Feykir


Feykir - 31.07.1985, Qupperneq 2

Feykir - 31.07.1985, Qupperneq 2
2 FEYKIR 15/1985 Sólskinsblettur í Hofsósi Sunnudaginn 30. júní 1985, var gömlu fólki í Skagafjarðarsýslu boðið til skemmtisamkomu að Hofsósi. Það var Kvenfélaga- sambandið í héraðinu, sem bauð og kostaði samkomuna. Það var ekki fyrr en um hádegi þennan sama dag, að ég frétti um mannfagnaðinn ogfór að hugsa um, hvort ég ætti ekki að fara og ákvað það á stundinni. Líklega hefði ég ekki farið, ef ég hefði ekki átt erindi út í Hofsós. Ég þurfti að selja bækur. Mammonsþjónustu hef ég löngum stundað eins ogfleiri. Samkoman var svo ánægjuleg og skemmtileg, að um kvöldið komst ég að þeirri niðurstöðu, að þennan dag hefði ég þjónað bæði guði og Mammoni, sem er þó talið aldeilis ómögulegt. Allt hið góða er frá guði, en Mammonsþjónusta varasöm. Samkoman hófst um kl. 4 síðdegis. Margt fólk var, líklega um 200 manns með starfsfólki. Fólkið var frá Sauðárkróki og úr öllum hreppum sýslunnar, nema Skefilsstaðahreppi. Þá kom Margrét forstöðukona á Löngumýri, með gömlu fólki, sem þar var í dvöl og stjórnaði hún samkomunni að nokkru. Veður var gott, hægviðri, úrkomulaust, léttskýjað og hiti 15 stig síðdegis. Hátíðlegt var það, að lækkandi sól stafaði geislum sínum skáhalt inn á gólfið í salnum, gegnum rifur á gluggatjöldum. Formaður Kvenfélagasam- bandsins frú Sólveig Arnórs- dóttir í Útvík, setti samkomuna, bauð gesti velkomna og kynnti dagskrá. Frú Sólveig var vel búin í íslenskum búningi. Hún hefur góðan málróm, flytur vel og talar ekki af sér. Öll framganga hennar ber vitni um, að hún er af þingeyskri ætt góðri. Næst var helgistund. Séra Sighvatur prestur á Hólum valdi sálma til söngs, sem voru listrænir í einfaldleik sínum. Hann lét vel yfir því, hvað margir voru til að njóta stundarinnar og flutti stutta predikun. Séra Sighvatur er góður kennimaður og prédikar guðsorð „klárt og kvitt” eins og hann hefur lofað. Næst á dagskránni var einsöngur. Jóhann Már bóndi í Keflavík söng nokkur lög. Mér hefur alltaf fundist Jóhann Már jafn góður söngvari og bróðir hans, en þó finnst mér þeir bræður, varla hafa eins mjúka og fagra rödd eins og faðir þeirra Jóhann Konráðsson, en kannski meiri. Það er fróm ósk mín og margra fleiri, að Jóhann Már verði sem Iengst í Skagafirði, svo héraðsbúar fái að njóta listagáfu hans. Eftir einsönginn var boðið til borðs og gestirnir sóttu veit- ingar á hlaðborð í miðjum sal, skipulega og kurteislega. Það var ekki eins og þegar sauðir ryðjast á garða. A meðan setið var undir Efla þarf byggð í sveitum Það er mjög mikilvægt að efla byggð í sveitum landsins og tryggja þar búsetu ogblómlegan búskap. Til þess að ræða þau mál var nýlega haldin ráðstefna á Hrafnagili í Eyjafirði á vegum Fjórðungssambands Norðlend- inga. Bar hún yfirskriftina: Ráðstefna um atvinnumál í dreifbýli. í ályktun ráðstefnunn- ar var megináhersla lögð á eftirtalin atriði til þess að efla byggð í sveitum. Landbúnaður undirstaðan 1. Hefðbundinn landbúnaður verði treystur, enda er hann undirstaða byggðar í sveitum og kauptúnum víðs vegar um land. 2. Aætlun verði gerð um uppbyggingu nýbúgreina og mörkuð skýr stefna ríkisvalds um ótvíræðan fjárstuðning við þær. 3. Efldur verði smáiðnaður í sveitum. Ráðstefnan átelur harðlega að áætlun sem Fram- kvæmdastofnun ríkisins gerði fyrir nokkrum árum um smá- iðnað í sveitum hefur ekki hlotið eðlilega umfjöllun og komið til framkvæmda. 