Vestfirska fréttablaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 5
VESTFffiSKA
FRÉTTABLAÐIÐ
Miðvikudagur 30. nóvember 1994
Þingsálylttunantíllaga frá Pétri BJarnasyni:
Vegasamband verði milli
Vestur-Barðastrandarsýslu
og Dýrafjarðar árið um kring
- athugað venði hvort hagkvæmara sé að byggja upp heilsársveg
yfir Dynjandisheiði eða fara með sjónum
- gerð verði jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar
Pétur Bjarnason hefur
lagt fram á Alþingi tillögu
tii þingsályktunar um að
láta Vegagerð ríkisins gera
áætlun uni með hvaða hætti
vegtenging milli Dýrafjarð-
ar og Vestur- Barðastrand-
arsýslu verði hagkvæmust. I
því felist ákvörðun uni hvort
byggður verði upp heilsárs-
vegur yfir Dynjandisheiði
eða farið með sjó fram fyrir
Langanes (eða um Mosdal
og Hokinsdal) um Geirþjófs-
fjörð og Trostansfjörð. Enn
fremur verði tekin ákvörð-
un um jarðgangaleið milli
Dýrafjarðar og Arnarfjarð-
ar.
Eftirfarandi greinargerð
fylgir tillögu Péturs:
Það hefur löngum háð sam-
vinnu byggða á Vesttjörðum,
hversu samgöngur eru þar erf-
iðar að vetrarlagi og á það ekki
síst við samskipti milli þeirra
svæða sem hér um ræðir,
byggðanna á vestanverðum
Vestfjörðum, sem oft eru
nefnd Patreksfjarðar- og Isa-
fjarðarsvæði.
Hrafnseyrarheiði og Dynj-
andisheiði eru að jafnaði lok-
aðar vetrarmánuðina og er þá
póstflug Flugfélagsins Ernis
einu almenningssamgöngurnar
milli Vestur-Barðastrandar-
sýslu og Isafjarðarsýslna, auk
Líf og tjör verður á Silfur-
torgi á Isafirði á laugardaginn
og margt unt að vera. Þar
verður m.a. árleg jólatorgsala
Styrktarsjóðs húsbyggingar
Tónlistarskólans, en hún hefst
með því að Barnakór skólans
syngur nokkur jólalög. Þeim
sem vilja leggja skólabygg-
ingunni lið, með því að gefa
tertur, smákökur, jólasælgæti,
jólasíld, föndur eða annað sem
selja mætti á torgsölunni, skal
Pétur Bjarnason.
þess sem vöruflutningar fara
fram sjóleiðina.
Þá ber að geta þess, að með
tilkomu Breiðafjarðarferjunnar
Baldurs hafa aukist verulega
ferðir fólks af Isafjarðarsvæði
þá leiðina suður í land. Eins og
nú háttar er það einungis hægt
að sumarlagi, en með jarð-
göngum milli fjarðanna og
vetrarvegi um Dynjandisheiði,
eða með sjó fram, væri þessi
leið fær allan ársins hring.
Vegurinn um
Dynjandisheiði er gamall
sumarvegur
Núverandi vegur yfir Dynj-
andisheiði var tekinn í notkun
á árinu 1958 og þótti þá all-
bent á að á móti slíku verður
tekið í anddyri Grunnskólans
milli kl. 11.00 og 12.30 á
laugardag.
Þess er að vænta að sann-
kallaður aðventublær verði á
Silfurtorgi á laugardaginn,
enda hefur jólatorgsalan frá
upphafi gefið tóninn og sett
mikinn svip á bæjarlífið.
Hótel Isafjörður mun leggja
sitt af mörkum til þess að skapa
jólastemmningu á Silfurtorgi.
góður og var mikil samgöngu-
bót. Hins vegar var hann ein-
ungis hugsaður sem sumar-
vegur og ekki gerður
samkvæmt þeim stöðlum sem
nú gilda um nýlagnir vega.
Sáralitlar endurbætur hafa ver-
ið gerðar á honum og nýtist
hann því enn eingöngu sem
sumarvegur. Fljótlega þarf að
fara að gera við kafia þessa
vegar, en áður en lagt er í
kostnaðarsamar framkvæmdir
þarf að taka ákvörðun um hvort
leggja beri nýjan veg með sjó
fram eða endurbæta þennan
veg og byggja upp með tilliti til
snjóalaga.
Vert er að hafa í huga við á-
kvörðun í málinu, að vegurinn
liggur utan í Glámusvæðinu,
sem er fyrrum jökulsvæði.
