Feykir - 31.07.1985, Page 4
4 FEYKIR 15/1985
Mjólkursamlag Skagfirðinga 50 ára
Mjólkursamlag Skagfirðinga við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Nú í júlí eru liðin nákvæmlega
50 ár frá því Mjólkursamlag
Skagfirðinga tók til starfa á
Sauðárkróki. 16 júlí 1935 lagði
fyrsti bóndinn inn mjólk í
samlagið og var það Ólafur
Lárusson bóndi í Skarði í
Gönguskörðum er það gerði, þó
hann sé reyndar hættur fyrir
nokkru að leggja inn mjólk.
Ólafur býr þó enn í Skarði og er
ern, þó orðinn sé 85 ára.
I tilefni af þessu merkisafmæli
Mjólkursamlagsins brá tíðinda-
maður Feykis sér á fund Snorra
Evertssonar samlagsstjóra og
bað hann að rekja sögu
mjólkurvinnslu í Skagafirði, svo
og þróun mjólkursamlagsins og
vinnsluhátta.
Fyrstu rjómabúin
„Fyrsti vísir að mjólkurvinnslu í
Skagafirði má segja að sé
stofnun rjómabús á Páfastöðum
árið 1901. Þar var að verki
Albert Kristjánsson bóndi á
Páfastöðum. Þetta rjómabú
starfaði til 1906 en var þá lagt
niður. Árið eftir tók til starfa
rjómabú við Staðará í Staðar-
hreppi og hélt það velli til 1916.
Lengst starfandi var rjómabú er
bændur austan vatna stóðu að
og var það staðsett á eyrinni við
Gljúfurá í Viðvíkursveit. Þetta
rjómabú tók til starfa árið 1904
en var loks lagt niður árið 1919.
Mjólkurbústýra var Þórey Han-
sen og reyndar má með
nokkrum sanni segja að þarna
hafi birst fyrsti vísirinn að
mjólkurbúi, þar eð bændur
lögðu inn mjólk auk rjómans og
búið framleiddi osta auk smjörs.
Rjómbú dregur nafn sitt af því,
að þar er einungis lagður inn
rjómi og framleiðslan því
bundin við smjör.
Hversvegna þessi bú lögðu
niður vinnslu hvert af öðru er
erfitt að segja til um; líklega
hefur salan á smjörinu gengið
brösulega, heimamarkaðurinn
ótryggur og styrjöldin 1914-
1918 sett strik í reikninginn
varðandi útflutning á smjöri. Já,
það var nokkuð um að smjör
væri selt utan og þá sérstaklega
til Englands. Smjörið var selt í
tunnum og saltað, en menn settu
það ekki fyrir sig þó smjörið
væri farið að þrána svolítið,
þótti það bara betra.
Safnaði loforðum
Það var svo ekki fyrr en 1929
sem farið var að huga að stofnun
mjólkursamlags í Skagafirði.
Það er dálítið skemmtilegt
hvernig farið var að því að
kanna hver áhugi væri meðal
bænda í firðinum um stofnun
samlags. Reyndar gerðist ekkert
á árunum 1929-1933 annað en
menn veltu hugmyndinni á milli
sín í rólegheitum en 1933 var
Stefán Vagnsson frá Hjalta-
stöðum fenginn til að ferðast um
héraðið og safna loforðum um
innlagnir frá bændunum. Hon-
um var fengið það veganesti að
ef hann gæti aflað loforða upp á
200 kýrnytjar yrði samlagið
stofnað, annars ekki. Jæja,
Stefán safnaði 188 og þó talan
næði ekki alveg 200 var samt
afráðið á aðalfundi Kaupfélags
Skagfirðinga þann 20. apríl 1934
að hefja byggingu mjólkursam-
lags.
Byggingu gamla samlagsins
önnuðust þeir Guðmundur
Sigurðsson og Hróbjartur Jón-
asson. Teikningu annaðist Svein-
bjöm Jónsson en Jónas Kristjáns-
son frá Mjólkursamlaginu á
Akureyri sá um hönnun innviða
samlagsins og uppsetningu
tækjanna. Mjólkursamlag Sjcag-
firðinga tók síðan til starfa þann
10. júlí árið 1935. Gamla
samlagið var þar sem nú er
Fóðurblöndunarstöð kaupfélags-
ins, sunnan við Gránu hér á
Sauðárkróki.
Samlagsstjórar.
