Morgunblaðið - 14.07.2015, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2015
Lágmarks fram-
færsluuppbótin er
11% fyrir ofan íslensk
fátæktarmörk, sem er
60% af miðgildi ráð-
stöfunartekna fyrir
einstakling. Þetta
kemur fram í skýrslu
frá 2014 sem nefnist
„Nægjanleiki lífeyr-
issparnaðar á Íslandi“
og útgefandi er Fjár-
málaeftirlitið.
Árið 2012 er í skýrslunni lág-
mark almannatrygginga kr.
201.682 og fátæktarmörkin kr.
181.086 og mismunurinn 11%.
Þessi 11% mismunur yfir fátækt-
armörkum í skýrslunni er fenginn
með því að heimili þar sem annar
eða báðir einstaklingar fengu ör-
orkulífeyri eru undanskilin. Þetta
stafar af mjög flóknum tekjuteng-
ingum eða þaki á slíkan lífeyri eftir
núgildandi reglum, segir þar orð-
rétt.
Heimili þar sem annar eða báðir
einstaklingar fengu örorkulífeyri
eru undanskilin og með þeirri
reikningsbrellu er hægt að ná
stórum hóp lífeyrisþega sem fá líf-
eyri frá lífeyrissjóðunum yfir „fá-
tæktarmörkin“ og nefna ekki á
nafn í skýrslunni yfir 20 þúsund
manns sem voru og eru undir fá-
tæktarmörkum.
Skylduaðild að lífeyrissjóði gerir
að sparnaðurinn í sjóðnum er lög-
þvingaður sparnaður og þar af leið-
andi eign sem ætti ekki að skerða
eða skatta fyrr en heildartekjur líf-
eyrisþegans eru komnar yfir mann-
sæmandi lágmarksframfærslu.
Heildarútgjöld án húsnæðis-
kostnaðar hjá Velferðarráðuneyt-
inu(Reiknivél) fyrir einstakling eru
samtals: 236.581 krónur á mánuði.
Þarna vantar inn 100-200.000 krón-
ur í íbúðarkostnað og því eru
300.000 krónur eftir skatt á mánuði
þær lágmarkstekjur sem þörf er á
til að lifa af á Íslandi í dag.
Velferðarráðherra sagði í frétt-
um RÚV að búið væri að leiðrétta
lífeyri aldraðra og öryrkja aftur í
tímann. Þetta er ekki rétt og stór-
furðulegt að það sé hægt að full-
yrða þetta í beinni útsendingu án
þess að sýna staðfestar tölur því til
sönnunar. Að hræra vel og lengi
saman öllum bóta-
flokkum hjá hinu op-
inbera og það bóta-
flokkum sem koma
flestum ekkert við, til
þess eins að sýna að
rangt sé rétt, er fá-
ránlegt.
Það vantar 30%
hækkun á lífeyr-
istekjur mínar í dag
bara til að leiðrétta
þær og þá vantar
einnig hækkun upp á
31.000 krónur á mán-
uði sem samið var um
á vinnumarkaði strax. Þetta eru
um 70.000 krónur á mánuði eftir
skatt, sem hafa verið teknar af mér
með lögbrotum og skerðingum. Þá
er það brot á stjórnarskránni að
mismuna öryrkjum með því að
skerða lífeyrissjóðstekjur hjá mér
um nær 20.000 krónur á mánuði,
en ekki hjá öryrkja með tekjur frá
Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna.
Þessi ríkisstjórn, sem nú er við
völd, mun ekki hækka tekjur mínar
á þessu ári og því halda áfram
skerðingum sem ríkisstjórnin á
undan þeim gerði svo eft-
irminnilega er hún leiðrétti eigin
kjör, en ekki hjá öryrkjum eins og
lofað var að gera. Svik á svik ofan
er greinilega stolt þeirra sem með
völdin fara og með því er sparkað
illa fjárhagslega í aldraða og ör-
yrkja. Okkar staða er ekki bara fá-
tækt heldur „sára fátækt“ fyrir yf-
ir 20 þúsund örorku- og
ellilífeyrisþega.