4. Stofnunum, sem inna af hendi ýmiskonar þjónustu verði dreift um landið svo sem Byggðastofnun, sem nú verði ákveðinn staður á Akureyri. Gífnteg fólksfækkun Þegar undirritaður setti þessa ráðstefnu í umboði strjálbýlis- nefndar Fjórðungssambandsins sagði ég m.a.: Um árabil hefur verið gífurleg fólksfækkun í sveitum landsins. Þessi fækkun hefur ekki aðeins átt sér stað síðan 1978 eftir það að samdráttur fór að verða í hefðbundnum búgreinum. Fækk- unin hafði einnig átt sér stað um áraraðir meðan framleiðslan jókst í sífellu. Nú blasir hrun við fjölmörgun sveitum, verði ekkert raunhæft að gert. Stefnt að frekari samdrætti Astæður fyrir því að svo er komið eru nokkrar. Hér skulu þrjár tilgreindar þó þær mætti telja margar fleiri: 1. Fjárhagsstaða fjölmargra bænda er mjög erfið. Sérstak- lega á þetta við um yngri bændur, einmitt þá bændursem að öllu eðlilegu ættu að vera vaxtarbroddur og framtíðarvon sveitanna. 2. Stjórnvöld virðast stefna að enn frekari samdrætti í hefð- bundnum búgreinum. Sú stefna birtist m.a. í því að nú á að skera niður útflutningsbætur. Sam- dráttur í hefðbundnum búgrein- um leiðir af sér enn frekari fækkun fólks í sveitum og skerðir möguleika þéttbýlis- staða víða um land. 3. Allt talið um nýjar búgreinar er enn sem komið er lítið meira en orðin tóm. Það er í undantekningartilfellum, sem þær hafa orðið til þess að styrkja verulega byggðina sem fyrir er. Vörn í sókn Hér verður að snúa vörn í sókn. Það er mikilvægt ekki aðeins fyrir sveitirnar heldur alla landsbyggðina. Það verður að treysta hinn hefðbundna land- búnað, hann er ótvírætt undir- staðan. An þeirrar undirstöðu verða sveitirnar ekki byggðar svo vel sé. Samhliða verður að byggja upp nýjar búgreinar til þess að auka þar fjölbreytni í atvinnulíf- inu og það verður að koma upp smáiðnaði í sveitum. Það býr margt af fólki, sem vill og þarf að sækja vinnu út fyrir sitt heimili m.a. ungt fólk sem vill dvelja áfram á sínum heima- slóðum, en hefur ekki fulla vinnu heima á búi foreldranna. Fjárstuðningur nánast enginn A ráðstefnunni voru flutt mörg fróðleg erindi um stöðu þessara mála eins og þau eru í dag. M.a. töluðu sex Norðlendingar um nýjar atvinnugreinar í sveitum. Allt er þetta fólk, sem reynt hefur þessar nýju atvinnugrein- ar og gat því fjallað um málið út frá reynslu sinni. í máli þessa fólks kom glöggt fram að möguleikarnir á nýjum atvinnu- tækifærum í sveitirnar eru miklir, en skipulag og raunhæf- ur fjárstuðningur af hendi opinberra aðila nánast lítill. Stjóravöld ráða úrslitum Nú er kominn tími til að hefja raunhæfar aðgerðir í þessum málum. Því lengur sem það dregst því stærra verður