Feykir - 31.07.1985, Page 6
6 FEYKIR 15/1985
ÍÞRÓTTIR
íslandsmótið 3. deild:
Sauðárkróksvelli 13. júlí.
Tindastóll - HSÞ 1:0
Mikið hret gekk yfir Norður-
og Austurland þessa helgi og
liðin voru ekki öfundsverð er
þau gengu inná völlinn í norðan
kalsanum og var fyrirsjáanlegt
að reyna mundi nokkuð á
karlmennsku leikmanna. Heima-
menn spiluðu undan rokinu
fyrri hálfleikinn og sóttu stíft en
aðeins eitt mark hafðist uppúr
krafsinu, er Guðbrandur tók
aukaspyrnu fyrir utan vítateig
„eina með öllu” og skoraði
örugglega. Við yfirspiluðum
Mývetningana síðan algjörlega í
seinni hálfleiknum og vorum
óheppnir að skora ekki, en mark
okkar komst aldrei í hættu í
leiknum.
Liðið:
Árni, Pétur, Páll B., Birgir,
Þorvarður, Þórhallur, Rúnar,
Hólmar, Björn, Eyjólfur, Eiríkur,
Guðbrandur og Örn.
Yngri flokkarnir. íslandsmótið.
Þór frá Akureyri kom í
heimsókn 14. júlí. 1 5. flokknum
varð jafntefli 1 - 1. Ingi Þ.
Rúnarsson jafnaði á síðustu
mínútunum úr vítaspymu. Fjóiði
flokkurinn varð að sætta sig við
1 - 3 tap. Gunnar Gestsson
skoraði markið.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
hefur mér ekki tekist að grafa
upp úrslit í leik þessara liða í 3.
flokki.
„Það hefur hver sinn djöful að
draga” er gamalt orðatiltæki
sem á vel við þegar Tindastóls-
menn fara útá Siglufjörð að
keppa við KS. Fjórði og fimmti
flokkuiinn máttu reyna þetta en
þeir töpuðu báðir 0-1 fyrir
Siglfirðingum. Þriðji flokkurinn
kom fram hefndum og vann 6-0.
Stefán Lísu, Kalli krati, Oli
Arnar, Oli Akureyringur og
Guðbjartur gerðu mörkin.
Dökkir hundadagar hjá Tinda-
stóli.
I síðustu viku lék Tindastóll
tvo leiki í þriðju deildinni og er
óþarfi að hafa mörg orð um
þessa leiki, eins slakir og þeir
voru af okkar hálfu.
Á miðvikudagskvöld var
markalaust jafntefii í Mývatns-
sveitinni í viðureigninni við HSÞ
í leik sem einkenndist af lélegri
dómgæslu og lélegri nýtingu á
dauðafærum Tindastólsmanna,
sem voru mun betra liðið í
leiknum.
Á laugardag lék liðið á
Grenivík við Magna og mátti
þola tap 1 - 2. Tindastólsmenn
sóttu mun meiraallanleikinnen
færin létu á sér standa og voru
ekki mörg í leiknum. Magni
varðist vel og byggði sóknir
sínar á löngum sendingum fram
á fijóta framherja sína án þess að
skapa sér færi í leiknum. Staðan
var 1 - 1 í hálfleik en Magni
skoraði svo uppúr hornspyrnu
10 mín. fyrir leikslok. Magni
skoraði sjálfsmark og hin
mörkin voru skyld því. Magni er
nú efstur með 26 stig eftir 12
leiki, Einherji með 23 eftir 11
leiki, Tindastóll með 22 eftir 11
leiki og Leiknir með 22 eftir 12
leiki. Liðið í þessum leikjum:
Árni , Pétur, Þorvarður, Birgir,
Þórhallur, Rúnar, Hólmar,
Björn, Örn, Guðbrandur,
Eiríkur og Eyjólfur.
Þ.Á.
Golfldúbbur Sauðárkróks
Tíu golfmót
Mikill kraftur hefur verið í
golfmönnum á Sauðárkróki í
sumar. Hafa félagar í golfklúbbi
Sauðárkróks staðið fyrir 10
mótum það scm af er sumri og
framundan eru 3 mót á
Hlíðarendavelli á Sauðárkróki í
september auk fjögurra annarra
móta á Norðurlandi er norð-
lenskum golfmönnum standa til
boða.
