Feykir - 05.11.1986, Side 3
22/1986 FEYKIR 3
Bakhjarl þeirra sem minna mega sín
- segir Om Bjömsson nýráðinn útíbússtjóri Alþýðubankans á Blönduósi
spurt og spjallað
Alþýðubankinn opnar útibú á
Blönduósi um eða upp úr miðjum
þessum mánuði. Bankinn hefur
keypt húseign Pólarprjóns hf. á
Húnabraut 13, en það er um 240
m2 hús á tveimur hæðum. Ráðnir
hafa verið fjórir starfsmenn, sem
starfa munu í útibúinu í upphafl.
Utibússtjóri verður Örn Björns-
son fyrrum bóndi á Gauksmýri.
Örn hefur verið stærsti mjólkur-
framieiðandi í Vestur-Húnavatns-
sýslu um árabil en brá búi þá hann
fékk þetta nýja starf.
I tilefni þessara tímamóta tók
blaðamaður Öm tali og spurði
hann fyrst hvort þetta nýja útibú
yrði til þess að auka fjármagn í
umferð og fjárhagslegt sjálfstæði
byggðarlagsins, en um nauðsyn
þess hefur Örn oft talað, á
umliðnum árum.
„Það gefur auga leið að í
sambandi við bankamál hefur
ástand verið mjög einhæft í
okkar kjördæmi og samkeppni
lítil. Samkeppni tel ég vera af
hinu góða og þetta nýja útibú
okkar mun stuðla að því að auka
hana. Von mín er sú að með
þessu komi aukið fjármagn inn á
svæðið og benda má á það að
þegar höfum við komið með
verulegt fjármagn til Blönduóss,
með því að kaupa þessa húseign
af Pólarprjón hf. Þau viðskipti
urðu til þess að laga rekstrar-
stöðu þess fyrirtækis og gerði
þeim kleift að kaupa og flytja í
hentugra húsnæði”.
Þurfið þið allt þetta hús undir
ykkar starfsemi?
„Við viljum ekki eiga stærra
húsnæði en við þurfum á
hverjum tíma. Því er ætlun
okkar að selja efri hæð hússins
og leigja út eitthvað af neðri
hæðinni. Við hér hjá Alþýðu-
bankanum erum ekkert að
standa í þeim fjárfestinga-
hrundansi, sem hinir bankarnir
hafa svo oft ástundað.
Ég er mjög ánægður með þá
stefnu, sem hér er rekin. Hér er
spáð í hlutina og ekki keypt eða
fjárfest meir en þörf er fyrir.
Rætur þessa banka liggja líka
hjá launþegum og félagsmála-
hreyfingu þeirra og grunnurinn
er því ekki sá sami sem annarra
banka. Stefna bankans er líka sú
að vera bakhjarl þeirra sem
minna mega sín og eiga í
mörgum tilfellum erfiðara með
aðgang að öðrum bönkum”.
Hvers vegna fórst þú einn
stærsti bóndi hér um slóðir að
sækja um starf sem bankastjóri
þessa útibús?
„Ég varð fyrir því að fá
verulega skerðingu á mitt
búmark. Því taldi ég miðað við
þá stefnu, sem nú er rekin í
landbúnaðarmálunum, að betra
væri fyrir mig að bregða nú búi
heldur en þurfa jafnvel að gera
það eftir tvö til þrjú ár. Því Sótti
ég um þetta starf og fékk það. Ég
er mjög ánægður með að svo
skyldi fara, en vissulega kom það
mér mjög á óvart að ég skyldi
verða valinn úr hópi umsækjenda”.
Þér hefur ekki dottið í hug að
flytja suður, eins og svo margir
gera?
„Örugglega hefði það verið
auðveldast fyrir okkur hjónin.
Við hefðum bæði getað fengið
þar störf við hæfi, en hvort sem
Húnvetningum líkar betur eða
verr viljum við ekki yfirgefa þetta
samfélag. Hér líkar okkur vel og
hér viljum við vera og ég
hlakkar til að takast hér á við ný
verkefni. Von mín er líka sú að
menn taki mér vel í nýju starfi,
eins og þeir hafa tekið mér
hingað til”.
Hvemig lýst þér á landbúnaðar-
málin um þessar mundir?
„Ég tel að það vanti ákveðnari
stefnumörkun í sambandi við
landbúnaðarmálin í heild sinni.
Menn verða að fara að gera það
upp við sig hvort þeir vilja
jafnvægi í byggð landsins og
ætla að halda öllum hreppum í
byggð, eða hvort ætlunin er að
leggja stór landsvæði í auðn.
Menn verða að gera það upp við
sig hvort það eigi að fækka
bændum verulega eða halda
fjölda þeirra sem mestum”.
Nú virðist stefnan vera sú að
fækka bændum verulega. Ert þú
sammála því?
