram í Gosa á þriðjudaginn í síðastliðinni viku. Sigurvegari mótsins var Ásbjörn Bjamason. I öðru sæti varð Davíð Sveinsson og Örn Árnason lenti í þriðja sæti. Tveir efstu menn mótsins fengu auk verðlauna frítt far á unglingameistaramót Islands sem haldið verður í Reykjavík. Það var Tryggvi Tryggvason á Isafirði sem sem gaf ferðirnar. -hk. Taliö frá vinstri, Ásbjörn, Davíö og Örn. Einar efstur í stigamóti Gosa um ísafjarðar- meistaratitil Einar Gunnlaugsson mundar kjuöann. Einar Gunnlaugsson sigraði á síðasti stigamótinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni um Isafjarðarmeistaratitil full- orðinna. Mótið var haldið í Gosa á sunnudaginn í fyrri viku. I öðru sæti á þessu stiga- móti lenti Atli Geir Atlason og Ásbjörn Bjarnason varð í þri- ðja sæti. Á stigamótum Gosa sem gefa rétt til þátttöku f átta manna úrslitum hafa sex þegar tryggt sér þátttökurétt. Það eru Einar Gunnlaugsson með sa- manlagt 400 stig, Ásbjörn Bjarnason með 300 stig, Víðir Amarson með 200 stig, Atli geir Atlason með 174 stig, Davíð Sveinsson með 172 stig og Magnús Gíslason með 170 stig. Þeir sem lægri eru að stig um eiga enn einhvern möguleika á að komast í úrslit, en tveir et'stu úr aukamóti sem haldið verður fyrir þann hóp komast áfram í hóp 8 bestu. -hk. Næst síðasta opna ÍS-REK forgjafarmótið Þrír efstu í samanlögöu á Isafiröi og átta efstu í Reykjavík fá flugmiða til Englands Næst síðasta opna IS-REK forgjafarmótið var haldið dag- ana 12. og 13. mars sl. Sigur- vegari í þessu forgjafarmóti var Ragnar Reynirsson, en Ásbjörn Bjarnason varð í öðru sæti. I þriðja sæti lenti Einar Gunn- laugsson sem að öllum líkind- um hefur nóg að gera við snokerborðið á næstunni auk ferðar til Englands. Þrír efstu menn í samanlögðu á ísafirði í ÍS-REK mótinu og átta efstu f Reykjavík fá flugmiða til Eng- lands. Ef staðan eftir fimm umferðir í þessu móti er skoð- uð, kennur í ljós að af Isfirð- ingunum er Einar Gunnlaugs- son lang efstur með 400 stig og er þegar búinn að tryggja sér farmiðann til Englands. Annar í röðinni með 280 stig er Víðir Arnarsson, en jafnir í þriðja og fjórða sæti með 235 stig eru þeir Örn Árnason og Atli Geir Atlason. Ljóst er að baráttan um flugmiðana mun standa á milli þeirra þriggja, Víðis, Arnar og Atla sem allir eiga góða möguleika á fríu fari til Englands. -hk. Banaslys í Skálavík Hörmulegt slys varð í Skálavík utan Bolungarvíkur um hádegið á sunnudag. Hjón sem voru á leið úr sumarbústað til Bolungarvíkur á vélsleða lentu fram af 5—6 metra hárri snjóhengju innan Koppstaða og lentu ofan í Breiðabólsá. Mjög blint var og lélegt skyggni. Maðurinn lést og er talið að hann hafi látist samstundis. Konan brákaðist á mjöðm og var á slysstað í ellefu tíma þar til hún fannst. Hafði hún hlaðið um sig skjólgarð úr snjó en var orðin köld og hrakin, þrátt fyrir að hún var vel klædd. Um kvöldið var björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík kölluð út til leitar þegar hjónin höfðu ekki skilað sér heim. Fundu björgunarsveitarmenn hjónin. Konan var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði og er líðan hennar eftir atvikum. Maðurinn sem lést var Gunnar Leósson pipulagningameistari í Bolungarvík. Hann var fæddur 26. janúar 1933 á Höfðaströnd í Jökulfjörðum og lætur eftir sig fimm uppkomin börn. -GHj. TÖLVUR - PRE NTARAR og fylgihlutir AMBRA OG HYUNDAI TÖLVUR Verö frá kr. 112.900.- stgr. STAR, HEWLETT PACKARD og CITIZEN prentarar Nálaprentarar verð frá kr. 18.900- stgr. Bleksprautuprentarar verð kr. 29.500- stgr. IVIÝS MÚSAMOTTUR DISKETTUR DISKETTUBOX PA PPIRSTÆTARAR Bókaverslun Jónasar Tómassonar ísafirði - Sími 94-3123 J

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.