Fyrsti samlagsstjórinn varnorsk-
ur maður að nafni Jens
Killegreen en hann hélt af landi
brott strax árið eftir og þá tók
Skafti Óskarsson frá Kjartans-
staðakoti við stjórn samlagsins
til ársins 1944. 1944 - 1945 var
Sveinn Tryggvason samlags-
stjóri en árið 1945 tók Jóhann
Sólberg Þorsteinsson við stjórn-
inni og var hann samlagsstjóri
til ársloka 1982. Jóhann Sólberg
starfar enn hér á skrifstofunni,
þó hann sé hættur störfum sem
samlagsstjóri. Eg tók síðan við
stjórn samlagsins í ársbyrjun
1983. Núverandi stjórn Sam-
lagsins skipa: Snorri Evertsson
mjólkursamlagsstjóri, Ólafur Frið-
riksson kaupfélagsstjóri, Hall-
dór Hafstað Utvík, Sigmar
Jóhannsson Sólheimum, Ólafur
Þórarinsson Flugumýrarhvammi.
Fyrsta heila árið sem samlagið
starfaði nam innvegin mjólk
320 þúsund 237 lítrum. Meðal-
innlegg á bónda var 2669 lítrar.
Innleggjendur voru 120. Til
samanburðar má geta þess að
mest hefur innleggið verið
9 milljónir 376.866 lítrar árið
1978 og var þá meðalinnlegg á
bónda 47 þúsund 598 lítrar.
Innleggjendur 156 og innvegin
mjólk nam 8 milljónum 574.209
lítrum. Flestir haía innleggjendur
orðjð 400 árið 1965 og innvegin
mjólk frá þeim nam 7,067,441
lítrum.
Það má því sjá af þessum tölum
að innleggjendum hefur tiltölu-
lega lítið fjölgað þó mjólkur-
magnið hafi margfaldast.
Framleiðslan
Fyrsta starfsár samlagsins var
strax hafin framleiðsla á hefð-
bundnum mjólkurvörum. Sam-
lagið framleiddi neyslumjólk,
skyr, undanrennu og rjóma, og
ostagerð hófst strax og var furðu
fjölbreytt strax í upphafi.
Framleiddir voru mjólkurostar,
17% og 26%, og einnig sé ég hér
á gömlum skýrslum að fram-
leiddur hefur verið kryddostur,
rjómaostur og mysuostur er
nefndist Skagfirðingur. Mysu-
ostur var einnig framleiddur og
er ekki ýkja langt síðan
framleiðsla á honum lagðist
f
t
Snorri Evertsson samlagsstjóri.
niður. Súrmjólk hefur að
sjálfsögðu verið framleidd hér
alla tíð, þar eð hún er
nauðsynleg til ostagerðar, en
hana var ekki farið að pakka og
selja til neyslu í neinu magni fyrr
en með tilkomu pokapökkunar-
vélarinnar árið 1966.
Það er dálítið forvitnilegt að sjá
hvernig neysla súrmjólkur hefur
fest sig í sessi meðal landsmanna.
Þessi neysla hófstekki hérlendis
fyrr en upp úr 1950 og er líklega
komin frá Noregi. Fram til
þess tíma var súrmjólk notuð
eingöngu til ostagerðar og
einnig keyptu bændur hana í
lausu máli og notuðu sem
skepnufóður. Þá var að sjálf-
sögðu ekki vandað jafn mikið til
framleiðslu hennar og nú er gert.
Ostarnir
Nú er svo komið að við höfum
náð mjög góðum árangri í
ostagerð og er sá árangur mikið
til að þakka Hauki Pálssyni
verkstjóra, aðstoðarmönnum hans
og öðrum starfsmönnum sam-
lagsins. Eg tel að ostagerð okkar
sé með því besta sem gerist á
landinu. Við höfum unnið til
verðlauna í Danmörku fyrir
Maribo Kúmen ostinn okkar og
í haust ætlum við okkur ekki
minni hluti er við sendum aftur
osta til dæmingar í Danmörku.
I gegnum tíðina hafa verið
framleiddar hér ýmsar gerðir
osta. Má þar nefna, mysuost,
smurosta og einnig var myglu-
ostur (gráðaostur) framleiddur
hér um tíma. Þess má geta að
Sólberg kynnti sér einmitt gerð
mygluostarins eftir að hann lauk
mjólkurfræðinámi i Noregi á
sínum tíma, og ég held að ég fari
með rétt mál þegar ég segi að
Sólberg hafi kennt Akureyring-
um handtökin við mygluosta-
gerðina.