„Nei, ég er það alls ekki og ég
tel t.d. mun eðlilegra að 25
stærstu bændur landsins hætti
framleiðslu, en 1750 þeir
smærstu. Það er ekki allur
munur á framleiðslumagni þessara
hópa”.
Var það þess vegna sem þú
hættir búskap?
„Einhverjir verða að stíga
fyrstu skerfin og menn verða að
beygja sig undir þá stefnu sem
rekin er meðan þeir geta ekki
breytt henni.
En þar sem við erum að ræða
um landbúnaðarstefnuna vil ég
vekja athygli á þeim mikla
milliliðakostnaði sem er í
landbúnaðinum. Það kostar
orðið mjög mikið að slátra
hverjum grip og kaupmennirnir
taka sitt. Ég er viss um að ef
aukin tengsl væru milli neytenda
og framleiðenda væri vandinn
ekki jafn stór og hann er nú. Ég
vil auka þessi tengsl þannig að
neytendur kynni sér og skilji hve
mikið bændurnir fá í sinn hlut af
hverju kjötkílói og hverjum lítra
mjólkur. Á þann hátt mætti
bæta andann jrarna á milli og þá
um leið örugglega auka neysluna”.
En hvað með nýjar búgreinar?
„Þetta tal um nýjar búgreinar
og ný atvinnutækifæri í sveitum
mun ekki bjarga byggðinni þar.
Það er sama hvort menn tala um
loðdýrarækt, fiskeldi eða annað”.
Að lokum Örn, munt þú eiga
þitt heimili áfram á Gauksmýri?
„Fyrst um sinn mun ég
allavega eiga þar heimili og aka
á milli. Reynslan mun síðan
leiða í ljós hvort það er hægt. En
í lokin vil ég segja að við munum
reyna að þjóna Húnvetningum
öllum í þessu nýja útibúi og
vonumst til að eiga góð viðskipti
við þá”.
(mó)
þri mið fim
234
•••■■■•■■■/*•^ *
lau sun\
Nú eru hinar vinsælu helgarferdir okkar
innanlands komnar I fullan gang. Þetta eru
ódýrarferðirsem innihalda flug til Reykjavik-
ur frá luttugu stððum á landinu en einnig
frá Reykjavík til Akureyrar. Egilsstaða,
Hornafjarðar, Húsavikur, ísafjarðar og
Vestmannaeyja. Gisl er á völdum hótelum og
sumslaðar er morgunverður einnig innifalinn.
Þessi skemmlilegi ferðamáti gefur einstakting-
um, fjölskyldum og hópum möguleika á að
\tykiavik: Flug Irá
óllum áfangastóóum Fhjg-
leióa, Flugfélags Noróurtands
og Flugfélags Auslurtands.
Gisting á Hótel Esju, Hótel
Loftleióum, Hótel Borg, Hótel
óóinsvéum og Hótel Sógu.
V estmannaeyjar:
Gisting á Hótel Gestgjafan-
s safjördur: Gisting á
Hótel Isafirói
r\kureyri: t
f; Gisting á
Hótel KEA, Hótel Varóborg,
Hotel Akureyn, Hótel
Stefaniu og Gistiheimihnu
Asi.
Cgllsstadir: Gisting i
Valaskjálf og Gistihúsinu EGS.
H«
ornafjördur: Gisting
á Hótel Hötn.
Músavik: Gisting á
Hótel Húsavik.
breyta til, skipta um umhverfi um stundarsakir.
Ahyggjur og daglegt amstur er skilið eftir
heima meðan notið er hins besta sem býðst
i /erðaþjónustu hér á landi - snætt á nýjum
matsölustöðum, farið i leikhús eða kunningj-
arnir heimsóttir.
Helgarferð er ómetanleg upplyfting.
FLUGLEIDIR
1 v
«\
FLUTNINGUR
ÞUNGAVARA
AN FYRIRHAFNAR
Flutningur þungavöru
Ríkisskip annastflutninga á alls konar þungavamingi, s.s. vélum,
tœkjum, húseiningum, bátum og skipshlutum, jámplðtum,
smíðastáli o.m.fl.
Sérstakir gámar og gámafletir eru fyrir grófari vaming, s.s,
byggingar- og jámvörur, útgerðaivörur, vörur í tunnum o.fl.
Tvö skipa Ríkisskipa, Askja og Hekla, eru búin öflugum kraftbómum
sem lyfta allt að 27 tonnum. Krani Esju lyftir allt að 35 tonnum.
BROTTFÖR FRÁ REYKJAVÍK:
Alla fimmtudaga til Austfjarða. Alla þriðjudaga og
annan hvern laugardag til Vestfjarða og Norðurlands.
RIKISSKIP
NÚTÍMA FUJTNINGUR
Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu Reykjavík. pósttiólf 908, telex 3008 S 28822