Dregur úr skorti á efnislegum
gæðum segir Morgunblaðinu 4. júlí
sl. og einnig að öryrkjar þola mik-
inn skort. Árið 2012 voru þetta
17,8% öryrkja og 2014 23% og í
dag nær allir öryrkjar. Hvað er
skortur á efnislegum gæðum? Það
þýðir að aldraðir og veikt fólk á
ekki fyrir t.d. lyfjum, lánum, kjöti,
fisk, og þá ekki fyrir öðrum óvænt-
um útgjöldum, t.d. að fara til lækn-
is.
Hvað þá sumarfríi bara í viku
eða einn dag með fjölskyldunni,
hvað þá bíl eða heimilistæki. Nei,
en sára fátæktin er svo að eiga
ekki fyrir mat, nema í dag eða viku
og hvað þá allan mánuðinn.
Lesandi góður, það sem þú borg-
ar í lífeyrissjóð í dag er ávísun á
fátækt, nema að þú sért með ráð-
herralaun eða yfir 700.000 þusund
krónur í mánaðarlaun, þá færðu
um 375.000 þúsund krónur frá líf-
eyrissjóði við örorku eða starfslok
vegna aldurs og sleppur við fá-
tæktina. 300.000 þúsund króna laun
á mánuði í dag gefa þér bara
168.000 kr. úr lífeyrissjóði og
skerðingu á skerðingu ofan á bót-
um TR. Heildarbætur verða því
rétt yfir 200.000 kr. á mánuði og
því vel undir „fátæktarmörkum“
eins og þau eru í dag.
Ég er í endurskoðunarnefnd al-
mannatrygginga fyrir Pírata og
eini nefndarmaðurinn sem ein-
göngu lifir á „bótum“ frá TR og líf-
eyrissjóði. „Einföldun kerfisins
mun fylgja nokkur kjarabót fyrir
öryrkja og aldraða,“ segir formað-
ur nefndarinnar í Fréttablaðinu 10.
júlí sl. Er sú kjarabót ekki bara sú
hækkun sem fjármálaráðherra boð-
aði okkur til handa um áramótin
eða í janúar 2016?
Í átta mánuði á að neita okkur
um hækkun upp á 31.000 kr. á
mánuði og svo á að láta hagræð-
ingu af endurskoðun almanna-
tryggingakerfisins, sem er ná-
kvæmlega sama kostnaðartalan,
vera okkar eina hækkun. Er það
rétt, fjármálaráðherra?
Kosta mun ríkið heila níu millj-
arða króna að hækka bara um
helminginn af hækkun lægstu
launa. Við sem höfum greiðslur úr
lífeyrissjóðum fáum bara helming-
inn af helmingnum eða bara 5.000
kr. eftir skatt. Við erum kostnaður
í þeirra augum og það þrátt fyrir
að við höldum uppi almannatrygg-
ingakerfinu með sköttum og skerð-
ingum á lífeyrissjóðseign okkar.
Hættum að skatta og skerða lög-
þvingaðan lífeyrinn okkar til „fá-
tæktar“, hvað þá til sára fátæktar.
Bara 11% fyrir ofan
íslensk fátæktarmörk?
Eftir Guðmund
Inga Kristinsson » Það þýðir að aldraðir
og veikt fólk á ekki
fyrir t.d. lyfjum, lánum,
kjöti, fisk, og þá ekki
fyrir öðrum óvæntum
útgjöldum, t.d. að fara
til læknis.
Guðmundur Ingi
Kristinsson
Höfundur er öryrki, formaður
BÓTar, í kjararáði ÖBÍ og í nefnd
um endurskoðun almannatrygginga
fyrir Pírata.
Samkvæmt forn-
um, 5.000 ára göml-
um, indverskum
spekiritum kallast
það tímabil sem við
lifum á í dag Kali-
Yuga, sem útlagst
gæti þrætuöldin, þó
átt sé við mun lengra
tímabil en hundrað
ár.