Núna framleiðum við færri
ostategundir en þeim mun betri.
Mjólkurost, 17% og 26%,
brauðosta og Króksostinn fallega,
og síðan en ekki síst Maribo
Kúmen osta.
Ostarnir eru orðnir okkar
aðalframleiðsla og það er orðið
brýnt að Samlagið komi sér upp
góðum og stórum ostakjallara.
Árið 1938 nam ostaframleiðslan
11 tonnum. Nú framleiðum við
16-20 tonn af ostum á viku.
Megnið af þessari framleiðslu er
selt hjá Osta- og smjörsölunni í
Reykjavík á erlendan markað.
Síaukin vélvæðing
Það er einfaldast að skýra
vélvæðingu samlagsins með því
að nefna tölur um fjölda
starfsmanna. Árið 1950 voru
starfsmenn 9 en eru núna 16-18.
Með sumarafleysingafólki eru
ársverkin núna u.þ.b. 22 á móti
15-16 árið 1950. Á sama tíma
hefur framleiðsla og afkastageta
100-150 faldast.
Það hefur verið um mikla og
stöðuga endurnýjun á vélum að
ræða gegnum tíðina, auk nýrra
tækja sem bætast við jafnt og
þétt. Má þar nefna að fyrsta
pökkunarvélin var tekin í
notkun árið 1966, ný geril-
sneiðingartæki og ostatankur
komu árið 1974, árið 1983 voru
keyptar nýjar og fullkomnar
ostapressur, og nú síðast var
tekin í notkun ný pökkunarvél
fyrir drykkjarvörur, og var
sannarlega komin tími til. Það
má skjóta því hér inn að fram til
ársins 1966 var öll mjólk seld í
lausu máli til neytenda. Mjólkin
var fiutt í brúsum að samlagi
fyrstu 42 árin og voru bændur
misánægðir með flutningana,
fannst illa farið með brúsana og
fyrir kom að lokin týndust og
brúsar fóru á flakk.
Tankvæðing hjá bændum
hófst árið 1977 og var að fullu
lokið árið 1980 hér á samlags-
svæðinu, og með þessari breyt-
ingu hafa gæði mjólkurinnar
farið stöðugt batnandi og gera
enn. Samlagið er með 3 tankbíla
sem sækja mjólkina til bænd-
anna og eru 3 bílstjórar í fullu
staríí við þessa keyrslu.
Auk þeirrar tækjavæðingar
sem ég nefndi hér á undan má
bæta því við, að stöðugar
endurbætur hafa farið fram á
húsnæði Samlagsins, þó ekki
hafi farið fram stækkanir á því.
Núverandi húsnæði Samlags-
ins við Skagfirðingabraut var
tekið í notkun árið 1952 og
viðbygging tekin í notkun árið
1965.
Nýju framleiðsluráðslögin
Það hafa verið deildar meining-
ar um þessi lög og það er mín
skoðun að þeim hafi verið
hraðað svo í gegnum þingið nú í
vor að mönnum hafi tæpast
gefist tími til að kynna sér þau
áður en þau urðu að lögum. Að
mínu áliti koma þessi lög til með
að þýða minni mjólkurfram-
leiðslu. Minna mjólkurmagn
þýðir svo aftur erfiðari rekstur á
mjólkursamlögunum. Eg tel
einnig að ekki þýði að minnka
mjólkurmagnið hjá hverjum
einstökum bónda, því það þýðir
annað hvort hækkað mjólkur-
verð til neytenda, eða að margir
bændur verða gjaldþrota. Þeir
þurfa að fá sama verð fyrir
mjólkina til þess að halda í
horfinu.
Eg held, að nú þegar búið er
að samþykkja lögin og byrjað
verður að fylgja þeim eftir, þá sé
héraðskvóti eina leiðin tii að
bændur og mjólkursamlög haldi
velli. Ef við tökum Skagafjörð
sem dæmi þá er núverandi kvóti
10.3 milljónir lítra. Mjólkur-
framleiðslan er nokkuð undir
þessu magni en með nýju
lögunum má reikna með 10%-
15% skerðingu á núverandi
framleiðslu. Þetta myndi þýða
um 7 milljónir lítra á ári á þessu
samlagssvæði. Eg er ekkert
hræddur við það og tel að vel sé