Hann liggur í allt að 500 m hæð
yfir sjávarmáli og þar geta
veður verið mjög hörð að vetri
til og þokusamt á sumrin.
Samkvæmt iauslegum mæl-
ingum Vegagerðarinnar er
talið að lenging vegarins, með
því að fara með sjó fram, sé um
15 km frá Dynjanda í
Trostansfjörð, og þar með til
Bíldudals, en um 30 km frá
Dynjanda að vegamótum í
Helluskarði og þar með að
Brjánslæk. Það ber að hafa í
huga að þessi vegur yrði vænt-
anlega mjög snjóléttur og að
jafnaði vetrarfær án mikils
snjómoksturs.
Þar verður boðið upp á glæsi-
legt kökuhlaðborð og heitt
súkkulaði.
A sunnudaginn verður bóka-
kynning á Hótel ísafirði og
Villi Valli mun spila létt jólalög
fyrir gesti. I desember er alla
daga boðið upp á kaffihlaðborð
eins og venjulega, auk þess sem
í boði verður heitt súkkulaði
með rjóma.
Nýtt vegarstæði um Dynj-
andisheiði?
Einnig kæmi til álita að leita
nýrra leiða fyrir veg yfir Dynj-
andisheiði og hafa um það
samráð við heimamenn, sent
margir hverjir hafa kannað
leiðir þarna með þetta að mark-
miði. Einkum kemur til álita að
fara aðra leið upp á heiðina en
upp Svínadal, t.d. á svæðinu
utanvert við Dynjanda.
Að áliti vegagerðarmanna er
tæpast framkvæmanlegt að gera
viðunandi vetrarveg yfir
Hrafnseyrarheiði vegna mikils
bratta og snjóflóðahættu á leið-
inni frá Þverfelli í Brekkudal að
Þórðarhorni í Hrafnseyrardal.
Jarðgöng úr Arnarfjarð-
arbotni í Dýrafjarðarbotn
stytta leiðina um
25-28 km
Vegagerð ríkisins hefur gert
lauslegar athuganir á jarð-
gangaleið milli Dýrafjarðar og
Arnarfjarðar. Meðal annars ver
gerð jarðfræðiathugun árið
1981 á þessu svæði. Megintil-
gangur þeirrar athugunar var að
huga að grjóti sem nothæft væri
sem ölduvörn á vegkanta með
sjó, en einnig var berggrunnur
lauslega kannaður með tilliti til
möguleika á jarðgangagerð
þarna. Þessi athugun leiddi í
ljós, að vænlegasta leiðin virð-
ist vera úr Dýrafjarðarbotni í
Arnarfjarðarbotn. Þessi göng
yrðu væntanlega um 4,7 km að
lengd og virðast berglög þar
henta allvel til gangagerðar.
Nauðsynlegt er þó að gera
frekari kannanir á berglögunt.
Þess má geta, að jarðgöng á
þessum stað mundu stytta leið-
ina frá Isafirði í Mjólká um 25-
28 km og yrði þá leiðin þar á
milli svipuð og frá Isafirði til
Þingeyrar, rétt um 50 km.
Annar möguleiki væri að
gera göng úr Brekkudal í
Skipadal, nálægt núverandi
akstursleið. Þau göng yrðu mun
styttri, en berglög óhagstæðari,
auk þess sem þau mundu liggja
allhátt, eða um 300 m yfir sjáv-
armáli. Sú leið stytti ekki akst-
ursleið svo neinu nemi.
Um nýjan flugvöll í Dýra-
firði
Sem fyrr segir eru jarðgöng
á þessari leið forsenda þess að
tengja megi byggðir Vestfjarða
innbyrðis. Gerð nýs flugvallar
í Dýrafírði, sem nú er í athugun,
styður enn frekar nauðsyn þess
að allir á vestursvæði Vest-
tjarðakjálkans eigi þar greiða
leið, ekki síst ef um beinan út-
flutning á fiski og fiskafurðum
þaðan yrði að ræða. Þá mundi
öryggi í samgöngum aukast
verulega og renndi frekari
stoðum undir ferðaþjónustu á
Isafjarðarsvæði að vetrarlagi,
þar sem ferðafólki þykir flug-
samgöngur ekki nægilega
tryggar til skemmri ferða.
Hér er um að ræða stefnu-
mótun í samgöngumálum, en
þau skipta byggðaþróun á
Vestfjörðum verulegu máli og
hafa um árabil verið ofarlega í
umræðu þar. Fjórðungsþing
Vestfirðinga hefur margsinnis
ályktað um þetta mál.