Fólk þessa tímabils
er talið samkvæmt
Vedaritunum undir bölvun sett á
alla vegu, vegna þess að það býr
ekki yfir hinni réttu og ósviknu
þekkingu, sem Vedaritin innihalda.
(Veda er sanskrít og þýðir þekk-
ing eða viska, samanber íslensku
sögnina að vita)
Í Vedaritunum er það skýrt tek-
ið fram að ef mannlegt samfélag
sé úr tengslum við Guð sé því ekki
viðbjargandi. Það muni visna eins
og afbrotnar trjágreinar sem fá
ekki lengur næringu og vökva frá
rótinni.
Í þessum ritum (Srimad-Bhaga-
vatam og Mahabarata) er ítrekað
að grunnnauðsyn mannlífsins sé að
byggja upp sambandið við Guð.
Það sé í raun og veru hlutverk
sérhvers manns að vinna bug á
sjúkdómum efnishyggjunnar:
græðginni og guðleysinu. Fólki er
eindregið bent á að taka upp guð-
rækilegt líferni á þessu tímaskeiði
rifrildis og guðleysis, blindrar efn-
ishyggju og óstjórnlegrar græðgi.
Biblían, heilög ritning kristinna
manna, hefur einnig að geyma nyt-
samar áminningar til mannanna.
Þegar Guð gaf Ísraelsmönnum
boðorðin á sínum tíma sagði hann:
„Þessi orð, sem ég legg fyrir þig í
dag, skulu vera þér hugföst. Þú
skalt brýna þau fyrir börnum þín-
um, þegar þú leggst til hvíldar og
þegar þú ferð á fætur.“ (5. Móse-
bók 6:6-9)
Himnesk boðorð, lög og regla
eru sett okkur mannfólkinu til
góða, því náttúran öll og him-
ingeimurinn lúta öllu lögmáli hins
guðlega regluverks. Þar er siða-
lögmálið einnig jafn óbreytilegt og
önnur lögmál tilverunnar. Ef vér
förum eftir hinum himnesku lög-
um mun okkur vel farnast.
Í Síraksbók 7:1, sem er spekirit
í Biblíu kaþólskra, segir einfald-
lega: „Ef þér gjörið ekkert illt,
mun ekkert illt henda yður.“
Konfúsíus sem uppi
var í Kína á árunum
551 fyrir Krist til 479
fyrir Krist sagði: „Sá
sem eigi skilur vilja
himins, getur eigi ver-
ið göfugur maður.“
Kristur Jesús sagði
einnig: „Ef þú vilt inn
ganga til lífsins, þá
haltu boðorðin.“
(Matteus 19:17)
Lög og regla er alls
staðar í gangverki
veraldarinnar, nema
þá helst hjá því mannkyni sem
viljandi braut boðorð Guðs og fyr-
irmæli í árdaga með hörmulegum
afleiðingum sem við þjáumst
ennþá af í dag, fyrst og fremst
vegna þess að við teljum okkur
geta án þeirra verið. Í ævafornu
riti segir: „Sólin, tunglið og stjörn-
urnar breyta ekki gangi sínum;
svo skuluð þér og einnig ekki
breyta lögum Guðs.“ (Testamenti
hinna tólf ættfeðra. Samkvæmt
Naftalí 3:2) Slík er alvaran í Guðs
orði. Þess vegna er Biblían háheil-
ög ritning sem inniheldur boð og
bönn, veg lífsins og bendir á af-
leiðingar óhlýðninnar.
Faðir einn á dánarbeði sagði við
son sinn, samkvæmt heimildum í
Gamla testamentinu: „Gæt þú
þess, sem Drottinn Guð þinn af
þér krefst, að þú gangir á vegum
hans og haldir lög hans, boðorð,
ákvæði og fyrirmæli, svo að þú
verðir lánsamur í öllu því, sem þú
gjörir og hvert, sem þú snýrð
þér.“ (Fyrri konungabók 2:3)
Fallegt er það veganesti, sem
við ættum öll að hafa í huga, sem
þjóð, sem játar kristna trú. Ís-
lensk þjóð þarf svo sannarlega að
lúta æðri leiðsögn á þessum tímum
þrætualdar. Gjöri hún það, mun
þjóðfélagsvandi undanfarinna ára
hverfa fyrir fullt og allt, því með
himneskum lögum er mönnum ætl-
að að byggja upp land og þjóð. Svo
getur um í heilögum ritningum,
sem oss ber að virða og hlýða.