Steinar Skarphéðinsson for-
maður GSS sagði í samtali við
Fcyki að völlurinn væri í mjög
góðu ástandi núna og mikið
sóttur, bæði af félöguni klúbbs-
ins og eins færðist það sífellt í
vöxt að aðkomumenn nýttu sér
aðstöðuna sem GSS býður upp
á. Auk góðs vallar er góður skáli
við völlinn, þar sem golfarar
geta notið hvíldar og hressingar
eftir „hring” á vellinum.
Mót í september á vegum
GSS verða sem hér segir:
31. ág. - 1. sept. Borgarbikarinn
7. sept. - 8. sept. KS mótið
20. sept. - 22. sept. Bændaglíma.
Önnur mót á Norðurlandi í
sumar verða sem hér segir:
31. júlí - 4. ágúst Landsmót
G.A. (Akureyri)
10. - 11. ágúst Ólafsfjörðuropið.
17. - 18. ágúst Jaðarsmót G.A.
(Akureyri)
24. - 25. ágúst Norðurlandsmót.
(Enn ckki endanlega ákveðið
hvar mótið verður haldið).
Opna Volvo-Olís mótið í golfi.
Helgina 20.-21. júlí sl. fór fram á
Hlíðarendavelli við Sauðárkrók
opið golfmót kennt við Volvo og
Olís.
Efstu menn urðu sem hér segir:
Án forgjafar:
1. Sverrir Þorvaldsson GA 161
högg.
2. Haraldur Friðriksson GSS
169 högg.
3. Einar Guðnason GA 170
högg.
Með forgjöf:
1. Magnús Rögnvaldsson GSS
141 högg.
2. Árni B. Árnason GA 144
högg.
3. Haraldur Friðriksson GSS
145 högg.
Næstur holu á 6. braut Einar
Guðnason. Þátttakendur 22.
Verðkönnun verðlagsstofiiunar
Vöruverð á Norðurlandi vestra
Samkvæmt beiðni neytenda-
félags Hólmavíkur hefur Verð-
lagsstofnun borið saman verð á
55 vörutegundum í sjö verslun-
um á Hólmavík, Sauðárkróki,
Hvammstanga, Blönduósi og
Búðardal. Verðsamanburður þessi
er unninn upp úr stærri könnun
sem gerð er reglulega um land
allt vegna verðgæslu verðlags-
stofnunar.
Verðið í þessum sjö verslun-
um var kannað dagana 10.-18.
júní sl.
í töflunum sem hér eru birtar
má sjá annars vegar samanburð
á heildarverði 23 vörutegunda í
verslununum sjö og hins vegar
enn frekari samanburð er sýnir
hve oft hver verslun var með
hæsta og lægsta verð, og hve oft
verð var yfir og undir meðal-
verði.