Vegamálastjóri telur
nauðsynlegt að undirbúa
framkvæmdina
I umsögn vegamálastjóra um
fyrrgreinda þingsályktunartil-
lögu frá 113. löggjafarþingi er
tekið undir nauðsyn þess að
undirbúa tengingu milli þessara
svæða með þeim hætti sem hér
er til lagt. Vegamálastjóri telur
það verkefni Vegagerðar og
þingmanna kjördæma að und-
irbúa slíka stefnumörkun. Sú
vinna kostar allmikið fé og er
eðlilegt að sérstök fjárveiting
fáist til hennar af vegaáætlun.
Málið tekið upp í endur-
skoðun vegaáætlunar
Það skal undirstrikað hér, að
þar sem jarðgöng eru forsenda
þessarar tengingar með örugg-
um hætti, beri að fella þessa á-
ætlun að langtímaáætlun í jarð-
gangagerð, þar sem tenging
vestursvæðis við Mjólká nær
ekki fullum tilgangi nema hægt
verði að komast áfram yfir í
Dýrafjörð. Því er skoðun flutn-
ingsmanns, að taka beri þessa
tvo þætti sameiginlega sem
sérstakt verkefni við áætlana-
gerð sem tekið verði tillit til við
reglulega endurskoðun vegaá-
ætlunar, sem fram á að fara á
Alþingi 1994-95.
Kratar
, Isafirði og nagrenni
Sighvatur Björgvinsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra heldur fund í
Kratahöllinni nk. laugardag, 3. desember, og ræðir stjórnmálaviðhorfin.
Fundurinn hefst kl. 14.00.
Allt Alþýðuflokksfólk og stuðningsfólk er hvatt til að mæta.
Alþýöuflokkurinn
Jafnaðarmannaflokkur íslands
Hvítasunnukirkjan
Almenn samkoma á sunnudaginn
kl. 17:00. Allir lijartanlega velkomnir.
Fjarðarstræti 24, 400 ísafjörður
Líf og fjör á Sllfurtorgi
5
Mál og menning hefur
sent frá sér bókina Vor í
dal eftir Friðrik Þór Frið-
riksson og Árna Óskars-
son. Bókin geymir örstuttar
frásagnir (sannar örsögur)
þar sem Friðrik Þór Frið-
riksson kvikmyndagerðar-
maður rekur einstök atvik
úr lífi sínu frá bernsku fram
á þennan dag. I bókinni er
að finna undarlegar sögur
af bernskuárum í Stórholt-
inu og Vogunum í Reykja-
vík, lýsingar á minnisstæðu
fólki frá sveitadvöl í
Skagafirði, minningabrot
frá skrykkjóttri skólagöngu,
merkileg tíðindi úr kvik-
myndagerð og fleira.
Kvikmyndin Bíódagar
byggir að nokkru á sögum
úr bókinni. Árni Óskarsson
skráði sögurnar og Guð-
mundur Thoroddsen
gerði teikningarnar.
Mál og menning hefur
sent frá sér skáldsöguna
Letrað í vindinn eftir
Helga Ingólfsson. Sögu-
svið hennar er Rómaveldi
á síðustu öldinni fyrir Krists
burð og meginvettvangur-
inn er sjálf Rómaborg —
drottning heimsins, sem er
„gyðja og dræsa í senn“.
Sögumaður er skáldið
Helvíus Cinna og þrælar
hans tveir skrá hvert orð
sem af vörum hans hrýtur.
Frásögnin er þrungin hraða
og spennu, enda er vargöld
í Róm og óvíst hver tími
gefst til sagnamennsku.
Tvennum sögum fer fram
samtímis: Annars vegar
fylgist lesandinn með
skáldinu Catúllusi og félög-
um hans í svallsömu daðri
við listagyðjuna og lífs-
nautnirnar. Hins vegar
prettunum og svikunum
sem einkenna stjórnmálin
þegar kappar eins og
Caesar, Catilína og Ciceró
berast á banaspjót í flóknu
samsæri.
Letrað í vindinn er „saga
lymsku og klækja, sorgar
og svika, depurðar og
dauða“, eins og sögumaður
kemst að orði, en jafnframt
ástarsaga og spennusaga,
full af fjöri og spaugi.
Letrað í vindinn er fyrsta
skáldsaga Helga Ingólfs-
sonar, glæsileg frumraun
sem hlaut Bókmenntaverð-
laun Reykjavíkur 1994.