vanda- málið. Hér verða margir að leggjast á eitt, ekki síst framtakssamir og hugmynda- ríkir íbúar sveitanna sem örugglega geta víða lyft grettis- taki ef vilji er fyrir hendi. En stjórnvöld mega ekki láta sitt eftir liggja. Þau ráða í raun úrslitum um það hvort tekst að efla sveitirnar eða hvort fólk heldur áfram að flýja þaðan. A ráðstefnunni á Hrafnagili var lögð áhersla á fjögur atriði sem eflt geta byggð í sveitum. Þessir áherslupunktar voru kynntir hér að framan. Þá þarf síðan að útfæra nánar og vinna þeim fylgi. Þar er stórt verk að vinna og þar verða íbúar sveitanna að hafa ákveðið frumkvæði. Magnús Olafsson Sveinsstöðum. borðum var fólkinu boðið að kaupa happadrættismiða og því lýst yfir, að öllum ágóða yrði varið til byggingar elliheimilis á Sauðárkróki. Á fjórða hundrað miðar seldust og var dregið á eftir. Það tók nokkurn tíma, því happadrættirnir voru fjölda- margir. Verslanir og önnur fyrirtæki í héraðinu gáfu alla happadrættina og voru þeirallir til sóma þeim sem gáfu ogsumir mjög verðmætir. Um kl. 7 var samkomunni slitið og hafði þá staðið á fjórða klukkutíma og verður áreiðan- lega minnisstæð, þeim sem minni hafa. Oft er rætt um það nú á tímum, að gamalt fólk eigi við bág kjör að búa. Einkum eru það stjórnmálamenn sem ræða um slíkt, þegar þeir vilja gera hosur sínar grænar fyrir kosn- ingar. Ég tek ekki undir það, að gamalt fólk búi við bág kjör, þó það geti átt sér stað í einstökum tilfellum og er þá reynt að bæta fyrir. Fyrir skömmu hafði útvarpið viðtöl við gamalt fólk. Það kvartaði ekki, nema einn maður. Sumir sögðu að þeir hefðu nóg, aðrir sögðu að endar væru látnir ná saman. Þetta fólk hafði tileinkað sér þá fornu dyggð, að eyða ekki meiru en aflaðist. Áður fyrr voru börn, foreldrar, afar og ömmur á sama heimili. Á þessari öld hefur orðið breyting, sem kölluð er kyn- slóðabil. Gamalt fólk er oftast ekki hjá börnum sínum, for- eldrar vinna bæði utan heimilis og börn eru þá ein heima eða á götunni. Þessi breyting er ekki til bóta, en við hana verður að una, því enginn stöðvar straum tímans. Dagurinn í gær er saga, sem ekki verður breytt. Nú 20. júlí, þegar þetta er ritað, stendur veislan í Hofsósi 30. júní,stöðug í minningunni. Aðeins minning- in er eftir um þennan atburð sögunnar. Það hefur verið sagt, að það eina sem maðurinn hafi vald á, sé líðandi stund. Það er „stundin okkar.” Á líðandi stund vilja menn gjarnan vita, hvað framtíðin ber í skauti sínu, en tjald hylur. Á öllum tímum hafa verið til menn sem virðast hafa vitað eitthvað um ókomna atburði og hafi það komið fram, er þeir sögðu fyrir, voru þeir forspáir kallaðir. Vitneskja þessara manna um ókominn tíma er þó oftast lítil eða eins og þegar sólargeisli smýgur um rifu milli glugga- tjalda í Höfðaborg. Það er þakkarvert og vel þegið af þeim sem njóta, þegar kvenfélög og önnur félagasam- tök búa til sólskin fyrir gamalt fólk. Ég veit ekkert fram í tímann, en ég trúi því, að þeir sem búnir eru að erfa landið, haldi áfram að gleðja þá sem gamlir eru. Hvort sólskinsblettir