TfiFLA II! Vörutegund og vöruflerki Kaupfélag Steingriis- fjaríar, Kðlaavik Kaupfélag Kaupfélag Verslun Skagfirl- V. Hún- Siguríar inga, vetninga, Pálisasonar, Sauiárkróki Hvai.stanga Hvaa.stanga Verslunin Kaupfélag Kaupfélag Vísir ft. Hún- Hvants- Blönduósi vetninga, fjaríar, ílönduósi Búáardal Meðal- veri Hista veri Lagsta ver£
Hveiti, Juvel 2 kg 42.00 38.00 42.50 43.45 46.00 42.65 43.30 42.56 46.00 38.00
Strásykur, Dansukker 2 kg 34.70 29.10 34.75 36.00 38.00 35.75 34.75 34.72 38.00 29.10
Nclasykur, Dansukker 1/2 kg 21.45 19.50 21.45 21.20 21.15 21.45 22.50 21.24 22.50 19.50
Púðursykur,Dansukker brun 1/2 kg 18.00 17.40 20.40 19.00 20,60 19.60 18.95 19.14 20.60 17.40
r1órsykur, Oansukker 1/2 kg 15.00 14.25 15.50 15.50 17.30 15.50 16.30 15.62 17.30 14.25
Hrisgrjón, fiiver rice 454 q 34.95 34.95 34.95 33.40 33.70 34.95 34.95 34.55 34.95 33.40
Saltkex, fiit: 200 g 44.50 44.60 48.20 43.00 45.40 47.90 48.25 45.98 4B.25 43.00
Kringlur 1 stk. 7.10 6.45 7.55 ' 6.70 6.40 6.65 6.50 6.76 7.55 6.40
Frón kreak. m. lj. kreiii 200 g 47.00 47.15 47.15 47.65 45.35 47.15 47.15 46.94 47.65 45.35
Dilkakjot h. larí eia hlutar 1 k 245.00 231.10 283.00 281.60 297,00 276.70 296.10 272.93 297.00 231.10
Larissneiíar 1. veríil. 1 kg 280.00 264.00 339.00 314.70 362.00 319.70 310.60 312.86 362.00 264.00
Kjötfars nítt 1 kg 130.00 144.00 152.60 112.75 146.50 143,40 127.00 136.61 152.60 112.75
Vinarpylsur 1 kg 20B.95 235.79 206.60 206.60 229.40 217.90 229.40 219.23 235.79 206.60
Svali appelsinu 1/4 1, 11.00 10.20 9.00 9.60 9.50 8.90 8.05 9.46 11.00 S.05
íorís.jörliki 500 g 42.70 41.45 39.90 38.00 41.80 41.45 41.85 41.02 42.70 38.00
úranar baunir Ora 450 g 30.00 30.15 30.15 28.95 28.95 30.15 30.15 29.79 30.15 28.95
Kafti firaga gulur 250 g 55.00 47.90 53.00 48.80 51.00 47.05 48.35 50.16 55.00 47.05
Kaaber katfi Rio 250 g 55.00 47.90 53.00 48.80 45.35 44.45 47.90 48.91 55.00 44.45
Coca-Cola innihald 30 d 15.00 18.30 13.60 14.00 18.20 16.60 12.10 15.40 18.30 12.10
Cccá-Coia ínmhdlc 1 1 39.00 43.20 36.00 38.40 48.45 45.30 35.00 41.48 48.45 35.00
Egils appelsín 25 cl 13.00 14.75 11.70 11.70 14.55 13.50 10.00 12.74 14.75 10.00
Egils piisner 33 ci 23.00 25.70 20.60 22.15 25.40 24.20 19.00 22.86 25.70 19.00
Sanitas pilsner 33 cl 17.00 21.15 20.60 22.15 25.40 23.00 23.50 21.83 25.40 17.00
Saitals veri 1429.35 1431.99 1541,20 1464,10 1617.40 1523.90 1511.65 1502.80 1656.64 1320.45
TAFLA IV Kaupf. Steingrlms- fjaröar Hólmavlk Kaupf. Skagf. Sauöár- króki Kaupf. V. Húnv. Hvammst. Verslun Siguróar Pálmarssonar Hvammstanga Verslunin Vísir Blönduósi Kaupf. A-Hiinv. Blönduósi Kaupf. Hvammsfj. Bdóardal
1 hve raörgum tilvikum var varan til^ 47 47 41 44 44 47 43
Hve oft var verslunin með hasta veró 10 13 7 5 12 11 13
Hve oft var verslunin með lcgsta verö 9 12 2 13 9 6 6
Hve oft var verð yfir meðalverói 24 25 24 17 27 34 26
Hve oft var verð undir meöalveröi 23 21 17 27 17 13 17
Hve oft var verö það sama og meöalverö 1
1) Af 55 sera kannaöar voru.
Skagfirðingar - Sauðárkróksbúar
Nærsveitamenn
^oWö
Aðalmarkaðurinn við Aðalgötu
Sauðárkróki
SS vörur í miklu úrvali
Yfir 30 tegundir af ávöxtum og grænmeti
Fjölbreytt úrval af nýlenduvörum
ALLAR VÖRUR MEÐ LÁGMARKSÁLAGNINGU
Opið alla daga kl. 1 - 6 og laugardaga 9-12
Veríð
velkomin