Reglulegt líf
Eftir Einar Ingva
Magnússon
Einar Ingvi
Magnússon
» Fólki er eindregið
bent á að taka upp
guðrækilegt líferni á
þessu tímaskeiði rifr-
ildis og guðleysis
Höfundur er áhugamaður um
heilagar ritningar.
Það er alveg stórfurðulegt að eng-
ar vegamerkingar skuli vera á
gatnamótunum við fyrri brúna þar
sem Fífuhvammsvegur er ekinn til
suðausturs, með Smáralind á aðra
hönd og Deloitte-bygginguna á
hina.
Það er ekki eins og þetta séu
einhver „ómerkileg“ gatnamót.
Ónei, áður en komið er að brúnni,
sem liggur á milli Smáralindar
(neðri hæðar) og Deloitte-bygg-
ingarinnar, þarf ökumaður að
staðsetja sig á rétta akrein eftir
því hvort ferðin liggur inn í Kópa-
vog, til Reykjavíkur eða til Kefla-
víkur! Þegar búið er að aka undir
tvær brýr er þar eitt vegvís-
unarskilti á hægri hönd, en það
fer eftir því hvert átti að fara
hvort þær upplýsingar gagnast.
Ef ökumaður þekkir þessi gatna-
mót ekki eins og buxnavasana sína
er auðvelt að lenda á flækju-
gatnamótunum við Krónuna (sem
eru efni í annan pistil) eða fara
upp í Salahverfi, nú eða strauja í
átt til Keflavíkur þegar ætlunin
var kannski að fara til Reykjavík-
ur.
Best væri ef greinargott skilti
væri á brúnni sjálfri, sem sýndi
ökumönnum, sem bíða á ljósum
við fyrri brúna, hvernig akrein-
arnar skiptast og á hvaða akrein
ökumaður skal staðsetja sig eftir
því í hvaða bæjarfélag á að fara.
Það er kannski til fullmikils ætl-
ast að bæjaryfirvöld í Kópavogi
breyti fyrri háttum og taki allt í
einu upp á því að einfalda vega-
merkingar sínar, samanber gul
gata, rauð gata og græn gata í
Smiðjuhverfi.
Kópavogsbragurinn á ennþá er-
indi við okkur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Umferðarmannvirki í Kópavogi
endalaust undrunarefni
Vegvísun Sá sem er ekki vel stað-
unnugur gæti endað í Keflavík þeg-
ar hann ætlaði til Reykjavíkur.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
60 manns að spila hjá FEBR
Fimmtudaginn 9. júlí var spilaður
tvímenningur á 15 borðum hjá brids-
deild Félags eldri borgara í Reykja-
vík.
Efstu pör í N/S
Tómas Sigurjss. – Björn Svavarss. 407
Guðl. Bessason – Trausti Friðfinnss. 405
Jón Þór Karlss. – Björgvin Kjartanss. 353
Björn Árnason – Auðunn R. Guðmss. 347
A/V
Hrólfur Guðmsss. – Axel Lárusson 390
Logi Þormóðss. – Sigurður Lárusson 371
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 360
Kristján Guðmss. – Kristín Guðmundsd. 355
Spilað er í Síðumúla 37.
Móttaka aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi
umræðu í landinu og birtir aðsend-
ar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Kerfið er auðvelt í notkun og
tryggir öryggi í samskiptum milli
starfsfólks Morgunblaðsins og höf-
unda. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar á
aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er
valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til að
opna svæðið. Hægt er að senda
greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfs-
fólk Morgunblaðsins alla virka
daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
– með morgunkaffinu