verða í Hofsósi eða annars staðar skiptir ekki máli. Það er enn í fullu gildi, sem Jónas Hallgrímsson kvað: „En ef við sjáum sólskinsblett í heiði, að setjast allir þar og gleðja oss.” Björn Egilsson „Lært af reynslumii” Benedikt Bjömsson verktaki í Sauðárkrókskirkjugarði Feykir fann Benedikt Björnsson skrúðgarðameistara og verk- taka framkvæmda í Sauðár- krókskirkjugarði að máli og bað hann að skýra umfang fram- kvæmdanna og hvers vegna hann hefði talið að þörf væri á svo miklum framkvæmdum umfram það sem gert hafði verið ráð fyrir. „Það kom í ljós þegar ég hallamældi þennan nýja hluta garðsins, sunnan sáluhliðsins, að hallinn var frá austri inn að miðju garðsins og einnig frá vestri inn að miðju og síðan var halli til suðurs. Það var því augljóst að framkvæmdir þær er áætlaðar voru yrðu til einskis ef halla garðsins yrði ekki breytt þannig að allur nýi hluti garðsins hallaði til suðurs. Án þessa hefði ekki verið hægt að tryggja sómasamlega fram- ræslu vatns úr garðinum. Eins og þetta var, safnaðist vatn fyrir í garðinum þar sem jarðvegur var lausastur. Það sem hér er verið að gera er að við skiptum um jarðveg í götum og breikkum þær og jöfnum leiðaraðir til endanna. Einnig eru leiðaraðirnar slétt- aðar, og gömul grasrót tekin ofan af og nýjum jarðvegijafnað ofan á, og loks tyrft yfir með nýjum túnþökum. Þannig verð- ur mun auðveldara að stunda allt viðhald og snyrtingu leiðanna og vonandi lítur þetta allt betur út á eftir. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að þessar framkvæmdir hafa komið illa við suma, þar eð enginn átti von á þeim og mér þykir mjög leiðinlegt að þetta skuli hafa orðið til þess að særa fólk. Ég hef unnið við lagfæring- ar og breytingar á ýmsum kirkjugörðum undanfarið og þetta hefur kennt mér að hreyfa aldrei við neinu án þess að það sé rækilega auglýst. Meðan á þessum fram- kvæmdum stendur reyni ég að hafa tal af öllum sem koma hingað í garðinn og skýra fyrir þeim hvernig þetta muni líta út, því það getur verið erfitt að átta sig á því meðan framkvæmdum er ekki lokið. Ég reikna með að þessu verði lokið upp úr Verslunarmannahelgi og þá sjá vonandi sem flestir að hér hafa allir reynt að gera sitt besta svo kirkjugarðurinn hér á Sauðár- króki verði sem fallegastur,” sagði Benedikt Björnsson að lokum. Óháð fréttablað fyrir Norðurland vestra lyrir raorouriani Reyker ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Hávar Sigurjónsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aöalgötu 2, Sauöárkróki ■ PÓSTFANG:Pósthólf 4,550Sauðárkrókur ■ SÍMI: 95:5757 ■ STJÓRN FEYKIS HF .: Hilmir Jóhannesson, Sr. Hjálmar Jónsson, Jón F. Hjartarson, Sigurður Ágústsson, Saemundur Hermannsson ■ BLAÐAMENN: Magnús Ólafsson, Hjálmar Jónsson ■ ÁSKRIFTARVERÐ: 28 krónur hvert tölublað; í lausasölu 30 kr. ■ GRUNNVERÐ AUGLÝSINGA: 120 krónur hver dálksentimetri ■ ÚTGÁFUTfÐNI: Annan hvern miðvikudag ■ PRENTUN: Dagsprent hf., Akureyri ■ SETNING OG UM- BROT: SÁST sf„ Sauðárkróki.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.